Færeyskar kjötbollur

  Allir þekkja sænskar kjötbollur.  Flestir sem sækja veitingastað Ikea hafa fengið sér kjötbollurnar þar.  Sumir oft.  Einkum sækja börn og unglingar í þær.  Reyndar eru þær upphaflega komnar frá Grikklandi.  Sú staðreynd er falið leyndarmál.

  Margir þekkja líka danskar kjötbollur.  Einkum eftir að Kjarnafæði hóf framleiðslu á þeim.

  Frá því að íslenskir kjötsalar komust upp á lag með að selja kjötfars hefur nafn íslensku kjötbollunnar færst yfir í að heita hakkbollur.  Mig grunar að kjötfars sé séríslensk uppfinning.  Fyrir hálfri öld eða svo rak kunningi minn hverfisbúð með kjötborði.  Besti bisnessinn var að selja kjötfars.  Uppistöðuhráefnið var hveiti en hann gat selt þetta á verði kj0thakks.  Stundum sat hann uppi með kjötfars sem súrnaði.  Þá skellti hann slurki af salti í það og kallaði farsið saltkjötsfars.

  Uppistöðuhráefni dönsku kjötbollunnar er svínakjöt.  Svíarnir blanda saman svínakjötinu og nautakjöti.  Á síðustu árum eru Íslendingar farnir að færa sig frá nautakjötshakki yfir í svínakjötshakk þegar kemur að hakkbollu.

  Færeyingar halda sig alfarið við nautakjötshakkið.  Þeir kalla sínar kjötbollur frikadellur eins og Danir.  Færeysku frikadellurnar eru betri og frísklegri.

  Hráefni fyrir fjögurra manna máltíð:

505 grömm nautahakk

2 laukar

2 hvítlauksrif

1 egg

1,7 dl mjólk

78 grömm hveiti (mæli frekar með hafragrjónum)

1,5 teskeið salt

  Einfalt og gott.  Laukurinn og hvítlauksrifin eru söxuð í smátt.  Öllu er hrært saman.  Kokkurinn setur á sig einnota plasthanska og mótar með aðstoð matskeiðar litlar bollur.  Þær smjörsteikir hann uns þær eru orðnar fallega brúnar.  Galdurinn er að bollurnar séu ekki stórar.  Séu á stærð við þær sænsku.  Kannski samt pínulítið stærri.

  Heppilegt meðlæti er ofnsteikt rótargrænmeti og kartöflur.  Líka heimalöguð tómatsósa (ekki ketchup).  

4 smassaðir tómatar

1 svissaður laukur

2 svissuð hvítlauksrif

2 kjötteningar

3 saxaðar basilikur

  Þetta er látið malla í 16 mínútur

færeyskar frikadellur   

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Fer til Færeyjar í haust og tjakka þá á þessum kræsingum!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 9.4.2019 kl. 14:53

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  áttu bókina sem ég skrifaði um Færeyjar?

Jens Guð, 9.4.2019 kl. 18:38

3 identicon

Ég myndi vilja snæða færeyskar kjötbollur með Báru Halldórs, sem ég tel helmingi merkilegri persónu en allir þingmenn Miðflokksins til samans. 

Stefán (IP-tala skráð) 9.4.2019 kl. 19:53

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Nei, bara bókina um Eivör.

Sigurður I B Guðmundsson, 9.4.2019 kl. 19:55

5 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég er sammála því.

Jens Guð, 9.4.2019 kl. 20:11

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  það er bókin.  Heitir "Gata,  Austurey,  Færeyjar,  Eivör og færeysk tónlist".  Eivör vildi ekki að bókin væri bara um hana.  Hún vildi að bókin væri um Færeyjar og þá væri í lagi að nefna hana í bókinni.  Reyndar fjallar bókin samt töluvert mikið um hana og hefði fjallað meira um hana ef hún hefði ekki beðið mig um að fella út úr handritinu ýmislegt sem snéri að henni.  Ég leyfði henni að fylgjast með gerð bókarinnar.  Hún var frá upphafi til enda andvíg þessari bók en við náðum hægt og bítandi málamiðlun.  Eins og kemur fram í bókinni er Eivör ein ljúfasta og þægilegasta manneskja sem til er.  En hún lætur ekki valta yfir sig.  Hún er opinská, ákveðin og fylgin sér.  Enginn talar hana til án þess að sannfæra hana með góðum rökum.  Einstaklega frábær manneskja burt séð frá því hvað hún er stórkostleg tónlistarkona. 

Jens Guð, 9.4.2019 kl. 20:27

7 Smámynd: Jens Guð

 

Jens Guð, 9.4.2019 kl. 20:45

8 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Jú, ég á hana.

Sigurður I B Guðmundsson, 9.4.2019 kl. 21:05

9 Smámynd: Jens Guð

embarassed

Jens Guð, 9.4.2019 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.