Spaugilegt

  Um miðjan sjöunda ártuginn fór bandaríska hljómsveitin The Byrds með himinskautum á vinsældalistum með lagið "Turn, Turn, Turn".  Líftími lagsins er langur.  Það lifir enn í dag góðu lífi.  Er sívinsælt (klassík).  Fjöldi þekktra tónlistarmanna hafa krákað lagið.  Allt frá Mary Hopkins og The Seekers til Dolly Parton og Judy Collins.  Að auki hljómar lagið í mörgum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum,  Til að mynda í "Forrest Gump".

  Flestir vita að texti lagsins er úr Biblíunni.  Samt ekki allir.  Á föstudaginn póstaði náungi laginu í músíkhópinn "Þrumur í þokunni" á Fésbók.  Svaný Sif skrifaði "komment".  Sagðist vera nýbúin að uppgötva þetta með textann.  Hún var að horfa á trúarlegt myndband.  Presturinn las upp textann úr Biblíunni.  Svaný skildi hvorki upp né niður í því hvers vegna presturinn væri að þylja upp dægurlagatexta með The Byrds.      

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Var það ekki Bob Dylan sem samdi þennan texta?

Sigurður I B Guðmundsson, 11.8.2019 kl. 05:52

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B, nei.  Bob Dylan er höfundur lagsins sem The Byrds slógu í gegn með,  "Mr. Tambourine Man".  Höfundur "Turn, Turn, Turn" er Pete Seeger.  Það er að segja lagsins.  Ég veit ekki hver er höfundur Opinberunarbókarinnar.  

Jens Guð, 11.8.2019 kl. 06:38

3 identicon

,, Amerísku bítlarnir ,, the Byrds var alveg frábær hljómsveit og flutningur þeirra á laginu Turn ! Turn Tturn ! árið 1965 er til fyrirmyndar eins allt sem þeir sendu frá sér á plötum fram að árinu 1970. Roger McCuinn í The Byrds hafði flutt og útsett þetta lag fyrst á plötu með Judy Collins árið 1963. Pete Seeger höfundur þessa fína lags reiddist Bob Dylan svo mjög þegar sá síðarnefndi hóf að flytja tónlist sína rafmagnaða á Newport Folk Festival árið 1965, að hann langaði ( eða ætlaði sér ),að höggva rafmagnssnúrurnar í sundur. Svo heilagt var það hjá mörgum þjóðlaga aðdáendum á þeim tíma að þjóðlög væru flutt órafmögnuð, að einhver eða einhverjir fóru að gera aðsúg að Bob Dylan þarna og kölluðu hann Júdas. 

Stefán Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.8.2019 kl. 11:39

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  Dylan var púaður niður á þessum hljómleikum.  Hið broslega er að ekki leið á löngu þangað til flestir helstu kassagítarvísnasöngvararnir rafvæddu sína músík hægt og bítandi.  Þar á meðal Pete Seeger.  Meðal annars í magnaðri túlkun á lagi Bobs Dylans, "Forever Young",  sem þeir félagar gáfu Amnesty International.

https://www.youtube.com/watch?v=Ezyd40kJFq0 

Jens Guð, 11.8.2019 kl. 13:46

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Textinn er úr Prédikaranum, ekki Opinberunarbókinni. Skemmtileg saga samt.

Prédikarinn 3. kafli

Að texti úr Biblíunni, jafnvel einni af óþekktustu bókunum, sýnir að Almáttugur Guð er ekki aðeins frelsari, heldur mikill listamaður (listaguð).

Theódór Norðkvist, 11.8.2019 kl. 20:53

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Að texti úr Biblíunni, jafnvel einni af óþekktustu bókunum, geti átt heima í vinsælu dægurlagi, sýnir að Almáttugur Guð er ekki aðeins frelsari, heldur mikill listamaður (listaguð).

...átti þetta að vera.

Theódór Norðkvist, 11.8.2019 kl. 20:54

7 identicon

Áður en Bob Dylan fór á sviðið með rafmögnuðu bandi þarna á Newport Folk Festival 1965 ( hann hafði leikið þar nokkur lög við kassagítarundirleik kvöldið áður ), þá sagði hann við viðstadda ,, Well, fuck them if they think they can keep electricity out of here, I will do It ,,. Bandið var kraftmikið og æðislegt, en hluti áhorfenda ( sumir segja aðallega fjölmiðlafólkið ) púaði, en stór hópur virtist líka mjög ánægður og klappaði. Eftir að rafmagnaða bandið yfirgaf sviðið, þá kláraði Dylan hljómleikana órafmagnað við mikinn fögnuð. Það var svo víst á hljómleikum í Manchester sem einhver íhaldssamur áhorfandi kallaði ,, Judas ,, til Dylan. En svo var það gæðahljómsveitin The Byrds frá LA sem flutti ein 20 lÖg eftir Bob Dylan inn á plötur og á hljómleikum og seinna túraði Roger McGuinn með meistara sínum ( sem einhverjir hafa kallað hirðskáld The Byrds ). 

Stefán Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.8.2019 kl. 21:20

8 Smámynd: Jens Guð

Theódór,  takk fyrir leiðréttinguna.

Jens Guð, 11.8.2019 kl. 22:32

9 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  takk frir fróðleikinn.

Jens Guð, 11.8.2019 kl. 22:33

10 Smámynd: Jens Guð

Theódór,  textinn er virkilega flottur og ljóðrænn.

Jens Guð, 12.8.2019 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband