Íslendingur vínylvćđir Dani

  Á seinni hluta níunda áratugarins blasti viđ ađ vinylplatan vćri ađ hverfa af markađnum.  Ţetta gerđist hratt.  Geisladiskurinn tók yfir.  Ţremur áratugum síđar snéri vínyllinn aftur tvíefldur.  Nú hefur hann rutt geisladisknum af stalli.  

  Ástćđan er margţćtt.  Mestu munar um hljómgćđin.  Hljómur vinylsins er hlýrri, dýpri,  ţéttari,  blćbrigđaríkari og notalegri.  Ađ auki er uppröđun laga betri og markvissari á vinylnum ađ öllu jöfnu.  Báđar plötuhliđar ţurfa ađ hefjast á öflugum grípandi lögum.  Báđar ţurfa ađ enda á sterkum og eftirminnilegum lögum.  

  Spilunarlengd hvorrar hliđar er rösklega 20 mín.  Hún heldur athyglinni á tónlistinni vakandi.  Ţar međ tengist hlustandinn henni betur.  Hann međtekur hana í hćfilegum skömmtum.

  Geisladiskurinn - međ sinn harđa, kantađa og grunna hljóm - var farinn ađ innihalda of mikla langloku.  Allt upp í 80 mín eđa meir.  Athygli er ekki vakandi í svo langan tíma.  Hugurinn fer ađ reika eftir um ţađ bil 40 mín ađ međaltali.  Hugsun beinist í ađra átt og músíkin verđur bakgrunnshljóđ.  Auk ţessa vilja flćđa međ of mörg óspennandi uppfyllingarlög ţegar meira en nćgilegt pláss er á disknum.    

  Stćrđ vinylsins og umbúđir eru notendavćnni.  Letur og myndefni fjórfalt stćrra.  Ólíkt glćsilegri pakki.  Fyrstu kynni af plötu er jafnan viđ ađ handleika og horfa á umslagiđ.  Sú skynjun hefur áhrif á vćntingar til innihaldsins og hvernig ţađ er međtekiđ.  Setur hlustandann í stellingr.  Ţetta spilar saman.

  Í bandaríska netmiđlinum Discogs.com er stórt og áhugavert viđtal viđ vinylkóng Danmerkur,  Guđmund Örn Ísfeld.  Eins og nafniđ gefur til kynna er hann Íslendingur í húđ og hár.  Fćddur og uppalinn á Íslandi af skagfirskum foreldrum.  Sprenglćrđur kvikmyndagerđarmađur og grafískur hönnuđur.  Hefur framleitt fjölda músíkmyndbanda og hannađ plötuumslög.  

  Međ puttann á púlsinum varđ hann var viđ bratt vaxandi ţörf á vinylpressu.  Hann keypti í snatri eina slíka.  Stofnađi - ásamt 2 vinum - fyrirtćkiđ Vinyltryk.  Eftirspurn varđ slík ađ afgreiđsla tók allt upp í 6 mánuđi.  Ţađ er ekki ásćttanlegt í hröđum tónlistarheimi.

  Nú hefur alvara hlaupiđ í dćmiđ.  1000 fm húsnćđi veriđ tekiđ í gagniđ og innréttađ fyrir fyrstu alvöru risastóru vinylpressu í Danmörku í 60 ár.  Nafni fyrirtćkisins er jafnframt breytt í hiđ alţjóđlega RPM Records.  

  Nýja pressan er alsjálfvirk, afkastamikil en orkunett.  Hún spýtir út úr sér plötum 24 tíma á sólarhring í hćstu gćđum.  Afreiđslutíminn er kominn niđur í 10 daga.  

  Netsíđan er ennţá www.vinyltryk.dk (en mun vćntanlega breytast til samrćmis viđ nafnabreytinguna, ćtla ég).  Verđ eru góđ.  Ekki síst fyrir Íslendinga - á međan gengi íslensku krónunnar er svona sterkt.  

gudm örn ísfeldguđmundur örn ísfeldplötupressan   

    


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Íslendingur og Danir = Getur ekki klikkađ!!!!

Sigurđur I B Guđmundsson, 9.11.2017 kl. 17:13

2 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B,  pottţétt blanda!

Jens Guđ, 9.11.2017 kl. 18:01

3 identicon

Ţarna er greinilega um kláran og velćttađan íslenskan athafnamann, sannan nútíma útrásarvíking ađ rćđa.  Gömlu útrásarvíkingarnir reyndust hinsvegar bara vera innihaldslaust drasl ţegar upp var stađiđ. Skildu ekkert annađ eftir sig en skuldir.

Stefán (IP-tala skráđ) 9.11.2017 kl. 21:42

4 Smámynd: Theódór Norđkvist

Geisladiskurinn og síđar tölvutćkt form á tónlist (MP3, WAV, FLAC o.s.frv) er bara svo mikiđ ţćgilegra ađ međhöndla, til ađ setja upp í spilunarlista til dćmis. Annars hlusta ég mikiđ á tónlist í gegnum YouTube. Ţá ţarf ég varla ađ hafa fyrir ţví ađ velja lögin, ţau koma bara fram og ég smelli á viđkomandi lag.

Hinsvegar gćti ég hugsađ mér ađ afrita af plötum yfir á tölvutćkt form, til ađ fá ţennan hlýrri tón vinylsins. Ţađ er samt gríđarlega mikil vinna viđ ţađ, sem felst í ađ hreinsa út truflanir og aukahljóđ úr upptökunum, normalísera, hćkka bassa og diskant o.s.frv., svo ég hef ekki lagt í ţađ ennţá.

Theódór Norđkvist, 9.11.2017 kl. 23:11

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Lumarđu á fróđleik um fjölda vinylspilara hér á landi, hvort ţeir eru til sölu og ţá hvar?

Ómar Ragnarsson, 9.11.2017 kl. 23:51

6 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  ég tek undir ţađ.

Jens Guđ, 10.11.2017 kl. 08:07

7 Smámynd: Jens Guđ

  Theódór,  möguleikarnir eru margir.  Um tíma var taliđ ađ Spotify, youtube og álíka fyrirbćri myndu slátra stóru plötunni (Lp).  Ungt fólk veldi sér einungis stök lög til ađ hlusta á - og ţar međ fyrst og fremst grípandi og auđmelt léttmeti.  Seinteknari lög sem ţurfa ítrekađa hlustun myndu hverfa af markađnum.  

  Kröftug endurkoma vinylsins blćs hrakspána út af borđinu.  Tónlistarunnendur sćkja í blandađan pakka.  Ţađ er heilbrigđara og skiljanlegt.  Fólk lifir ekki á skyndibita í öll mál.  Hamborgari og pizza geta veriđ ágćt endrum og eins.  Jafnvel oft.  Manneskjan leitar alltaf aftur í sinn fisk, lambalćri og grćnar baunir.

Jens Guđ, 10.11.2017 kl. 08:27

8 Smámynd: Jens Guđ

Ómar,  úrvaliđ af vinylspilurum eykst hratt ţessa dagana.  Ég ćtla ađ bestu spilarana sé ađ finna í Hljómsýn í Ármúla 38.  Ţar eru nokkrar gerđir.  Flestar - ef ekki allar - raftćkjaverslanir selja vinylspilara í dag,  svo sem Heimilistćki, Ormsson og Rafland.  Elko er međ hátt í tug vinylspilara.  Hljóđfćrahúsiđ er međ einhverja.  Líka Costco.

  Ţess má geta ađ verđ á vinylspilurum er töluvert lćgra en viđ áttum ađ venjast á síđustu öld.  Ţeir eru eiginlega hlćgilega ódýrir.

Jens Guđ, 10.11.2017 kl. 08:36

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er ţessi umrćddi mađur nokkuđ Hallgrímsson ađ auki?

Árni Gunnarsson, 11.11.2017 kl. 07:53

10 Smámynd: Jens Guđ

Árni,  jú,  rétt til getiđ.  Fyrirsögnin hefđi kannski frekar átt ađ vera:  "Skagfirđingur vinylvćđir Dani".

Jens Guđ, 11.11.2017 kl. 10:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband