Ísland í ensku pressunni

 

  Á fyrri hluta níunda áratugarins vissi almenningur í heiminum ekkert um Ísland.  Erlendir ferðamenn voru sjaldgæf sjón á Íslandi.  50-60 þúsund á ári og sáust bara yfir hásumrið.

  Svo slógu Sykurmolarnir og Björk í gegn.

  Á þessu ári verða erlendir ferðamenn á Íslandi hátt í 3 milljónir.  Ísland er í tísku.  Íslenskar poppstjörnur hljóma í útvarpstækjum um allan heim.  Íslenskar kvikmyndir njóta vinsælda á heimsmakaði.  Íslenskar bækur mokseljast í útlöndum.

  Ég skrapp til Manchester á Englandi um jólin.  Fyrsta götublaðið sem ég keypti var Daily Express.  Þar gargaði á mig blaðagrein sem spannaði vel á aðra blaðsíðu.  Fyrirsögnin var:  "Iceland is totally chilled" (Ísland er alsvalt).  Greinin var skreytt ljósmyndum af Goðafossi í klakaböndum, norðurljósum,  Akureyri og Hótel KEA.  

  Greinarhöfundur segir frá heimsókn sinni til Akueyrar og nágrennis - yfir sig hamingjusamur með ævintýralega upplifun.  Greinin er á við milljóna króna auglýsingu.

  Næst varð mér á að glugga í fríblaðið Loud and Quiet.  Það er hliðstæða við íslenska tímaritið Grapevine.  Þar glennti sig grein um Iceland Airwaves. Hrósi hlaðið á íslensk tónlistarnöfn:  Þar á meðal Ólaf Arnalds, Reykjavíkurdætur, Ham, Kríu, Aron Can, Godchilla og Rökkva. 

  Í stórmarkaði heyrði ég lag með Gus Gus.  Í útvarpinu hljómaði um hálftímalöng dagskrá með John Grant.  Ég heyrði ekki upphaf dagskrárinnar en það sem ég heyrði var án kynningar.  

  Á heimleið frá Manchester gluggaði ég í bækling EasyJets í sætisvasa.  Þar var grein undir fyrirsögnini "Icelanders break balls, not bread".  Hún sagði frá Þorra og íslenskum þorramat.  Á öðrum stað í bæklingnum er næstum því heilsíðugrein undir fyrirsögninni "4 places for free yoga in Reykjavik".

go_afoss.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ísland lengi lifi!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 12.1.2018 kl. 16:56

2 identicon

Íslenska landsliðið í fótbolta ætti samt að vera flestum Englendingum einna minnistæðast enn um sinn.

Stefán (IP-tala skráð) 12.1.2018 kl. 20:57

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B, húrra! Húrra! Húrra!

Jens Guð, 14.1.2018 kl. 00:03

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  Bretar eru afar uppteknir af fótbolta. 

Jens Guð, 14.1.2018 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband