Smásaga um mann sem týndi sjálfum sér

  - Af hverju kemur þú svona seint heim? spurði konan ásakandi um leið og Raggi gekk inn um útidyrnar.

  - Ég týndi mér, svaraði hann skömmustulega.

  - Hvað meinar þú?

  - Ég var að ganga niður Bankastræti þegar ég tók eftir því að ég var kominn fram úr mér.  Ég reyndi að halda í við mig en það voru alltof margir ferðamenn sem flæktust fyrir.  Að lokum missti ég sjónir af mér.  

  - Hvaða kjaftæði er þetta?

  - Ég sver.  Ég varð að ganga hús úr húsi í Austurstræti í leit að mér.  Þetta var rosalega seinlegt.  Sum húsin eru á meira en einni hæð.  Ég var sannfærður um að ég væri þarna einhversstaðar.  Ég var kominn alveg að Ingólfstorgi þegar ég fann mig á austurlenskum veitingastað.  Ég lét mig heyra það óþvegið og dreif mig heim.

  -  Veistu,  ég trúi þér.  Mamma kom áðan í heimsókn og spurði hvar þú værir.  Ég sagði henni að þú hefðir áreiðanlega týnt þér í miðbænum. 

  - Hvernig datt þér það í hug?

  - Það var ekkert erfitt að giska á þetta.  Þetta hefur endurtekið sig á hverju kvöldi í tólf ár.

felur sig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Guði sé lof að þetta er bara smásaga. Sorry er búinn að fá mér bjór!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 16.10.2021 kl. 21:34

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alltaf lumar þú á skemmtisögum.......

Jóhann Elíasson, 16.10.2021 kl. 21:51

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Algör snilld.

Lýsing á öllum þeim sem komast á þing.

Sigurður Kristján Hjaltested, 16.10.2021 kl. 22:29

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurðir I B,  ég líka!

Jens Guð, 17.10.2021 kl. 07:15

5 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  takk fyrir það.

Jens Guð, 17.10.2021 kl. 07:16

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurðir Kristján,  nákvæmlega!

Jens Guð, 17.10.2021 kl. 07:16

7 identicon

Sammála því sem Sigurður Kristján skrifar hér að ofan, en vil bæta því við að þetta eigi sérstaklega við um þingmenn Vinstri Grænna sem alveg sofna og týna sér undir feldi ( veldi ) Sjálfstæðisflokksins. Svo dettur mér auðvitað í hug frægt fyllirí þingmanna Miðflokksins þegar ég les þessa sögu, þar sem Gunnar Bragi týndi ekki bara sjálfum sér heldur líka fötum sínum og nú er Miðflokkurinn smátt og smátt að týna sjálfum sér. 

Stefán (IP-tala skráð) 17.10.2021 kl. 09:48

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán, góður!

Jens Guð, 17.10.2021 kl. 10:28

9 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Fór fram úr mér en búinn að ná mér og lesa þessa frábæru smásögu aftur og hefði viljað að hún væri mun lengri í annan endann!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 17.10.2021 kl. 16:06

10 identicon

Svo er það sagan af því hvernig hinir ýmsu fjölmiðlar og bloggarar ákváðu að málfrelsi almennings væri best varið í höndum auðhrings í bandaríkjunum.  Að málfrelsið væri skilyrt því að vera skráður notandi þjónust þessa auðhrings og án skráningar hjá þessum auðhring þá hefðir þú ekki málfrelsi.  Við skráningu þá þarftu að gefa upp persónulegar upplýsingar sem eru síðan seldar öðrum án þess að þú fáir krónu fyrir.  Þannig eru jafnvel myndir af börnunum þínum sem eru byrtar á vef þessa au0hrings ekki lengur þín eign, heldur hefur þú afsalað höfundarréttinum til þessa auðhrings.

Þetta gerðist án umfjöllunar í fjölmiðlum eða á öðrum stöðum.  Nú er staðan orðin sú að ekki er þér bara bannað að taka þátt í umræðunni heldur getur þú ekki lengur lesið umræðuna nema vera skráður hjá þessu  auðhring, og þar með orði enn eitt peðið ì auðsöfnunarapparatin.  Þannig er ekki lengur hægt að lesa komment hjá t.d. DV ogVísi nema skrá sig hjá viðkomandi auðhring.

Það eru enn nokkrir bloggarar sem heimila komment frá frjálsum þegnum þessa heims án þess að þeir séu skráðir hjá amerískum auðhring, þú ert einn þeirra og áttu heiður skilið fyrir það, en þeir eru mun fleiri sem hvorki hafa vit né dug til að standa með málfrelsinu.

Bjarni (IP-tala skráð) 17.10.2021 kl. 16:26

11 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B (# 9),  þetta er vissulega mjög smá saga. 

Jens Guð, 17.10.2021 kl. 16:37

12 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  takk fyrir upplýsingarnar. 

Jens Guð, 17.10.2021 kl. 16:39

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Er ekki viss um að ég finni mig í þessari umræðu.wink

Theódór Norðkvist, 17.10.2021 kl. 19:20

14 Smámynd: Jens Guð

Theódór,  ég er líka týndur í henni.

Jens Guð, 18.10.2021 kl. 06:35

15 identicon

Forstjóri álvers sem virðist líta á sjálfa sig sem alvitra og yfir alla aðra hafna, lýsir því blákallt yfir að starfsfólk leikskóla ( lærðir kennarar ) ætti að opna vinnustaði sína allan sólarhringinn, er að mínu svo gjörsamlega týnd í lífinu að efast mætti um hæfni viðkomandi til að stjórna fjölmennum vinnustað, eða hvað ? Það er hægt að týna sjálfum sér á svo margan hátt.

Stefán (IP-tala skráð) 18.10.2021 kl. 22:38

16 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 15),  satt segir þú.

Jens Guð, 19.10.2021 kl. 07:48

17 identicon

Palli var einn í heiminum, alveg týndur. Var hann ekki Vilhjálmsson þessi Páll ?

Stefán (IP-tala skráð) 19.10.2021 kl. 22:29

18 Smámynd: Jens Guð

Hehehe! laughing

Jens Guð, 20.10.2021 kl. 07:11

19 identicon

Einhver hjá Omega hefur alveg týnt sér í trúnni, eða hvað ?  Ég horfi ekki á Omega, læt mér nægja að drekka Omega frá Lýsi. Tel að það sé bæði hollara fyrir líkamlega og andlega heilsu að drekka Omega, en að horfa á Omega. 

Stefán (IP-tala skráð) 20.10.2021 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband