Ósvífin börn gerðu hróp að gömlum manni

  Ég fagnaði jólunum í Edinborg í Skotlandi.  Tók hvorki með mér tölvu né síma.  Var bara í algjörri hvíld.  Þannig hleður maður batteríin.  Verra var að illa uppalin börn gerðu hróp að mér með uppnefnum.  Og það í tvígang.  Í bæði skiptin var um að ræða á að giska fimm ára stelpur.  Í fyrra tilfellinu var ég á gangi í tívolí-garði.  Skimaði þar eftir indverskum mat.  Þá vatt sér að mér frekjuleg stelpa sem togaði í ermina á mér og sagði á ensku:

  "Jólasveinn,  komdu í heimsókn til okkar!"

  Það lá við að ég gæfi barninu "fuck you" merki.  En stillti mig.  Veifaði bara í staðinn.

  Næst var ég staddur á matsölustað.  Fékk mér djúpsteiktan þorsk.  Á næsta borði sat karl ásamt börnum.  Hann var með bendingar á eitt barnið og hló dátt.  Ég vissi ekki hvað það átti að þýða.  Svo yfirgaf hópurinn staðinn.  Þá snéri sér að mér stelpa sem hrópaði upp í opið geð á mér hátt og snjallt á ensku:  "Hóhóhó!  Gleðileg jól,  jólasveinn!"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú varla við blessuð börnin að sakast. Þú hlýtur að kalla þetta yfir þig.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 3.1.2020 kl. 06:26

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Næst skaltu skilja "búninginn" eftir heima!!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 3.1.2020 kl. 12:08

3 identicon

Ég hélt að það úði og grúði af hvítskeggjuðum körlum í Skotlandi?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.1.2020 kl. 13:23

4 identicon

Ég hebdi nú hótað því að kalla á hann Leppalúða pabba minn.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 3.1.2020 kl. 14:29

5 identicon

Góðlegur íslenskur Jólasveinn í útrás eða þannig. Bara gaman að því, en nú á War is Over ekki við vegna þess að versti Jólasveinn í heimi Donald Trump er að búa til stríð í Mið-Austurlöndum.

Stefán Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.1.2020 kl. 16:35

6 Smámynd: FORNLEIFUR

Af hverju fékk ég ekki nýja tölvu eins og þú lofaðir mér, Jólasvein!!???

FORNLEIFUR, 3.1.2020 kl. 18:16

7 Smámynd: Hörður Þormar

Ég hélt að Jens Guð hefði húmor.

Hörður Þormar, 4.1.2020 kl. 17:42

8 identicon

hahaha ekki er ég nú hissa kæri skólabróðir. Mér finnst þú hefðir átt að lauma að þeim smá nammi og gleðjast með þeim, sem ég held þú hafir gert í alvöru. Gleðilegt nýtt ár.

Gudrun Ketilsdottir (IP-tala skráð) 4.1.2020 kl. 19:09

9 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  þetta er rétt hjá þér.  Sennilega ruglaði rauða skotthúfan líka börnin í ríminu. 

Jens Guð, 5.1.2020 kl. 16:00

10 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég mun gæta þess vel. 

Jens Guð, 5.1.2020 kl. 16:01

11 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  nei,  ég sá engan slíkan í Edinborg.  Kannski voru þeir í Glasgow. 

Jens Guð, 5.1.2020 kl. 16:02

12 Smámynd: Jens Guð

Jósef Smári,  ég fattaði það ekki.  Enda fattlaus,  eins og þú veist. 

Jens Guð, 5.1.2020 kl. 16:04

13 Smámynd: Jens Guð

Stefán, Dóni Trump og rokkmúsík virðast ekki eiga samleið. Þegar Neil Young, Adele og Aerosmith afneita honum hefur haninn galað þrisvar.

Jens Guð, 5.1.2020 kl. 16:11

14 Smámynd: Jens Guð

Fornleifur,  það var kerfisvilla.  Hláleg kerfisvilla. 

Jens Guð, 5.1.2020 kl. 16:13

15 Smámynd: Jens Guð

Hörður,  það er útbreiddur misskilingur.  Ég veit ekki einu sinni hvað húmor er. 

Jens Guð, 5.1.2020 kl. 16:14

16 Smámynd: Jens Guð

Guðrún,  gleðilegt nýár kæra skólasystir.  Þið, stelpurnar í Hlíð, sluppuð betur en hinar við að ég stal nammi frá þeim.  Hreinsaði ítrekað heimavist skólahússins.  Það var ekki illa meint.  Meira forvörn gegn tannpínu.  

Jens Guð, 5.1.2020 kl. 16:20

17 identicon

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.1.2020 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband