Saltiđ er saklaust

  Löngum hefur fólk stađiđ í ţeirri barnslegu trú ađ salt sé bölvađur óţverri.  Saltur matur framkalli yfirgengilegan ţorsta.  Margir kannast viđ ţetta af eigin raun:  Hafa snćtt heldur betur saltan mat og uppskoriđ óstöđvandi ţorsta - međ tilheyrandi ţambi á allskonar vökva.

  Á börum liggur iđulega frammi ókeypis snakk í skál.  Fyrst og fremst brimsaltar hnetur.  Ţetta er gildra.  Viđskiptavinurinn maular hneturnar.  Ţćr framkalla ţorsta sem skilar sér í bráđaţorsta.  Lausnin er ađ ţamba nokkra kalda međ hrađi.

  Í framhjáhlaupi:  Hneturnar í skálinni eru löđrandi í bakteríum eftir ađ ótal óhreinar lúkur hafa káfađ áfergjulega á ţeim.

  Nú hefur fengist niđurstađa í merkilegri rannsókn á salti.  Sú var framkvćmd af evrópskum og amerískum vísindastofnunum á áhrifum salts á geimfara.  Ţátttakendum í rannsókninni var skipt í tvo hópa.  Annar lifđi um langan tíma á saltskertu fćđi.  Hinn á venjulegu fćđi ţar sem salt var ekki skoriđ viđ nögl.

  Í ljós kom ađ síđarnefndi hópurinn sótti mun síđur í vökva en hinn.  Ţetta hefur eitthvađ ađ gera međ starfsemi nýrnanna.  Segiđi svo ađ nýrun séu óţörf.  

salt  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel saltađ beikon međ eggi og ristađ brauđ međ söltuđu smjöri er tóm hollusta og sćla fyrir bragđlaukana - Burt séđ frá ţví, ţá finnst mér futningur Rolling Stones á ţessu frábćra lagi sínu Salt Of the Earth mun flottari en ţessi flutningur Joan Baez.

Stefán (IP-tala skráđ) 14.5.2017 kl. 19:18

2 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Held ég salti ţetta blogg međ handgerđu vestfirsktu flögusalti frá Saltverki!! (Sjálfbćr framleiđsla frá Reykjanesi í Ísafjarđardjúpi).

Sigurđur I B Guđmundsson, 14.5.2017 kl. 19:43

3 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  vissulega er ţetta hiđ glćsilegasta lag á bestu plötu Stóns,  Beggars Banquet.  Ađ vísu ekki vel sungiđ.  En kemur ekki ađ ráđi ađ sök í hráu og blúsuđu kassagítar/píanólagi.  Viđ hćfi ađ Keith syngi ţetta sönglag sitt sem hann samdi til heiđurs föđur síns sem var verkalýđsforingi eđa eitthvađ álíka.

  Joan Baez er betri söngvari en Keith.  En hefđi mátt halda í blússtemmninguna fremur en poppa lagiđ.  Samt alltaf gaman ađ heyra nýja og öđruvísi fleti á góđu lagi.      

Jens Guđ, 15.5.2017 kl. 18:31

4 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B,  eigi skal gráta Björn bónda heldur salta hann í tunnu.

Jens Guđ, 15.5.2017 kl. 18:31

5 identicon

Keith syngur vissulega međ sínu nefi, sem nú er orđiđ ótrúlega stórt og ţrútiđ. Margt misjafnt hefur sogast í gegnum ţađ nef, m.a. hluti af karli föđur hans, honum Bert Richards sem starfađi sem verkstjóri í rafmagnstćkjaverksmiđju. 

Stefán (IP-tala skráđ) 15.5.2017 kl. 19:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband