Costco veldur vonbrigđum

  Ég átti erindi í Hafnarfjörđinn.  Um leiđ var bíllinn ađ suđa um ađ fá bensín.  Af ţví ađ ég er töluvert á rúntinum um allt höfuđborgarsvćđiđ ţá var upplagt ađ virkja gömlu kaupfélagshugsjónina og gerast félagsmađur í breska útibúi Costco í Garđabć (sem er útibú frá bandarísku demókratamóđurfélagi).  Ég sé í hendi mér ađ til lengri tíma er sparnađur ađ kaupa bensínlítrann ţar á 170 (fremur en 186 í Orkunni).   

  Allt gekk ţetta hratt og vel fyrir sig. Allir sem ég átti samskipti viđ voru Bretar (allt í góđu.  Ţađ er ekkert atvinnuleysi á Íslandi.  En eitthvađ atvinnuleysi í Bretlandi). Frekar fáir á ferli - miđađ viđ ađ ţađ er 2. í Costco.  Ég rölti hring inni í búđinni.  Einsetumađur sem eldar ekki mat ţarf ekki ađ fínkemba matvörubretti.  Ţó sá ég út undan mér ađ flest allt er selt í miklu stćrri pakkningum en íslenskir neytendur eiga ađ venjast.  Einnig ađ ekki er hćgt ađ kaupa staka flösku af hinu eđa ţessu.  Ađeins 20 - 40 flöskur í einingu.  Enda heitir Costco fullu nafni Costco heildverslun.  Fjölmennir vinnustađir og stćrri mötuneyti geta gert hagstćđ kaup.  Einnig stórar fjölskyldur.  Ýmislegt er á hćrra verđi en fyrst var slegiđ upp.  Til ađ mynda kranavatn.  Ţađ er á 11 krónur en ekki 6.  Ađeins í 30 flaskna pakkningu.  Sem svo sem eru ekki vond kaup - nema í samanburđi viđ ókeypis kranavatn. 

  Ég skimađi vel um fatadeildina.  Rúmfatalagerinn er töluvert ódýrari.  Hvort sem um er ađ rćđa gallabuxur, skyrtur, nćrföt eđa sokka.

  Bónus, Krónan, Kostur, Nettó, Iceland og Elkó ţurfa ekki ađ óttast flótta á sínum viđskiptavinum yfir til Costco.  Ađ ţví leyti olli Costco mér vonbrigđum.  Verđlagningin ţar er ekki sú róttćka bylting sem lá í loftinu - og var bođuđ.

  Ég keypti ekkert í Costco nema bensín.  Ég skráđi ekki hjá mér  verđ sem ég sá.  Ég man ađ kílóverđ á Prince Póló er um 1100 kall.  Svipađ og í Bónus.  Heitur kjúklingur er á 1300 kall.  Er ţađ ekki svipađ og í Krónunni?  Kókómjólkin er á 230 kall.  Er ţađ ekki svipađ og í Bónus?  Kellog´s kornflögur á 475 kall.  Sama verđ og í Bónus.  Pylsa og gosglas kostar 400 kall í Costco en 195 kall í Ikea (hinumegin viđ götuna). 

  Ég fagna innkomu Costco alla leiđ.  Undanfarnar vikur hafa íslenskar verslanir lagt sig fram um ađ lćkka verđ til ađ mćta samkeppninni.  Ekki ađeins íslenskar verslanir.  Líka erlendir framleiđendur og heildsalar.  Margir ţeirra hafa skilgreint Ísland sem hálaunasvćđi; dýrt land og verđlagt sínar vörur hátt til samrćmis viđ ţađ.  Nú ţurfa ţeir ađ endurskođa dćmiđ til ađ mćta samkeppninni.

  Annađ gott:  Costco selur ekki innkaupapoka.  Viđskiptavinir verđa ađ taka poka međ sér ađ heiman.  Eđa fá hjá Costco pappakassa - ef ţeir eru til stađar í ţađ skiptiđ.  Ég sá fólk draga upp úr pússi sínu platspoka frá Bónus og Hagkaupum.  

  Ástćđa er til ađ taka međ í reikninginn ađ viđskiptavinir Bónus, Krónunnar, Kosts, Iceland, Nettó og Elkó ţurfa ekki ađ borga 5000 kall međ sér til ađ spara aurinn og henda krónunni.  Eđa ţannig.

ez túpupressan

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Túpupressan fćst nú í Skagafirđi

  Túpupressan vinsćla fćst ekki í Costco.  Hinsvegar fćst hún núna á Sauđárkróki.  Nánar tiltekiđ hjá Nudd & trimform,  Skagfirđingabraut 6.  Listi yfir ađra sölustađi má finna međ ţví ađ smella HÉR      

        


mbl.is Ódýrara í Costco en hann bjóst viđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslenskir fjölmiđlar eru duglegir ađ gefa Costco fría auglýsingu

Helgi Armannsson (IP-tala skráđ) 24.5.2017 kl. 23:14

2 Smámynd: Jens Guđ

Helgi,  mér skilst ađ opnun Costco-verslunar hafi aldrei og hvergi fengiđ eins mikla og langvarandi kynningu og hér.  Ekki nálćgt ţví einu sinni.  

Jens Guđ, 25.5.2017 kl. 09:14

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Afturhaldsstefna í áfengissölu er ađ útiloka ađ ég geti fengiđ mér ódýr rauđ, hvít og kampavín. Vonandi koma islendingar sér í 21 öldina í ţeim málum fljótlega.

Kveđja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 25.5.2017 kl. 14:37

4 identicon

Ég má til međ ađ benda ţér á fyrst ţú ert ađ pćla í aurum og krónum og ég hvet ţig til ađ sannreyna ábendinguna.

Bensín er ekki ţađ sama og bensín. Ţegar ég sá ađ ţú leggur ađ jöfnu CostCo bensín og Orku bensín ţá langađi mig ađ benda ţér á mína reynslu sem ég öđlađist eftir ábendingu frá nískupúkanum frćnda mínum. Hann átti svokallađan strumpastrćtó amerískan sem eyddi öllu ţví bensíni sem sett var á hann ţó ađ tankurinn vćri stór. Ţessi frćndi minn tók fljótlega eftir ţví ađ tankurinn dugđi lengur ef hann keyrđi vagninn ekki hrađar en á 80. Ţađ ţótti veskinu betra ţegar pumpa ţurfti allt ađ 70 lítrum á tankinn í hvert sinn. Svo fór hann ađ mćla eyđsluna og úr ţví varđ ágćtist hobbý hjá honum og seinna mér lika enda er ég hćgt og rólega ađ breytast í svipađan nískupúka. Hann var svo sem enginn harđlínu mađur um hvar hann keypti lekann ţó ađ hann reyndi eftir megni ađ forđast ţjónustustöđvar og kaupa helst bensín bara á nćstu ódýru stöđ hvort sem sú vćri Gul, Rauđ, Hvít eđa Bleik. Oftast var ţađ víst samt Bleik eđa Hvít. Svo fór hann ađ taka eftir ţví ađ ţađ var MJÖG mismunandi hversu langt hann fór á tanknum ţó ađ keyrslu mynstriđ vćri svipađ. Ţađ munađi allt ađ 100 km á tanknum. Og hann fór ađ reikna. Aurarnir sem Bleikur var ódýrari á líterinn dugđu nú skammt ţegar eyđslan var tekin međ í reikninginn. Niđurstađan var sem sagt sú ađ Hvítur var ódýrastur og munađi ţó nokkuđ ţegar allt var reiknađ. Ţađ verđur fróđlegt fyrir nánasir eins og mig og frćnda minn ađ skođa hvađ viđ förum langt á bensíninu úr CostCo og hvort ţađ borgi sig frekar en ţetta hvíta.

Kveđja, Kristján

Kristján Friđjónsson (IP-tala skráđ) 25.5.2017 kl. 16:00

5 Smámynd: Jens Guđ

Jóhann,  heimurinn á eftir ađ hlćja jafn undrandi yfir afturhaldsstefnunni í áfengismálum Íslendinga og hann hlćr í dag ađ bjórbanninu,  sjónvarpslausum fimmtudögum,  einkasölu ríkisins á útvarpstćkjum og Mjólkursamsölunnar á mjólk.  

Jens Guđ, 25.5.2017 kl. 19:08

6 Smámynd: Jens Guđ

Kristján,  ađ ţví er ég best veit er bensín Costco nákvćmlega sama bensín og Orkunnar.  Hinsvegar veit ég fyrir víst ađ bensín Orkunnar er miklu lélegra en á dćlum Skeljungs - sem á Orkuna.  

Jens Guđ, 25.5.2017 kl. 19:12

7 identicon

Kaupa nógu andskoti mikiđ af vatni ţó svo ađ ţađ kosti 11kr. Skilagjaliđ er 15kr. á hverja flösku..mökk grćđir á ţessu..                

viđar ingólfsson (IP-tala skráđ) 26.5.2017 kl. 22:29

8 Smámynd: Jens Guđ

Viđar, takk fyrir gott auđsöfnunarráđ.

Jens Guđ, 27.5.2017 kl. 10:17

9 Smámynd: Siggi Lee Lewis

ŢAđ hjálpar helvíti mikiđ Jens, og sparar mikinn tíma, ađ segja bara rétt frá strax: "Bandaríska verslunarkeđjan Costco"  í stađin fyrir" breska útibúi Costco í Garđabć (sem er útibú frá bandarísku demókratamóđurfélagi)"

Fyrsta lagi sparar okkur öllum tíma og hugarangur, svo er bara miklu einfaldara ađ skilja ţađ.. :-)

Siggi Lee Lewis, 28.5.2017 kl. 03:13

10 Smámynd: Jens Guđ

Siggi, ţetta er góđ og tímabćr ábending.  Ég var nefnilega í ţessari andrá ađ vinda mér í ađ skrifa frétt um ađ hollenska útibúiđ frá bandaríska Sea Shepherd móđurfélaginu sé ađ höfđa mál á hendur danska ríkinu fyrir ađ leyfa Fćreyingum ađ veiđa marsvín.  Ég sé í hendi mér ađ ţađ má spara mikinn tíma og hugarangur međ ţví ađ orđa ţetta svona:  "Bandarísku hryđjuverkasamtökin SS kćra Dani til Evrópudómstólsins." 

Jens Guđ, 28.5.2017 kl. 09:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband