Færeyski fánadagurinn

  Í dag er færeyski fánadagurinn, 25. apríl.  Hann er haldinn hátíðlegur um allar Færeyjar.  Eða reyndar "bara" 16 af 18 eyjunum sem eru í heilsárs byggð.  Önnur eyðieyjan,  Litla Dimon,  er nánast bara sker.  Hin,  Koltur,  er líka lítil en hýsti lengst af tvær fjölskyldur sem elduðu grátt silfur saman.  Líf þeirra og orka snérist um að bregða fæti fyrir hvor aðra.  Svo hlálega vildi til að enginn mundi né kunni skil á því hvað olli illindunum.

  Þó að enginn sé skráður til heimilis á Kolti síðustu ár þá er einhver búskapur þar á sumrin.  

færeyski fáninn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fáni hins færeyska forstjóra Skeljungs / Orkunnar ætti raunar að vera dreginn í hálfa stöng.

Stefán (IP-tala skráð) 25.4.2018 kl. 07:26

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvenær er íslenski bjánadagurinn???!!

Sigurður I B Guðmundsson, 25.4.2018 kl. 16:38

3 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  hann ætti að vera þannig á hverjum degi!

Jens Guð, 26.4.2018 kl. 17:08

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  er hann ekki á hverjum degi?

Jens Guð, 26.4.2018 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.