Flugbílar ađ detta inn á markađ

  Lengst af hafa bílar ţróast hćgt og breyst lítiđ í áranna rás.  Ţađ er ađ segja grunngerđin er alltaf sú sama.  Ţessa dagana er hinsvegar sitthvađ ađ gerast.  Sjálfvirkni eykst hröđum skrefum.  Í gćr var viđtal í útvarpinu viđ ökumann vörubíls.  Hann varđ fyrir ţví ađ bíll svínađi gróflega á honum á Sćbraut.  Skynjarar vörubílsins tóku samstundis viđ sér: Bíllinn snarhemlađi á punktinum, flautađi og blikkađi ljósum.  Forđuđu ţar međ árekstri.

  Sífellt heyrast fréttir af sjálfkeyrandi bílum.  Ţeir eru ađ hellast yfir markađinn.  Nú hefur leigubílafyrirtćkiđ Uber tilkynnt um komu flugbíla.  Fyrirtćkiđ hefur ţróađ uppskriftina í samvinnu viđ geimferđastofnunina Nasa.  Ţađ setur flugbílana í umferđ 2020.  Pćldu í ţví.  Eftir ađeins 3 ár.  Viđ lifum á spennandi tímum.

   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Bíđ eftir flughúsum!!!

Sigurđur I B Guđmundsson, 15.11.2017 kl. 12:25

2 Smámynd: Jens Guđ

Ég líka!

Jens Guđ, 16.11.2017 kl. 07:47

3 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

 Ţađ verđur bćđi subbulegt og ljótt, ef ţeir detta inn á markađinn.  Pant ekki vera um borđ. Nei takk. Má ég ţá frekar byđja um fimm, átta, átta, fimm, fimm, tveir, tveir áfram.

 Góđar stundir, međ kveđju ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 22.11.2017 kl. 20:49

4 Smámynd: Jens Guđ

Halldór Egill,  ég er dálítiđ hrćddur viđ ţessa flugbíla.  Ţeir verđa ađ vera hlađnir allskonar skynjurum til ađ rekast ekki hver á annan, á hús eđa rafmagnslínur og ţess háttar.  Spurning hvernig ţeir spjara sig í ofsaroki, glórulausri norđanhríđ og brunagaddi.

Jens Guđ, 24.11.2017 kl. 07:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.