Smásaga um stolinn bíl

   Útidyrahurđ á sjoppunni er hrundiđ upp međ látum.  Inn um dyrnar stekkur eldri mađur.  Hann er náfölur.  Hárlubbinn stendur í allar áttir.  Augun uppglennt.  Hann veifar höndum og hrópar:  "Sími, sími!  Fljótt, fljótt!"

  Afgreiđsludömunni er brugđiđ.  Hún hörfar frá afgreiđsluborđinu og spyr skelkuđ:  "Hvađ er ađ?  Hvađ er í gangi?"

  Mađurinn bendir út og hrópar óđamála:  "Ţađ er miđi á ljósastaurnum;  auglýst eftir stolnum bíl.  Lánađu mér síma!  Fljótt, fljótt!"

  Konan fálmar taugaveikluđ eftir farsímanum sínum og réttir manninum.  Hann brettir eldsnöggt upp vinstri ermina.  Á handlegginn hefur hann skrifađ símanúmer stórum stöfum.  Ţađ auđveldar honum ađ slá inn númeriđ á símann.  Hann er varla fyrr búinn ađ hringja en ţađ er svarađ.  Viđ ţađ er eins og ţungu fargi sé af manninum létt.  Hann róast allur og segir hćgt, skýrt og fumlaust.

  "Góđan daginn.  Ég hringi úr sjoppunni viđ Grensásveg.  Á ljósastaur hér fyrir utan er auglýst eftir stolnum bíl.  Ţađ er mynd af BMW og upplýsingar um bílnúmer, ásamt ţví ađ spurt er:  Hefur ţú séđ ţennan bíl?  Ég get upplýst undanbragđalaust ađ ţennan bíl hef ég aldrei séđ.  Ég fullvissa ţig um ţađ.  Vertu svo blessađur, góđi minn."

bílţjófur

 

 

 

 

 

 

 

------------------------------------

Fleiri smásögur má finna međ ţví ađ smella HÉR


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Er búiđ ađ finna bílinn!!!!!!!!!

Sigurđur I B Guđmundsson, 1.11.2016 kl. 21:51

2 Smámynd: Jens Guđ

Vonandi.  Ţetta er dýr bíll.

Jens Guđ, 3.11.2016 kl. 07:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.