Spaugilegt

  Um miđjan sjöunda ártuginn fór bandaríska hljómsveitin The Byrds međ himinskautum á vinsćldalistum međ lagiđ "Turn, Turn, Turn".  Líftími lagsins er langur.  Ţađ lifir enn í dag góđu lífi.  Er sívinsćlt (klassík).  Fjöldi ţekktra tónlistarmanna hafa krákađ lagiđ.  Allt frá Mary Hopkins og The Seekers til Dolly Parton og Judy Collins.  Ađ auki hljómar lagiđ í mörgum sjónvarpsţáttum og kvikmyndum,  Til ađ mynda í "Forrest Gump".

  Flestir vita ađ texti lagsins er úr Biblíunni.  Samt ekki allir.  Á föstudaginn póstađi náungi laginu í músíkhópinn "Ţrumur í ţokunni" á Fésbók.  Svaný Sif skrifađi "komment".  Sagđist vera nýbúin ađ uppgötva ţetta međ textann.  Hún var ađ horfa á trúarlegt myndband.  Presturinn las upp textann úr Biblíunni.  Svaný skildi hvorki upp né niđur í ţví hvers vegna presturinn vćri ađ ţylja upp dćgurlagatexta međ The Byrds.      

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Var ţađ ekki Bob Dylan sem samdi ţennan texta?

Sigurđur I B Guđmundsson, 11.8.2019 kl. 05:52

2 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B, nei.  Bob Dylan er höfundur lagsins sem The Byrds slógu í gegn međ,  "Mr. Tambourine Man".  Höfundur "Turn, Turn, Turn" er Pete Seeger.  Ţađ er ađ segja lagsins.  Ég veit ekki hver er höfundur Opinberunarbókarinnar.  

Jens Guđ, 11.8.2019 kl. 06:38

3 identicon

,, Amerísku bítlarnir ,, the Byrds var alveg frábćr hljómsveit og flutningur ţeirra á laginu Turn ! Turn Tturn ! áriđ 1965 er til fyrirmyndar eins allt sem ţeir sendu frá sér á plötum fram ađ árinu 1970. Roger McCuinn í The Byrds hafđi flutt og útsett ţetta lag fyrst á plötu međ Judy Collins áriđ 1963. Pete Seeger höfundur ţessa fína lags reiddist Bob Dylan svo mjög ţegar sá síđarnefndi hóf ađ flytja tónlist sína rafmagnađa á Newport Folk Festival áriđ 1965, ađ hann langađi ( eđa ćtlađi sér ),ađ höggva rafmagnssnúrurnar í sundur. Svo heilagt var ţađ hjá mörgum ţjóđlaga ađdáendum á ţeim tíma ađ ţjóđlög vćru flutt órafmögnuđ, ađ einhver eđa einhverjir fóru ađ gera ađsúg ađ Bob Dylan ţarna og kölluđu hann Júdas. 

Stefán Guđmundsson (IP-tala skráđ) 11.8.2019 kl. 11:39

4 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  Dylan var púađur niđur á ţessum hljómleikum.  Hiđ broslega er ađ ekki leiđ á löngu ţangađ til flestir helstu kassagítarvísnasöngvararnir rafvćddu sína músík hćgt og bítandi.  Ţar á međal Pete Seeger.  Međal annars í magnađri túlkun á lagi Bobs Dylans, "Forever Young",  sem ţeir félagar gáfu Amnesty International.

https://www.youtube.com/watch?v=Ezyd40kJFq0 

Jens Guđ, 11.8.2019 kl. 13:46

5 Smámynd: Theódór Norđkvist

Textinn er úr Prédikaranum, ekki Opinberunarbókinni. Skemmtileg saga samt.

Prédikarinn 3. kafli

Ađ texti úr Biblíunni, jafnvel einni af óţekktustu bókunum, sýnir ađ Almáttugur Guđ er ekki ađeins frelsari, heldur mikill listamađur (listaguđ).

Theódór Norđkvist, 11.8.2019 kl. 20:53

6 Smámynd: Theódór Norđkvist

Ađ texti úr Biblíunni, jafnvel einni af óţekktustu bókunum, geti átt heima í vinsćlu dćgurlagi, sýnir ađ Almáttugur Guđ er ekki ađeins frelsari, heldur mikill listamađur (listaguđ).

...átti ţetta ađ vera.

Theódór Norđkvist, 11.8.2019 kl. 20:54

7 identicon

Áđur en Bob Dylan fór á sviđiđ međ rafmögnuđu bandi ţarna á Newport Folk Festival 1965 ( hann hafđi leikiđ ţar nokkur lög viđ kassagítarundirleik kvöldiđ áđur ), ţá sagđi hann viđ viđstadda ,, Well, fuck them if they think they can keep electricity out of here, I will do It ,,. Bandiđ var kraftmikiđ og ćđislegt, en hluti áhorfenda ( sumir segja ađallega fjölmiđlafólkiđ ) púađi, en stór hópur virtist líka mjög ánćgđur og klappađi. Eftir ađ rafmagnađa bandiđ yfirgaf sviđiđ, ţá klárađi Dylan hljómleikana órafmagnađ viđ mikinn fögnuđ. Ţađ var svo víst á hljómleikum í Manchester sem einhver íhaldssamur áhorfandi kallađi ,, Judas ,, til Dylan. En svo var ţađ gćđahljómsveitin The Byrds frá LA sem flutti ein 20 lÖg eftir Bob Dylan inn á plötur og á hljómleikum og seinna túrađi Roger McGuinn međ meistara sínum ( sem einhverjir hafa kallađ hirđskáld The Byrds ). 

Stefán Guđmundsson (IP-tala skráđ) 11.8.2019 kl. 21:20

8 Smámynd: Jens Guđ

Theódór,  takk fyrir leiđréttinguna.

Jens Guđ, 11.8.2019 kl. 22:32

9 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  takk frir fróđleikinn.

Jens Guđ, 11.8.2019 kl. 22:33

10 Smámynd: Jens Guđ

Theódór,  textinn er virkilega flottur og ljóđrćnn.

Jens Guđ, 12.8.2019 kl. 00:01

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af átta og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband