Bensínsvindliđ

  Margir kaupa eldsneyti á bílinn sinn hjá Kaupfélagi Garđahrepps - heildverslun.  Bensínlítrinn ţar er ađ minnsta kosti 11 kr. lćgri en á nćst ódýrustu bensínstöđvum.  Dćlt á tóman 35 lítra tank er sparnađurinn 385 kr.  Munar um minna.  Annađ hefur vakiđ athygli margra:  Bensíniđ er ekki einungis ódýrast heldur miklu kröftugra og endingarbetra.  

  Fjöldinn hefur upplýst og skipst á reynslusögum á Fésbók, tísti og víđar.  Gamlar kraftlitlar druslur breytast í tryllitćki sem reykspóla af minnsta tilefni.  Rólegheitabílstjórar sem voru vanir ađ dóla á 80 kílómetra hrađa á ţjóđvegum eiga nú í basli međ ađ halda hrađanum undir 100 km.  

  Einn sem átti erindi úr Reykjavík til Sauđárkróks var vanur ađ komast á einum tanki norđur.  Ţađ smellpassađi svo snyrtilega ađ hann renndi ćtíđ á síđasta lítranum upp ađ bensíndćlu Ábćjar.  Ţar keypti hann pylsu af Gunnari Braga.  Nú brá svo viđ ađ međ bensín frá KG á tanknum var nóg eftir ţegar hann nálgađist Varmahlíđ.  Hann beygđi ţví til hćgri og linnti ekki látum fyrr en viđ Glerártorg á Akureyri.  Samt gutlađi enn í tanknum.

  Hvernig má ţetta vera?  KG kaupir bensíniđ frá Skeljungi.  

  Skýringin liggur í ţví ađ Skeljungur (eins og Neinn og Olís) ţynnir sitt bensín međ etanóli á stöđvunum.  Ţetta er gert í kyrrţey.  Ţetta er leyndarmál.  Hitt er annađ mál ađ Costco blandar saman viđ sitt bensín efni frá Lubisol.  Ţsđ hreinsar og smyr vélina.     

 

     

   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurđsson

Metanól er ţađ víst, ég hélt reyndar ađ ţetta vćri ekki blandađ á stađnum. Veit sossum ekkert meir um ţađ en ţađ er morgunljóst ađ metanól er miklu orkusnauđara en bensín og ţ.a.l. sýpur stúturinn meira af slíku sulli en ómenguđu bensíni.

Sindri Karl Sigurđsson, 18.6.2017 kl. 16:00

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Getur einhver stađfest ţynninguna?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.6.2017 kl. 16:23

3 identicon

Ţeir mundu aldrei stađfesta ţessa ţynnignu hinar benzínsölurnar. Láttu ţig dreima Heimir, viđ búum í landi ţöggunar.

Margret (IP-tala skráđ) 18.6.2017 kl. 17:28

4 Smámynd: Jens Guđ

Sindri, samkvćmt mínum heimildum er ţađ etanól.  Ég veit samt ekki muninn.  

Jens Guđ, 18.6.2017 kl. 17:54

5 Smámynd: Jens Guđ

Heimir,  ég stađfesti hana međ ţví ađ upplýsa ţetta hér.  Ef ég fer međ rangt mál munu olíufélögin kćra mig.  Ţau gera ţađ ekki vegna ţess ađ mínar heimildir eru skotheldar.  

Jens Guđ, 18.6.2017 kl. 17:56

6 Smámynd: Jens Guđ

Margrét,  mikiđ rétt.  Ţetta er leyndarmál sem enginn má vita af.  

Jens Guđ, 18.6.2017 kl. 17:57

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jens gott ađ ţú hreyfđir viđ ţessu máli, ég las ţađ einhvernstađar ađ bensín á Íslandi vćri blandađ ethonol og hafđi ćtlađ mér ađ fá ţađ stađfest. Reyndar nota ég dísil olíu en KG eđa Costco blandar sínum efnum í dísil olíuna sem bćtir brunann svo ţar líka gera ţeir betur. 

Getur veriđ ađ ethanóliđ frá Hellisheiđi sé ekki söluvara eftir allt svo ţeir verđa ađ ţröngva ţessu inn á landann án ţess ađ láta okkur vita.?

Valdimar Samúelsson, 18.6.2017 kl. 18:05

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ţeir virđast hafa blandađ 5% frá 2015 samkvćmt FIB https://www.fib.is/is/um-fib/frettir/vinandablandad-bensin-a-islandi-1

Valdimar Samúelsson, 18.6.2017 kl. 18:08

9 identicon

Ég tel alveg víst ađ sá ágćti mađur, Runólfur Ólafsson framkvćmdastjóri FÍB ( runolfur@fib.is ) geti upplýst fólk nákvćmlega um eldsneytisblandanir olíufélaganna og reyndar vísar Valdimar hér ađ ofan til upplýsinga FÍB. Held reyndar ađ ţessi blöndunarmál hafi veriđ opinber lengi.

Stefán (IP-tala skráđ) 18.6.2017 kl. 19:38

10 identicon

Eftirfarandi var haft eftir Glúmi Jóni Björnssyni(eiginmanni Sigríđar Á. Andersen, núverandi dómsmálaráđherra) efnafrćđingi og framkvćmdastjóra efnarannsóknarstofunnar Fjölvers: ,, Spírinn og bensíniđ eru óskyld efni. Spírinn leysist upp í vatni en bensíniđ ekki. Ţađ ţýđir ađ blandan verđur viđkvćmari fyrir raka og geymist mun verr og skemur en hreint bensín ". Ţetta sagđi Glúmur Jón á fundi međ Bílgreinasambandinu og FÍB skömmu fyrir Jólin 2014.

Stefán (IP-tala skráđ) 18.6.2017 kl. 20:35

11 Smámynd: Jens Guđ

Valdimar,  takk fyrir upplýsingarnar.

Jens Guđ, 19.6.2017 kl. 19:56

12 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  blöndunardćmiđ hefur veriđ opinbert en samt fariđ hljótt.  Ţađ hefur aldrei orđiđ umrćđa um ţađ.  Almenningur kemur af fjöllum (m.a. Hólabyrđu) núna ţegar vakin er athygli á ţessu.  

Jens Guđ, 19.6.2017 kl. 19:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband