Vigdís

  Nei,  ekki Vigdís Hauks.  Nú snýst allt um Vigdísi Finnbogadóttur út af afmæli hennar.  Ég þekki hana ekki neitt.  Samt hef ég skrautskrifað á ótal skjöl fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.  Aðrir starfsmenn stofnunarinnar hafa séð um samskiptin við mig.  Sem er hið besta mál. Ég á ekkert vantalað við Vigdísi.  Áreiðanlega er hún þó viðræðugóð.

  Dorrit Moussaieff segir Vigdísi vera besta forseta Íslands.  Dáldið vandræðalegt fyrir Ólaf Ragnar.  

  1983 var ég beðinn um að skrifa bók um íslenska rokkmúsík.  Sem ég gerði.  Bókin,  Poppbókin, hefur fylgt mér eins og skuggi og virðist - því miður - ekki falla í gleymskunnar dá.  Árlega hringja í mig ungir námsmenn sem eru að skrifa ritgerð um íslenska rokkmúsík.  Sömuleiðis hitti ég stöðugt rokkáhugafólk sem segist hafa verið að lesa hana núna næstum fjórum áratugum eftir útkomu hennar.

  Ég frétti af tveimur mönnum sem toguðust á um hana í Góða hirðinum.  Það urðu ekki slagsmál en næsti bær þar við.  

  Víkur þá sögu að útgáfuári Poppbókarinnar.  Skyndileg birtist Vigdís Finnbogadóttir á skrifstofu Bókaútgáfu Æskunnar. Erindið var að kaupa bókina. 

  Þarna var Vigdís rösklega fimmtug.  Hún hafði eitthvað sungið með hjómsveitum.  Því kom áhugi hennar á Poppbókin ekki á óvart.  Jú,  reyndar kom það starfsmönnum Æskunnar á óvart.  Þeir höfðu ekki vanist því að vera með forseta Íslands inni á sínu gólfi.

  Á þessum árum var forsetaembættið hágöfugt og sveipað dýrðarljóma.

  Næst gerðist það að ég átti leið í Pósthús á Eiðistorgi.   Þetta var áður en númerakerfi var tekið upp.  Viðskiptavinir tróðust.  Aðallega ég.  Ruddist með frekju framfyrir aðra.  Var í tímahraki.  Ég komst fram fyrir virðulega konu.  Einhver orðskipti átti ég við afgreiðsludömuna.  Í kjölfar segir virðulega konan við mig:  "Afskaplega er gaman að heyra skagfirsku."  Ég sá þá að þetta var Vigdís.   Ég flutti úr Skagafirði til Reykjavíkur 16 ára.  Ég hélt að næstum þremur áratugum síðar væri ég búinn að tapa niður allri norðlensku.  En Vigdís er tungumálaséní umfram flesta aðra. 

Heyra má Vigdísi syngja með því að smella á HÉR 

vigdís og bill

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndin er ekki af Bill Clinton og Monicu Lewinsky.  Jú,  reyndar af Bill. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Iss, þetta er nú ekkert. Ég hitti einu sinni Rod Stewart og hann klappaði mér á öxlina.laughing

sigurður bjarklind (IP-tala skráð) 16.4.2020 kl. 06:18

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Iss þetta er nú ekkert. Þegar ég var á Spáni 1970 sá ég Francisco Franco. (en hann klappaði mér ekki á öxlina.)

Sigurður I B Guðmundsson, 16.4.2020 kl. 11:01

3 identicon

Ég var svo ánægður og stolltur þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands og í forsetatíð sinni stóð hún alltaf undir væntingum mínum og rúmlega það. Vigdís, þessi gáfaða og glæsilega kona bar hróður Íslands út um allan heim, fyrsti þjóðkjörni kvenforsetinn. Árið 1988 kom fram óþekkt kona frá Vestmannaeyjum, Sigrún Þorsteinsdóttir og hjólaði í Vigdísi með mótframboði, sem að mínu mati er heimskulegasta og tilgangslausasta framboð Íslandssögunnar. Ég held að þjóðinni hafi líka verið nokk sama hvað varð svo um þann frambjóðanda. Ólafur Ragnar Grímsson var líka virkilega góður forseti og ekki er Guðni Th. Jóhannesson síðri. Megi Guðni verða forseti Íslands sem allra lengst og vonandi verður þjóðin laus við heimskuleg mótframboð gegn honum. Lítill fugl hvíslaði að mér að Jens Guð hafi átt sér þann draum sem ungur drengur og ekki farið hljóðlega með það, að verða forseti Íslands. Það má tengja snilldargáfu og framsýni.

Stefán (IP-tala skráð) 16.4.2020 kl. 12:21

4 Smámynd: Ívar Ottósson

Hef "hitt" hana tvisvar.

Ég var einu sinni á leiksýningu og þegar hún birtist óvænt þá stóð allur salurinn upp. Hitt skiptið á göngu i miðbænum þegar hún óvænt gekk á móti mér, ég brosti og kinkaði kolli og fékk það sama frá henni.

Stókostleg kona...

Ívar Ottósson, 16.4.2020 kl. 14:41

5 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Skemmtileg saga hjá þér um Vigdísi. Og þú leynir á þér - segist hafa verið fenginn til að skrautskrifa skjöl fyrir stofnun Vigdísar! Þér að segja ætlaði ég á sínum tíma að læra skrautskrift, en lítið varð úr því. Ég er bara góð í handverki ef það er helst ferkantað. Hefði aldrei orðið góð í að gera upp bíla, verða tannlæknir, eða saumakona.

En ekki vissi ég að Vigdís væri söngkona, eða hefði sungið! Þegar hún var forseti var vinnustaður hennar gamla Hegningarhúsið í Lækjargötu. Og líklega sinnti hún oft erindum í miðbænum. Ívar minnist þess að hafa hitt hana þar. Frænka mín og maðurinn hennar ráku blómabúð í Hafnarstræti á þessum árum þar var hún fastur viðskiptavinur.

Þekki hana ekki persónulega, en hef hitt einu sinni, á Bessastöðum. 

Ingibjörg Magnúsdóttir, 16.4.2020 kl. 23:37

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hún stóð undir væntingum. Með áherslu á undir.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2020 kl. 05:21

7 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  þetta er erfitt að toppa!  Ég hef reyndr séð Rod.  En einungis í sjónvarpinu.

Jens Guð, 18.4.2020 kl. 12:39

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B, ég hef heyrt að hann hafi verið orðinn dáldið líflaus um þetta leyti!

Jens Guð, 18.4.2020 kl. 12:49

9 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  í æsku stefndi ég á forsetann. Ekki er útséð með að sá draumur rætist. 

Jens Guð, 18.4.2020 kl. 12:54

10 Smámynd: Jens Guð

Ívar,  hún virðist vera brosmild - ef mark er takandi á ljósmyndum af henni. 

Jens Guð, 18.4.2020 kl. 12:58

11 Smámynd: Jens Guð

Ingibjörg,  ég sem hélt að ég væri frægasti skrautritari landsins!  Það er aldrei of seint að læra skrautskrift.  Ég kenndi skrautskrift í þrjá áratugi.  Elsti nemandinn var 97 ára.  Margir aðrir á nálægum aldri. 

Jens Guð, 18.4.2020 kl. 13:15

12 Smámynd: Jens Guð

Jón Steinar,  góður!

Jens Guð, 18.4.2020 kl. 13:17

13 Smámynd: Jens Guð

Ingibjörg,  hér er sjónvarpsþáttur um skrautskriftina:  https://www.youtube.com/watch?v=MRo3EaoYXE4

Jens Guð, 18.4.2020 kl. 17:24

14 identicon

Og ég sem hélt þessi pistill fjallaði um Vigdísi Hauks,hætti því snarlega að lesa eftir fyrstu línu.

Björn. (IP-tala skráð) 22.4.2020 kl. 14:42

15 Smámynd: Jens Guð

Björn,  sama segi ég.  Ég hættti strax að skrifa um leið og ég uppgötvaði að pistillinn var ekki um neina Hauksdóttur. 

Jens Guð, 23.4.2020 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband