Smásaga um ungt fólk

  Hann hafði aldrei farið á dansleik áður.  Frá 16 ára aldri hafði hann þó nokkrum sinnum farið á hljómleika.  En nú var hann mættur á dansleik.  Hann var rétt svo búinn að koma sér fyrir við barinn er að honum vék sér gullfalleg dama.  Hún spurði hvort að hann væri til í dans.  Hann var til í það.  Tók samt fram að hann hefði aldrei dansað.  Hún blés á það:  "Ekki málið.  Við reynum bara að samhæfa einhvern takt."  Það gekk áfallalaust fyrir sig.  Hann var nokkuð sáttur við frammistöðu sína.   Hafði reyndar ekki samanburð.

  Að dansi loknum spurði hún:  "Ertu til í panta einhverja spennandi kokteila á meðan ég skrepp á salerni?"  Hann var til í það.  Hún yrði að velja.  Hann þekkti enga kokteila.  Hún stakk upp á því að hann léti barþjóninn velja.  Hann tók vel í það.

  Eftir nokkra framandi og bragðgóða kokteila lá beinast við að þau færu saman heim til hans.  Þar fækkuðu þau fötum þegar í stað.  Er hún skreið undir sængina til hans hvíslaði hún:  "Nú er komið að fjármálunum.  Semjum um greiðsluna."  Honum dauðbrá.  Varð afar vandræðalegur.  Hikstandi og stamandi stundi hann upp með erfiðismunum:  "Fjármál eru ekki mín sterkasta hlið.  Púff!  Ég þekki ekki taxtann.  Ég hef aldrei lent í þessari stöðu.  Segjum bara að þú borgir mér tíuþúsundkall og málið er dautt."

 

par

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Midnight Cowboy?

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 22.1.2019 kl. 08:27

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo var það vinurinn sem fór á barinn og pantaði 18 drykki. Barþjóninn spurði hvort hann vildi ekki bara panta einn í einu. Nú hvað er þetta sagði vinurinn; það stendur á skiltinu fyrir aftan þig: Enginn afgreiddur undir 18!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 22.1.2019 kl. 11:30

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Jens! En sá var snöggur að komast á sjens!

Jón Valur Jensson, 22.1.2019 kl. 14:41

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Snillingur Jens..laughinglaughinglaughing

Sigurður Kristján Hjaltested, 22.1.2019 kl. 21:26

5 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  þarna ertu með sérdeilis gott nafn á kauða.

Jens Guð, 23.1.2019 kl. 01:21

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  þessi er góður!

Jens Guð, 23.1.2019 kl. 01:22

7 Smámynd: Jens Guð

Jón Valur,  takk fyrir það.  Mér skilst á ungu fólki að hlutirnir gangi svona hratt fyrir sig í dag.  Jafnvel hraðar með forriti sem heitir Tinder.

Jens Guð, 23.1.2019 kl. 01:27

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Kristján,  allra bestu þakkir!

Jens Guð, 23.1.2019 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband