Smásaga um gamlan mann

  Jói Jóns er 97 ára.  Hann er ern og sjálfbjarga.  Býr einn í hrörlegu einbýlishúsi.  Ţađ er gamalt og kallar á stöđugt viđhald.  Jói er međvitađur um ţađ.  Honum ţykir skemmtilegt ađ dytta ađ ţví.  Hann hefur hvort sem er ekki margt annađ fyrir stafni.

  Ađ ţví kom ađ Jói ţurfti ađ tjarga ţakiđ til ađ verja ţađ betur gegn vćtu.  Er langt var liđiđ á verk missti hann fótanna á bröttu ţakinu.  Sveif á hausinn.  Viđ ađrar ađstćđur hefđi hann rúllađ fram af ţakinu og kvatt ţennan heim á stéttinni fyrir neđan.  Í ţessu tilfelli límdist hann viđ blauta tjöruna.  Svo rćkilega ađ hann gat sig hvergi hrćrt.  Hékk bara límdur á ţakinu.  Ţađ var frekar tilbreytingalaust.   Hann kallađi á hjálp.  Röddin var veik og barst ekki langt utan hússins.

  Kallinn kvartađi ekki undan veđrinu.  Ţađ var honum hagstćtt.  Nokkrum klukkutímum síđar áttu barnungir strákar leiđ framhjá húsinu.  Ţeim ţótti einkennilegt ađ sjá mann límdan viđ húsţak.  Komnir heim til sín sögđu ţeir frá ţessu sérkennilega ţakskrauti.  Mamma eins ţeirra hringdi í lögguna.  Löggan er ţaulvön ađ bjarga köttum ofan úr trjám.  Henni ţótti ekki meira mál ađ bjarga ellilífeyrisţega ofan af húsţaki. 

  Kominn niđur af ţakinu tók Jói stađfasta ákvörđun um ađ fara aldrei aftur upp á ţak.  Hvorki á sínu húsi né öđrum. 

gamall mađur


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Fyrst var ţađ fiđlarinn á ţakinu og nú tjargarinn á ţakinu ný og spennandi mynd og leikrit eftir Jens Guđ!!

Sigurđur I B Guđmundsson, 28.8.2019 kl. 10:21

2 identicon

Ćsispennandi saga í örfáum orđum. Ţetta heitir ađ gera mikiđ úr litlu. Mig ţyrstir í framhald en ţađ eyđileggur söguna.

Sigurđur Bjarklind (IP-tala skráđ) 28.8.2019 kl. 10:53

3 Smámynd: Ţorsteinn Siglaugsson

Af ţessari dćmisögu má lćra margt:

1. Börn hafa gjarna athyglina í lagi.

2. Ţađ er ekki svo mikill munur á köttum og gamalmennum eftir allt saman.

3. Mađur á ađ lćra af reynslunni.

Ţorsteinn Siglaugsson, 28.8.2019 kl. 12:36

4 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B,  takk fyrir ţađ!

Jens Guđ, 29.8.2019 kl. 09:50

5 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur Bjarklind,  ég er sammála ţví ađ framhald myndi eyđileggja söguna.

Jens Guđ, 29.8.2019 kl. 09:51

6 Smámynd: Jens Guđ

Ţorsteinn,  takk fyrir góđa greiningu á sögunni.

Jens Guđ, 29.8.2019 kl. 09:51

7 identicon

4. Aldrei ađ verđa 97 ára gamall.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráđ) 30.8.2019 kl. 08:04

8 Smámynd: Jens Guđ

Jósef Smjári,  ţetta er gott ráđ!

Jens Guđ, 30.8.2019 kl. 10:05

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af ţremur og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband