Íslenskst fönk á vinsælustu netsíðunni

  Stærsta og vinsælasta vinylplötunetsíða heims er breska The Vinyl Factory Limited. Hún er miðpunktur heimsins í umræðu um vinylplötur.  Á dögunum brá svo við að þar birtist yfirgripsmikil umfjöllun/samantekt um sjaldgæfar íslenskar fönk-vinylplötur.  Fyrirsögnin er "Frozen soul picnic:  The hunt for Iceland´s forgotten funk records". 

  Heimildarmaður umfjöllunarinnar er fæddur á Íslandi en starfandi plötusnúður og útvarpsmaður í Bandaríkjunum.  Hann gegnir nafninu DJ Platurn.  Á síðunni er hægt að spila rösklega 43ja mínútna samantekt hans á íslensku fönki.  Skemmtilegt dæmi. Jafnframt eru 8 íslenskar plötur kynntar með ítarlegum texta.

  Skilgreining DJ Platurn á fönki er víðari en mín.  Samt.  Gaman að þessu.  Sjá HÉR      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meistaraverk funksins er Head Hunters með Herbie Hancock. í 9 platna listi íslenskra platna sem þarna eru nefndar með funktónlist, þá vekur athygli mína að meistari Gunnar Þórðarson kemur að gerð þeirra flestra. Auk þess á Gunnar Þórðarson að hálfu útsetningu lagsins Disco Frisco m Ljósin í Bænum, sem mér finnst vera aðal íslenska funklagið, en ég sé ekki nefnt þarna.

Stefán (IP-tala skráð) 4.4.2018 kl. 07:29

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Eru þá Glámur,Skrámur og Eiríkur Fjalar fönkarar?!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 4.4.2018 kl. 13:11

3 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég undrast líka að "Disco Frisco" sé ekki með í pakkanum.  Hvernig víkur því við að Gunni Þórðar hafi útsett að hálfu lagið?  Ég hefði haldið að Ljósin í bænum væri fullfær um að útsetja sín lög:  Stefán S. Stefánsson + Mezzoforte-drengir og Ellen Kristjáns.       

Jens Guð, 4.4.2018 kl. 18:52

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  þegar stórt er spurt verður fátt um svör.  Í færslunni læt ég þess getið að DJ Platurn skilgreini funk rúmar en ég.  Ég hefði jafnvel átt að kveða fastar að orði; segja hann skilgreina það miklu miklu miklu rúmar en ég.

Jens Guð, 4.4.2018 kl. 18:56

5 identicon

Jú Jens, meistari Gunnar Þórðarson var upptökustjóri hjá Ljósin í Bænum og útsetti á móti Stefáni S. Stefáns. Einnig má nefna að Gunnar Þórðarson var líka upptökustjóri hjá Mezzoforte og á besta lagið á fyrstu plötu þeirrar merku funk/jazzrokk hljómsveitar. Svo er Gunnar þarna með sínum hljómsveitum: Hljómar, Trúbrot, Þú og Ég og er auk þess upptökustjóri, útsetjari og gítarleikari á plötum Olgu Guðrúnar og Ladda á þessum lista.

Stefán (IP-tala skráð) 4.4.2018 kl. 21:39

6 identicon

Sköpunarkraftur Íslendinga er merkilegur, það mætti halda að þeir byggju á eldfjalli. Þórir Baldurs hlýtur að komast ofarlega í funkflokkinn. Og svo er það meistarinn Guðmundur Ingólfs, hann funkaði ekki beint mikið en flestar hanns bebop línur rúmuðu mikið af fönki. Línan inn í línunni eins og Miles sagði. Guðmundur var okkar Miles.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 5.4.2018 kl. 00:52

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Er að hlusta ,þetta  með betri 30 mínútum í mússik sem ég hef heyrt. Takk fyrir tengilinn Jens. cool

Guðmundur Jónsson, 5.4.2018 kl. 10:20

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Sigþór.: "You nailed  it" Guðmundur var okkar Miles.

 Takk, Jens fyrir pistilinn og ykkur öllum. Ekki oft sem ég er sammála öllum.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 6.4.2018 kl. 05:51

9 Smámynd: Magnús Þrándur Þórðarson

Þú tekur kannski eftir, að þetta eru tveir diskar og því leynist kannski fleira á þeim en sýnist í fljótu bragði.  Þetta verkefni er engan veginn allsherjar heildar úttekt á þessarri tónlistargrein á Íslandi, þetta er mix, sem endurspeglar uppeldi og þróun Illuga í plötusnúðarhlutverki frá hann var  polli.  Ekki galið að líta á verkið, sem endurminningar íslensks atvinnumanns búandi í Kaliforníu um árabil.  Hann velur og hafnar og setur sitt mark á.  Með diskunum fylgir ágæt ritgerð, sem kemur þessu allvel til skila.  Með bestu kveðju, M. Þrándur.

Magnús Þrándur Þórðarson, 8.4.2018 kl. 01:42

10 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#5),  takk fyrir upplýsingarnar.

Jens Guð, 8.4.2018 kl. 15:24

11 Smámynd: Jens Guð

Sigþór,  ég tek undir hvert orð hjá þér.

Jens Guð, 8.4.2018 kl. 15:24

12 Smámynd: Jens Guð

Guðmundur,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 8.4.2018 kl. 15:25

13 Smámynd: Jens Guð

Halldór Egill,  sömuleiðis takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 8.4.2018 kl. 15:26

14 Smámynd: Jens Guð

Magnús Þrándur,  takk fyrir útskýringuna.

Jens Guð, 8.4.2018 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.