Af hverju túra Paul og Ringo ekki saman?

  Paul McCartney og Ringo Starr eru einu eftirlifandi Bítlarnir.  Þeir eru mjög góðir vinir.  Á hljómleikum gera báðir út á gömlu Bítlalögin.  Paul á það til að fá Ringo sem gest á hljómleika sína.  Þá trommar kappinn í nokkrum Bítlalögum.  

  Af hverju túra þeir aldrei saman?  Væri það ekki stórkostleg upplifun fyrir Bítlaaðdáendur?  Jú,  vissulega.  Hængur er á.  Illilega myndi halla á Ringo.  Hann er frábær trommari,  orðheppinn og bráðfyndinn.  Hinsvegar hefur hann ekki úr mörgum frumsömdum lögum að moða.  Því síður mörgum bitastæðum.  Þar fyrir utan er hann ekki góður söngvari.  Öfugt við Paul sem er einn besti og fjölhæfasti söngvari rokksögunnar.  Þeir John Lennon voru ótrúlaga frábærir söngvarar - og Paul er ennþá.   Paul hefur úr að velja frumsömdum lögum sem eru mörg hver bestu lög rokksögunnar.  Á hljómleikum stekkur Paul á milli þess að spila á píanó,  orgel, gítar, bassa og allskonar.  Meira að segja ukulele.  Frábær trommuleikur Ringos býður ekki upp á sömu fjölbreytni.   

  Bæði Paul og Ringo átta sig á því að tilraun til að endurskapa anga af Bítladæmi sé dæmt til að mistakast.  Það var ekki einu sinni hægt á meðan George Harrison var á lífi.  Eins og Geroge sagði:  "Bítlarnir verða ekki aftur til á meðan John er dáinn."  Ég set spurngamerki við "á meðan".   

      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Gætu synir Johns og Harrisonar fyllt upp í skarðið fyrir pabbanna!!

Sigurður I B Guðmundsson, 20.7.2019 kl. 19:45

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  þeir gætu hlaupið í skarðið sem ljómandi flinkir hljóðfæraleikarar.  Allir synir Bítlanna eru góðir hljóðfæraleikarar.  Málið er að galdurinn við ofurvinsældir Bítlanna liggur í þeim sprengikrafti sem hljómsveitin bjó yfir.  Hún trompaði sig stöðugt með óvæntri og vel heppnaðri nýsköpun.  Ef synir Bítlanna gengju til liðs við Paul og Ringo þá yrði útkoman varla annað en að þeir myndu afgreiða gömul Bítlalög eins og hvert annað Bítla-tribute band.  Það er ekki spennandi dæmi.  Það er allt í lagi að Paul og Ringo spili gömlu Bítlalögin.  Áheyrendur þeirra eru hvort sem er mættir til að heyra þau.  En að reyna að endurvekja Bítlana er ekki að virka.  Þeir hafa vit á að reyna það ekki. 

Jens Guð, 21.7.2019 kl. 14:16

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Meðan George var enn á lífi, var það einmitt lagt til að fá Julian Lennon í stað Johns, en Paul sagði að án Johns Lennon væri ekki hægt að kalla þá Bítlana.

Það væru ekki Bítlarnir, það væru Þrítlarnir (Threetles) sagði hann í einhverju viðtali, man ég vel eftir.laughing

Merkilegt samt, allar þessar gömlu hljómsveitir sem eru enn að túra, Smokie og ELO t.d., þó það séu fáir eftir af upprunalega bandinu, flestir annað hvort dánir eða hættir.

Í nútíma Smokie er t.d. aðeins bassaleikarinn eftir af upprunalega bandinu. Mér finnst Smokie ekki vera Smokie án Chris Norman.

Aftur á móti sá ég John Fogerty núna nýlega í Royal Arena Kaupmannahöfn og hann var frábær. Ótrúlegur kraftur í karlinum. Mér fannst ég alveg eins hafa verið að hlusta á upprunalega CCR.

Söngvari í hljómsveit er eins og hjartað í hljómsveitinni, því söngurinn er það sem menn taka mest eftir, með fullri virðingu fyrir öðrum hljómsveitarmeðlimum.

Theódór Norðkvist, 21.7.2019 kl. 14:23

4 identicon

Skemmtileg lesning og pælingar. Ringo hefur öðru hvoru trommað eitthvað á sólóplötum Paul, þó að sá síðarnefndi trommi oft mest sjálfur á sínum plötum. Ég hef lítið hlustað á Julian Lennon, en veit að hann spilar á mörg hljóðfæri á sínum plötum ( sem þykja ekki góðar ), þó mest á píanó. í írskri föðurætt John Winston Lennon voru tónelskir menn og söngröddin virðist alltaf vera sú sama, frá Alfred ( Freddie ) Lennon, föður Johns til Julian Lennon. Julia móðir John valdi honum nafnið Winston í höfuðið á  Winston Churshill, en móðursystirin Mimi ( einnig uppeldismóðir John ) valdi honum nafnið John, hvort sem það var í höfuðið á John írskum föðurafa drengsins, eða ekki. Freddie karlinn fór að syngja lög inn á plötur til að græða á frægð sonarins, í mjög mikilli óþökk John. Þar má heyra nánast sömu söngrödd og hjá afkomendunum John og Julian og þannig hefði sá síðarnefndi getað sungið lög Johns með hinum eftirlifandi bítlum. Þess má geta í leiðinni að Freddie giftist svo Paulinu Jones fæddri 1948 á meðan sonurinn giftist Yoko Ono fæddri 1933. Freddie og Paulina fæddu John tvo hálfbræður, þá David og Robin og gaman væri að heyra söngraddir þeirra. Ég hef því og miður ekki verið á hljómleikum með Paul, en heyri af upptökum að hann er eðlilega orðinn nokkuð hás í rólegum lögum, en öskrar sem aldrei fyrr í öskurlegum sínum eins og Helter Skelter. 

Stefán (IP-tala skráð) 21.7.2019 kl. 17:50

5 Smámynd: Jens Guð

Theódór,  John Fogerty er alltaf frábær.  Svo gott sem hálf áttræður er hann eðlilega farinn að spara öskursöngstílinn.  Samt sprækur.

Jens Guð, 21.7.2019 kl. 20:08

6 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  sonum Johns og pabba hans skortir hið töffaralega hömluleysi hans í söng;  að öskra á útopnu.   Þeir syngja alltof settlega.  Paul hefur sagt frá því að þegar hann söng lög eins og "I´m Down" hafi Lennon pískað hann áfram;  skammað hann fyrir að syngja alltof agað.  Hvatt hann til að öskra hömlulaust.  Sem tókst eftir nokkur rennsli og lagið varð flott. 

Jens Guð, 21.7.2019 kl. 20:43

7 Smámynd: Jens Guð

https://youtu.be/lOWrScjXMRE  Þetta hljómar ekki eins og hömlulaust og æsilegt í dag og það gerði á sínum tíma.  Þarna spilar John á hljómborð sem varð ekki hans aðalhljóðfæri fyrr en eftir daga Bítlanna. 

Jens Guð, 21.7.2019 kl. 20:48

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Talandi um rokkstjörnur og syni þeirra, þá var John Fogerty með tvo syni sína með, sem spiluðu á gítara og sungu aðeins. Var eins og fjölskyldufyrirtæki þannig, en það truflaði mig ekkert, var bara sætt að mörgu leyti.

Synirnir (eða a.m.k. annar þeirra) nýttust líka til að taka gítarsóló, sem gaf John F. tækifæri til að hvíla sig og því var ekkert eiginlegt hlé. Synirnir voru nokkuð góðir gítaristar og sá þeirra sem söng, ekki sem verstur.

Theódór Norðkvist, 21.7.2019 kl. 20:52

9 Smámynd: Jens Guð

Theódór,  þetta vissi ég ekki.  Hinsvegar er John rosalega flottur gítarleikari en er ekki mikið að flagga því.  Verra er að hann er haldinn sjúklegri fælni varðandi svita.  Hann gerir alltaf kröf um aðgang að þvottavél og þurrkara á hljómleikum.  Ef hann finnur örla fyrir svita skiptir hann samstundis um föt. 

Jens Guð, 22.7.2019 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband