Söngvari Sex Pistols í Júrovisjón 2018

  Enski söngvarinn Johnny Rotten er Íslendingum að góðu kunnur.  Ekki aðeins sem söngvari Sex Pistols og að hafa túrað um Bandaríkin með Sykurmolunum - þá í hljómsveitinni PIL (Public Image Limited).  Líka fyrir að opna Pönksafnið í Lækjargötu.  Hann skemmti sér vel hérna.  Heimferð dróst.

  Nú upplýsir írska dagblaðið Irish Sun að hinn írskættaði Johnny muni keppa fyrir hönd Íra í Júrovisjón í vor.  Laginu sem hann syngur er lýst sem cow-pönki.  Ekki ósvipuðu og "Rise" með PIL.  Höfundurinn er Niall Mooney.  Sá er kunnugt nafn í söngvakeppninni.  Átti lagið "Et Cetera" í Júrovisjón 2009 og "It´s for you" 2010.

  Einhver smávægileg andstaða er gegn Johnny Rotten innan írsku Júrovisjón-nefndarinnar.  Nefndarmenn eru mismiklir aðdáendur hans. Uppátækið er vissulega bratt og óvænt.  þegar (eða ef) hún gefur grænt ljós mun hann syngja lagið við undirleik PIL.

 

    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá er allavega þegar búið að finna ljótasta keppandann í Júrovisjón 2018, ef nefndin hleypir honum í gegn.

Stefán (IP-tala skráð) 4.12.2017 kl. 21:15

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvað með að láta Björk um þetta???

Sigurður I B Guðmundsson, 5.12.2017 kl. 16:59

3 identicon

Keppni athyglissjúkra frekar en söngvakeppni.

Steingeldur atburður.

L. (IP-tala skráð) 6.12.2017 kl. 06:08

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  hann venst ljómandi vel. Útstandi augu hans eru afleiðing mikilla veikinda sem barn.  Hann ólst að miklu leyti upp á sjúkrahúsi.  

Jens Guð, 6.12.2017 kl. 08:34

5 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  hún vill það ekki.  Hinsvegar vill Leoncie en það er andstaða gegn því hjá Rúv.

Jens Guð, 6.12.2017 kl. 08:35

6 Smámynd: Jens Guð

L,  það er margt til í þinni lýsingu.

Jens Guð, 6.12.2017 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband