Frægir í Manchester

  Fyrr á þessari öld vandi ég mig á að fagna jólum og áramótum í útlöndum.  Einhver verður að gera það.  Þetta hentar mér vel.  Einkum að taka frí frá snjó og frosti.  Líka að komast að því hvernig útlendingar fagna vetrarsólstöðum og nýju ári.  Að þessu sinni varð Manchester á Englandi fyrir valinu.  Notaleg borg.  Hlýtt alla daga á þessum árstíma.  Smá rigning á næstum því hverjum degi.  Samt ekki svo að þurft hafi að spenna upp regnhlíf.

  Ég veit ekkert um boltaleiki.  Öfugt við Manchesterbúa.  Ég komst ekki hjá því að heyra í útvarpinu þeirra eitthvað um velgengi í boltabrölti.  Hitt veit ég að Manchester er stórveldi á heimsmælikvarða í tónlist.  Eiga það sameiginlegt með Íslendingum.  Okkar 340 þúsund manna þjóð státar af ótrúlega mörgum heimsfrægum tónlistarnöfnum.  Hæst bera Björk, Sigur Rós, Of Monsters and Men og Kaleo.  Fleiri Íslendingar hafa náð góðri stöðu á heimsmarkaði - en á afmarkaðri markaði og teljast því ekki beinlínis heimsfrægir.  Sólstafir hafa tröllriðið vinsældalistum í Finnlandi og Þýskalandi.  Skálmöld er þekkt í evrópsku þungarokkssenunni.  Jóhann Jóhannsson er þekktur í kvikmyndatónlist.  Líka Hilmar Örn Hilmarsson og fleiri.  Til viðbótar eru með ágæta stöðu á í tilteknum löndum nöfn eins og Emilíana Torrini,  FM Belfast, Múm, Steed lord...

  Ánægjulegur árangur íslenskra tónlistarmanna á heimsmarkaði hefur vakið undrun heimspressunnar. Hefur sömuleiðis skilað drjúgum skerf í ábatasaman ferðamannaiðnað hérlendis.  Takk fyrir það.  Hátt í 600 þúsund milljónir á síðasta ári.

  Til samanburðar hefur Manchester mun sterkari stöðu í tónlist.  Líka þó að miðað sé við höfðatölu.  Íbúar Manchester eru rösklega 540 þúsund.  59% fleiri en Íslendingar.  Heimsfræg tónlistarnöfn Manchester eru um margir tugir.  Þar af mörg af þeim stærstu.  Í fljótu bragði man ég eftir þessum Manchester-guttum:  

    Oasis, Noel Gallaghers High Flying Birds, The Smiths, Morrissey, Joy Division, New Order, Buzzcocks, The Stone Roses, The Fall, 10cc, Godley & Creme, The Verve, Elbow, Doves, The Hollies, The Charlatans, M People, Simply Red, The 1975, Take That, Everything Everything, Bee Gees, The Outfield, Happy Mondays, Ren Harvieu, Inspiral Carpets, James, The Chemical Brothers, The Courteeners, Hermans Hermits og Davy Jones söngvari Monkees.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkominn heim frá Manchester Jens. Það er gott að sjá að þú telur hér með að ofan Manchester hljómsveitirnar The Hollies og New Order, sem eru báðar í uppáhaldi hjá mér. Ég skrifa það vegna þess að þú slepptir þeim í upptalningu þinni hjá Pétri á Útvarpi Sögu í gær. Ég hlustaði reyndar á þann þátt í morgun vegna þess að á sama tíma seinni partinn í gær var þáttur á Rás 1 sem nefnist ,, Stefnumót við rokkguðinn David Bowie " og Sindri Freysson sá um. Takk Sindri, ég er að hlusta á þann þátt aftur núna á Sarpi RUV á netinu. Þú nefndir óvart Jens hjá Pétri, að hljómsveitin Dave Clark Five hafi verið frá Liverpool, en þeir komu reyndar úr Tottenham hverfinu í London og hjálpuðu heldur betur við að gera Tottenham Hotspur að því stórveldi sem það er í enska fótboltanum dag. Ég held reyndar ekki með því liði frekar en stóru liðunum frá Manchester, en veit að íbúar Manchester halda mun frekar með Manchester City, en Manchester Unidet. Spyrjið bara Gallagher bræðurna.

Stefán (IP-tala skráð) 6.1.2018 kl. 10:27

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Bee Gees!!!?

Sigurður I B Guðmundsson, 6.1.2018 kl. 10:29

3 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  takk fyrir upplýsingarnar. 

Jens Guð, 6.1.2018 kl. 10:58

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég varð um margt fróðari í Manchester.  Einn Gibb-bræðra var heiðraður af breska kóngafólkinu á nýársdag.  Það var stórfrétt í Manchester-pressunni.  Því hampað að bræðurnir hefðu alist upp í Manchester og stofnað þar sína fyrstu hljómsveit.  Þeir bjuggu hinsvegar í Ástralíu í nokkur ár á sjöunda áratugnum.  Einmitt þegar þeir náðu heimsfrægð.  Fyrir bragðið vandist maður því að þeir væru kenndir við Ástralíu.  Hinsvegar fluttu þeir aftur til Bretlands 1967. 

Jens Guð, 6.1.2018 kl. 11:06

5 identicon

Já Sigurður, þeir Gibba gibb bræður eru frá Manchester og þar stofnuðu þeir ungir að árum sína fyrstu hljómsveit, sem hét The Rattlesnakes. Þessi unglingahljómsveit var m.a að syngja Everly Brothers lög á árunum 1955-1958 í Manchestir rétt eins og á sömu árum dúettinn Ricky and Dane Young, sem voru þeir Allan Clarke og Graham Nash, sem svo stofnuðu stórhljómsveitina The Hollies. 

Stefán (IP-tala skráð) 6.1.2018 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.