Spornað gegn matarsóun

  Matarsóun er gríðarmikil á Íslandi - eins og víða um heim allan.  Algengt er að fólk kaupi of mikið matarkyns fyrir heimilið.  Maturinn rennur út á tíma og skemmist.  Sama vandamál hrjáir matvöruverslanir.  Svo eru það veitingastaðirnir.  Einkum þeir sem bjóða upp á hlaðborð.  Margir hrúga óhóflega á diskinn sinn og leifa helmingnum.

  Í Hong Kong er veitingastaður sem býður upp á hlaðborð.  Gestir eru hvattir til að taka lítið á diskinn sinn;  fara þess í stað fleiri ferðir að hlaðborðinu.  1000 kr. aukagjald er sett á reikning þeirra sem klára ekki af disknum sínum.  Þetta mættu íslensk veitingahús taka upp. 

hlaðborð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki of seint að benda á þetta núna þegar veitingahúsin eru að fara á hausinn hvert af öðru ?

Stefán (IP-tala skráð) 22.8.2019 kl. 20:58

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Matarsóun er ekki bara  á heimilum heldur ekki síður í verslunarkeðjum þar sem þær hafa skilarétt á nánast öllu sem þær selja og notfæra sér það óspart. Meira og minna öllu hent út í gáma sem nú eru vaktaðir vegna ágangs fólks í gámanna.

Sigurður I B Guðmundsson, 22.8.2019 kl. 21:11

3 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  jafnóðum og veitingahús fara á hausinn spretta upp ný.  Oft sömu eigendur en með nýja kennitölu. 

Jens Guð, 22.8.2019 kl. 21:20

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég kannast við þetta.  Um tíma var ég með aðstöðu í sama húsnæði og 10-11.  Skelfilegt var að sjá hvað miklum matvælum var hent í ruslagám staðarins.  Ég veit ekki hvort að þau voru að renna út á tíma eða þegar runnin út á tíma.  Þetta voru ávextir,  mjólkurvörur,  kjötálegg og eitthvað álíka.  Ungt fólk á reiðhjólum lærði inn á hvenær tiltektin fór fram.  Mætti þá með poka og tróð í þá vörunum úr gámnum.  Svo kom viðtal og umfjöllun í sjónvarpinu um þessi ungmenni um þetta.  10-11 læsti þegar í stað ruslagámnum.       

Jens Guð, 22.8.2019 kl. 21:35

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ef verslanir hefðu ekki þennan skilarétt þá mundi ýmislegt breytast t.d. vöruverð. 

Sigurður I B Guðmundsson, 22.8.2019 kl. 22:02

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  þetta er rétt hjá þér.  Talsmenn Krónunnar segjast selja næstum því útrunnar vörur á hálfvirði.  Ég bý við hlið Krónuverslunar og versla þar.  Kannski rétt.  En ég sé þar ekki þessar útrunnu vörur heldur útlitsgallaðar og eitthvað svoleiðis.  Eða, jú,  einhverjar vörur sem í upphafi voru verðlagðar of hátt.   

Jens Guð, 22.8.2019 kl. 23:43

7 identicon

Það er ekkert gert í því að stöðva kennitöluflakk, bara talað um að gera það og þess vegna eru það oft sömu krimmarnir sem eru að fara á hausinn með veitingastaði og önnur fyrirtæki. Svo byggir einn alræmdasti kennitöluflakkarinn bænahús, væntanlega til að skrifta í um syndir sínar. 

Stefán Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.8.2019 kl. 09:27

8 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Málið er það ef verslun er með skilarétt t.d. á einhverju kjöti og reiknar að selja 100 stk. á mánuði þá pantar búðin t.d. 130 til að eiga alveg nóg. Þetta veit framleiðandinn og verðleggur vöruna í samræmi við það. Ef skilaréttur væri ekki þá mundi búðin t.d. panta ca. 80 stk. og bæta síðar við ef varan er að klárast. 

Sigurður I B Guðmundsson, 23.8.2019 kl. 10:09

9 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#7),  svo rétt hjá þér.

Jens Guð, 23.8.2019 kl. 13:34

10 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B (#8), ég tek undir hvert orð.

Jens Guð, 23.8.2019 kl. 13:34

11 identicon

Ég myndi frekar kjósa að krjúpa á bás við hlið belju í fjósi en við hlið alræmds kennitöluflakkara að skrifta í bænahúsi syndarinnar.

Stefán Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.8.2019 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.