Óstundvísir eru í góðum málum

  Það er eins og sumt fólk kunni ekki á klukku.  Það mætir alltaf of seint.  Stundvísum til ama.  Þeir sem bölva óstundvísi mest og ákafast telja hana vera vondan löst.

  Nú hefur þetta verið rannsakað.  Niðurstaðan er sú að óstundvísir séu farsælli í lífinu og lifi lengur.  Þeir eru bjartsýnni og afslappaðri.  Eiga auðveldara með að hugsa út fyrir boxið og sjá hlutina í stærra samhengi.  Eru ævintýragjarnari og eiga fleiri áhugamál.  5 mínútur til eða frá skipta engu máli.  Þeir þurfa ekki langtímaplan til að bóka flug, hótelgistingu, rútu eða lest.  Taka bara næsta flug.  Ef það er uppbókað þá hlýtur að vera laust sæti í þarnæsta flugi.  Ekki málið.  Engin ástæða til að "gúgla" veitingahús á væntanlegum áfangastað.  Því síður að bóka borð.  Eðlilegra er að skima aðeins í kringum sig kominn á staðinn.  Láta ókunnugt veitingahús koma sér á óvart.  Skyndibiti í næstu sölulúgu kemur líka til greina.  Þannig hlutir skipta litlu máli.  Peningar líka.  

  Önnur rannsókn hefur leitt í ljós að sölumenn sem skora hæst í bjartsýnimælingu selja 88% meira en svartsýnir.  Samanburður á A fólki (ákaft, óþolinmótt) og B fólki (afslappað, skapandi hugsun, óstundvísi) sýnir ólíkt tímaskyn.  A fólk upplifir mínútu sem 58 sek.  B fólkið upplifir hana sem 77 sek.  A fólk er mun líklegra til að fá kransæða- og hjartasjúkdóma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tel að færeyingurinn sem nú fjarstýrir Skeljungi utan úr Evrópu hljóti að vera A maður. Korteri eftir að hann rak 29 manns frá fyrirtækinu, sem Fréttablaðið segir að muni spara fyrirtækinu 160 milljónir króna í rekstrarkostnað á ári, þá græddi færeyingurinn u.þ.b. þá upphæð á einum degi með hlutabréfabraski í fyrirtækinu. Svo sem ekki fyrsti forstjóri Skeljungs sem rekur fjölda manns og græðir svo stórfé sjálfur. 

Stefán (IP-tala skráð) 2.11.2017 kl. 09:59

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Það er ekki oft sem ég er ánægður að vera í vondum málum!!!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 2.11.2017 kl. 16:34

3 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  hann er klárlega A maður.

Jens Guð, 4.11.2017 kl. 14:37

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  góður!

Jens Guð, 4.11.2017 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband