Illmenni

  Varasamt er að lesa spádóma út úr dægurlagatextum.  Einkum og sér í lagi spádóma um framtíðina.  Bandaríski fjöldamorðinginn Charles Manson féll í þessa gryfju.  Hann las skilaboð út úr textum Bítlanna.  Reyndar er pínulítið ónákvæmt að kalla Manson fjöldamorðingja.  Hann drap enga.  Hinsvegar hvatti hann áhangendur sína til að myrða tiltekna einstaklinga.

  Út úr Bítlalögunum "Blackbird" og "Helter Skelter" las kallinn spádóm um að blökkumenn væru að taka yfir í Bandaríkjunum.  Ofsahræðsla greip hann.  Viðbrögðin urðu þau að grípa til forvarna.  Hrinda af stað uppreisn gegn blökkumönnum.  Til þess þyrfti að drepa hvítt fólk og varpa sökinni á blökkumenn. 

  Áhangendur Mansons meðtóku boðskap hans gagnrýnislaust.  Þeir hófust þegar handa.  Drápu fólk og skrifuðu - með blóði fórnarlambanna - rasísk skilaboð á veggi.  Skilaboð sem hljómuðu eins og skrifuð af blökkumönnum.  Áður en yfir lauk lágu 9 manns í valnum. 

  Samhliða þessu tók Manson-klíkan að safna vopnum og fela út í eyðimörk.  Stríðið var að skella á.

  Spádómarnir sem Manson fór eftir rættust ekki.  Það eina sem gerðist var að klíkunni var stungið í fangelsi.

  Hið rétta er að Paul var með meiningar í "Blackbird";  hvatningarorð til bandarísku mannréttindahreyfingarinnar sem stóið sem hæst þarna á sjöunda áratugnum.

  Charles Manson var tónlistarmaður.  Ekkert merkilegur.  Þó voru the Beach Boys búnir að taka upp á sína arma lag eftir hann og gefa út á plötu - áður en upp um illan hug hans komst. 

 


mbl.is Charles Manson er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Takk Jens, Manson var sannarlega illska holdi klædd.  Hérna er líka margt áhugavert um þetta mál og hvernig fólk sá Manson: http://www.breitbart.com/big-journalism/2017/11/19/charles-manson-a-villain-in-death-served-as-a-counterculture-hero-in-1969/

Mofi, 20.11.2017 kl. 09:00

2 Smámynd: Jens Guð

Mofi, takk fyrir ábendinguna.

Jens Guð, 20.11.2017 kl. 09:15

3 identicon

Jens. Það er víst ekki allt sem sýnist, það er nokkuð ljóst. Það lítur ekki út fyrir að heimurinn hafi skánað við að láta þennan mann sitja í fangelsi. Heimurinn virðist þvert á móti hafa færst lengra í ómennskuátt? Það er umhugsunarvert, svo ekki sé meira sagt.

Og almættinu algóða hefur í ósögðum fréttum fjölmiðlarisa-Zorosana verið skipt út fyrir yfir-hershöfðingja alþjóðagjaldeyrissjóðsins?

Youtube: Spaugstofan eftir hrun - 4

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2017 kl. 10:18

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Mæli með dauðarefsingu á svona skíthæla!!

Sigurður I B Guðmundsson, 20.11.2017 kl. 14:58

5 identicon

Þessi aumingi bauð sér og hyski sínu inn á 

Stefán (IP-tala skráð) 20.11.2017 kl. 19:17

6 identicon

Held áfram því sem ég byrjaði að skrifa hér að ofan, en sendi óvart óklárað. Þessi aumingi bauð sér og hyski sínu inn á heimili Dennis Wilson trommara, söngvara og lagasmiðs Beach Boys. Hyskið settist að hjá Dennis um skeið og hann var svo hræddur að hann þorði ekki að reka þau út, enda hefði hann tæplega sloppið lifandi frá því. 

Stefán (IP-tala skráð) 20.11.2017 kl. 19:22

7 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður,  svo sannarlega er ekki alltaf allt sem sýnist.

Jens Guð, 21.11.2017 kl. 07:42

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  það má líka velta fyrir sér hvort að ekki hafi verið rík ástæða til að taka manninn úr umferð löngu fyrr,  samborgurum til verndar fyrir þessum snargeggjaða síbrotamanni. 

Jens Guð, 21.11.2017 kl. 07:45

9 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  Dennis var í lífshættu.  Líka vegna þess að hann skráði sig fyrir laginu sem Manson samdi.  Það lagðist illa í illmennið.

Jens Guð, 21.11.2017 kl. 07:49

10 identicon

Illmennin höfðu stórfé, bíla og hvaðeina af Dennis greyinu og Manson ógnaði honum, svo að Dennis mátti nú hnupla eins og einu lagi.

Stefán (IP-tala skráð) 21.11.2017 kl. 21:37

11 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þar fyrir utan er lagið frekar slappt.

Jens Guð, 24.11.2017 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.