Ósvífinn þjófnaður H&M

  Færeyskir fatahönnuðir eru bestir í heimi.  Enda togast frægar fyrirsætur, fegurðardrottningar, tónlistarfólk og fleiri á um færeyska fatahönnun. 

  Fyrir tveimur árum kynnti færeyski fatahönnuðurinn Sonja Davidsen til sögunnar glæsilegan og smart kvennærfatnað.  Hún kynnir hann undir merkinu OW Intimates.  Heimsfræg módel hafa sést spranga um í honum.  Þ.á.m. Kylie Jenner. 

  Nú hefur fatakeðjan H&M stolið hönnuninni með húð og hári.  Sonju er eðlilega illa brugðið.  Þetta er svo ósvífið.  Hún veit ekki hvernig best er að snúa sér í málinu.  Fatahönnun er ekki varin í lögum um höfundarrétt.  Eitthvað hlýtur samt að vera hægt að gera þegar stuldurinn er svona algjör.   Þetta er spurning um höfundarheiður og peninga.

  Á skjáskotinu hér fyrir neðan má sjá til vinstri auglýsingu frá Sonju og til hægri auglýsingu frá H&M.  Steluþjófahyski. 

 

faereysk_naerfot.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hafa líka stundum borist fréttir af því að H6M framleiði sinn fatnað í barnaþrælkunarbúðum í Asíu. 

Stefán (IP-tala skráð) 29.1.2018 kl. 07:15

2 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  það er til skammar.

Jens Guð, 30.1.2018 kl. 08:31

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

sorry- enþað gera Íslendingar lika !!undecided

Erla Magna Alexandersdóttir, 30.1.2018 kl. 21:26

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Það er helst að planta út um allar jarðir að HM vara sé "fake" ég er með nokkur svona á eftir mér gegnum árin.

Eyjólfur Jónsson, 30.1.2018 kl. 21:56

5 Smámynd: Jens Guð

Erla Magna,  áttu við að Íslendingar steli fatahönnun eða að íslenskar verslanir láti börn í þrælkun framleiða fyrir sig?

Jens Guð, 31.1.2018 kl. 05:23

6 Smámynd: Jens Guð

Eyjólfur,  ég er einmitt að vekja athygli á því að H&M sé "feik".

Jens Guð, 31.1.2018 kl. 05:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband