Gleðilegar vetrarsólstöður, jól og áramót!

  Kannski fæ ég kökusneið;

komin eru jólin!

  Nú er allt á niðurleið

nema blessuð sólin.

  Heims um ból höldumn við jól;

heiðingjar, kristnir og Tjallar.

  Uppi á stól stendur í kjól

stuttklipptur prestur og trallar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt sinn fannst mér ævin löng

Og mörg ógengin spor

Þegar Paul McCartney söng

When i´m 64

Gleðileg jól sjálfur.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 22.12.2019 kl. 15:52

2 identicon

Þess má geta að Sir Paul samdi þetta skemmtilega lag When i m Sixty-Four þegar hann var 16 ára. Lagið var tekið upp árið 1966 og kom út á meistaraverkinu mikla Sgt. Pepper s Lonely Hearts Club Band árið 1967, en það ár varð faðir Pauls 64 ára. Bítlarnir allir spila lagið ásamt þremur klarinettuleikurum. Magnað lag á magnaðri plötu - Gleðileg Bítla Jól !

Stefán Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.12.2019 kl. 21:21

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Gleðileg Jól Jens og þakka þér fyrir öll skemmtilegu og fróðlegu bloggin á árin sem er að klárast.

Sigurður I B Guðmundsson, 23.12.2019 kl. 15:26

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  takk fyrir skemmtilega stöku.

Jens Guð, 5.1.2020 kl. 15:35

5 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  platan er flott.  Ein sú besta. "When I´m 64" er hinsvegar ekki mín bjórdós.   

Jens Guð, 5.1.2020 kl. 15:41

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  bestu þakkir fyrir öll skemmtilegu kommentin. 

Jens Guð, 5.1.2020 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband