Kántrý-skotnir vísnasöngvar

 Ljóđin í sálinni er fjórđa plata Góla - Guđmundar Óla Scheving.  Hún inniheldur 21 lag.  Spilunartíminn er klukkustund.  Ţađ er ţriđjungi lengri spilunartími en venja er.  Öll lögin eru frumsamin.  Á fyrri plötum hafa textar veriđ eftir Góla í bland viđ eftir helstu ljóđskáld síđustu aldar, svo sem Stein Steinarr, Örn Arnarson og fleiri, ásamt snjöllum hagyrđingum ţessarar aldar á borđ viđ hinn margverđlaunađa Guđmund djákna Brynjólfsson.  Ađ ţessu sinni eru öll kvćđin eftir Davíđ Stefánsson frá Fagraskógi.  Ţau eru bragđsterkir og fjölbreyttir konfektmolar.  Samúđ liggur međ vinnandi stéttum og málleysingjum.  Hćđst er ađ borgarastéttinni.

  Lögin klćđa ljóđin prýđisvel.  Gćđa ţau lífi.  Galsafengin ljóđ fá fjörleg lög;  tregafull ljóđ fá angurvćr lög og svo framvegis.  Öll eru ţau grípandi,  söngrćn og einföld; flćđa lipurlega.  Hćgt er ađ syngja međ ţeim strax viđ fyrstu hlustun.  Mörg eru seyđandi fögur.  Sterkust í ţeim stíl eru Fasteignasalinn, Léttúđin og Sporin ţín.  Mörg önnur gefa ţeim lítiđ eftir.  Ţeirra á međal Auđnin ţegir.

  Ljóđin bjóđa ekki upp á afgerandi viđlög.  Ţađ er snyrtilega leyst í útsetningum sem jafnframt gefa lögunum sérkenni.  Gott dćmi er skemmtilega einföld en áleitin gítarlína í glađlega kántrý-laginu Dönsku skónum.  Annađ dćmi er lagiđ Ţú.  Ţađ hefst á söng viđ mildar kassagítarstrokur (strömm), rís síđan upp viđ fullan hljómsveitarflutning međ rafgítar og bakraddasöng. Í kántrý-laginu Einn kemur, ţá annar fer er einskonar viđlagsbútur trallađur.

  Ofar er nefnt lagiđ magnađa Sporin ţín.  Framan af einkennir ţađ sérlega skemmtilegur trommuleikur. Er á líđur verđur orgelspil áberandi.  Útsetningin stađsetur lagiđ bćđi í flokkinn heimspopp (world music) og framsćkna jađarmúsík (alternative).  Ađrir músíkstílar á plötunni falla undir víđa skilgreiningu á ţjóđlagakenndum vísnasöng (folk music) ásamt kántrý-sveiflu.  Hljóđfćraleikur er sparlegur.  Víđa ađeins kassagítar.  

  Góli er ágćtur og blćbrigđaríkur söngvari.  Stundum syngur hann lágstemmt og blítt.  Stundum ţenur hann sig.  Allt eftir yrkisefni ljóđsins.  Auđheyranlega kann hann kvćđin utanađ og túlkar innihald ţeirra af innlifun og einlćgni.

  Ljóđin í sálinni er góđ og eiguleg plata.  Og skemmtileg.  Hljóđheimurinn (sánd) er tćr og hreinn.  Ţökk sé www.studionorn.is.                       

Ljóđin í sálinni       


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Eins gott ađ i iđ í nafninu gleymist ekki!!!

Sigurđur I B Guđmundsson, 28.2.2018 kl. 09:04

2 identicon

Sćll Jens.

Ţađ eru notuđ venjuleg hljóđfćri trommur,basagítar,Banjó,Rafmagnsgítar,Kassagítar otgel...eru  svona helstu hljóđfćrin á diskunum.

Gísli Kjaran Kristjánsson upptökustjóri Studíó Nornar er lćrđur trommuleikari og frábćr tónlistarmađur, ég vildi hafa ţetta svona ekta.

Takk fyrir ţessa umfjöllun.

Já ţađ er eins gott ađ gleyma ekki i inu í nafninu, eins og I og B í Sigurđur I B Guđmundsson

Guđmundur Óli Scheving (IP-tala skráđ) 28.2.2018 kl. 21:54

3 identicon

Ţetta átti ađ vera orgel ekki otgel,biđst velvirđingar...

Guđmundur Óli Scheving (IP-tala skráđ) 1.3.2018 kl. 00:31

4 identicon

Af gefnu tilefni hefđi ég haldiđ ađ diskurinn fengi nafniđ ,, Sllfurskotturnar hafa sungiđ fyrir mig ", eđa ,, Sjö litlar mýs ".

Stefán (IP-tala skráđ) 1.3.2018 kl. 06:18

5 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B,  ég passa upp á ţađ.

Jens Guđ, 1.3.2018 kl. 09:29

6 Smámynd: Jens Guđ

Guđmundur Óli,  takk fyrir leiđréttinguna.

Jens Guđ, 1.3.2018 kl. 09:29

7 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  eru ţeir titlar ekki ţegar í notkun?

Jens Guđ, 1.3.2018 kl. 09:30

8 identicon

Ég hef heyrt fín lög af ţessum plötum í útvarpinu.

Ţórđur (IP-tala skráđ) 1.3.2018 kl. 12:32

9 Smámynd: Jens Guđ

Ţórđur,  ţađ er nóg til af ţeim á ţessum plötum.

Jens Guđ, 1.3.2018 kl. 16:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband