Danir fjárfesta í Íslendingi

  Í fyrrakvöld horfði ég á dönsku sjónvarpsstöðina DR1.  Á dagskrá var þáttur sem heitir Lövens Hule.  Í þættinum eru ný fyrirtæki sett undir smásjá.  Forsvarsmenn þeirra eru yfirheyrðir og farið yfir áætlanir.  Fjárfestum gefst færi á að kaupa fyrir lítinn pening smáan hlut í vænlegum hugmyndum.  Ég man eftir íslenskri útgáfu af þessum þætti í - að mig minnir - Rúv.

  Í þættinum í DR1 kynnti Íslendingur,  Guðmundur Örn Ísfeld,  vinylplötufyrirtæki sitt RPM Records.  Hann flutti til Danmerkur fyrir nokkrum árum.  Fyrir jól bloggaði ég um þetta fyrirtæki.  Sjá HÉR

  RPM Records hefur ekki ennþá hafið starfsemi.  Það er verið að setja upp flókinn tækjabúnaðinn og innrétta aðstöðuna.  Engu að síður sló uppskriftin í gegn í sjónvarpsþættinum.  Tveir fjárfestar keyptu sitthvorn hlutinn á 8.350.000 ísl kr.  (500.000 danskar krónur).  Samtals 16,7 milljónir.  

  Í sögu Lövens Hule hafa viðbrögð ekki verið jafn jákvæð og skilað þetta hárri upphæð.  Íslendingurinn Guðmundur Örn Ísfeld er að gera verulega gott mót í Danaveldi.

Gudmundur Orn Isfeld  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband