Furđuleg lög

  Ég fagnađi frjósemishátíđinni - kenndri viđ frjósemisgyđjuna Easter (Oester) - úti í Munchen í Ţýskalandi.  Nćstum aldarfjórđungur er síđan ég kom ţangađ síđast.  Margt hefur breyst.  Á ţeim tíma var fátítt ađ hitta einhvern enskumćlandi.  Allt sjónvarpsefni var á ţýsku.  Hvergi var hćgt ađ kaupa tímarit, dagblöđ eđa annađ lesefni á ensku.  Í dag tala allir ensku.  Í fjölvarpinu nást enskar sjónvarpsstöđvar.  Í blađabúđum fást ensk og bandarísk tímarit og dagblöđ. 

  Á međan rigndi í Reykjavík var steikjandi sólskin í Munchen alla daga.  Ţađ var notalegt.  Ég var vel stađsettur mitt í miđbćnum,  viđ hliđina á umferđamiđstöđinni (central station).  Ţar inni sem og fyrir utan er ekki ţverfótađ fyrir veitingastöđum og allrahanda verslunum.  Ég átti ekki erindi inn í eina einustu verslun,  ef frá eru taldir stórmarkađir og blađsölustađir.  

  Fyrsta daginn rölti ég um nágrenniđ;  reyndi ađ átta mig á ţví og kortleggja ţađ.  Ađ ţví kom ađ ég ţreyttist á röltinu og hitanum.  Hvergi var sćti ađ sjá nema viđ veitingastađi.  Ég tyllti mér á tröppur fyrir utan DHL póstţjónustu.  Lét sólina skína á andlit og handleggi.  Hún býr til D-vítamín á húđinni.  Ţađ kemur af stađ kalkupptöku sem ţéttir bein og styrkir hár, húđ og tennur.  

  Ég var varla fyrr sestur en ađ mér snarađist lögreglumađur.  Hann tilkynnti mér ađ stranglega vćri bannađ ađ sitja á gangstéttum.  Ég benti honum á ađ ég sćti á tröppum en ekki gangstétt.  Hann hélt ţví fram ađ tröppurnar vćru skilgreindar sem hluti af gangstétt.  Ég stóđ upp og spurđi hver vćri ástćđan fyrir svona banni.  "Af ţví ađ ţetta eru lög," útskýrđi laganna vörđur ábúđafullur á svip.

  Ţetta olli mér vangaveltum.  Helst dettur mér í hug ađ lögunum sé beint gegn betlurum,  útigangsmönnum og rónum.  Ađ minnsta kosti sáust engir slíkir ţarna.  Ţađ er sérstakt í miđbć stórborgar (hálf önnur milljón íbúa).  Reyndar varđ einn betlari á vegi mínum.  Hann var fótalaus en á stöđugu vappi.  Rölti um á höndunum.   

  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

"Af ţví ađ ţetta eru lög". Ţetta mćttum viđ Íslendingar taka okkur til eftirbreytni. 

Sigurđur I B Guđmundsson, 26.4.2019 kl. 10:38

2 identicon

"When in Rome, do as the Romans do".

Sigurđur Bjarklind (IP-tala skráđ) 26.4.2019 kl. 14:50

3 Smámynd: Hólmgeir Guđmundsson

Ég bjó í Muenchen 1983-85. Kannast viđ ţessa lýsingu ađ fćstir töluđu ensku en nýveriđ fór vinnufélagi minn í árs námsdvöl í Muenchen án ţess ađ kunna (eđa lćra) stakt orđ í ţýsku. En betlarar og útigangsmenn voru nokkuđ áberandi ţá. Prófađi held ég aldrei ađ setjast á tröppur, kannski hafa ţeir gert útigangsmenn útlćga og óţol gagnvart tröppusetum stafi af ţví. En ţeir hafa ţó ekki umturnast algjörlega, voru líka ţá gefnir fyrir Ordnung.

Hólmgeir Guđmundsson, 26.4.2019 kl. 16:53

4 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B,  nákvćmlega!

Jens Guđ, 26.4.2019 kl. 18:04

5 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur Bjarklind,  svooo rétt.

Jens Guđ, 26.4.2019 kl. 18:05

6 Smámynd: Jens Guđ

Hólmgeir,  sennilega er ţetta gangstéttabann frekar nýtilkomiđ. 

Jens Guđ, 26.4.2019 kl. 18:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband