Íslenskt hugvit vekur heimsathygli

  Í Danmörku er starfrækt ein fullkomnasta og afkastamesta vinyl-plötupressa heims, RPM Records.  Þar er meðal annars boðið upp á hágæða grafíska hönnun og tónlistarmyndbönd fyrir youtube.  Eigandinn er grafískur hönnuður að mennt og lærður kvikmyndagerðarmaður.  Hann kemur úr Svarfaðardal og heitir Guðmundur Örn Ísfeld. 

  Afurðir RPM Records hafa margar hverjar ratað í heimspressuna.  Núna síðast segir bandaríska tímaritið Rolling Stone frá nýjustu plötu kanadísku poppstjörnunnar Weeknd,  margfalds Grammy-verðlaunahafa auk fjölda annarra verðlauna og viðurkenninga.   

 

Rolling-Stone-logo

The Weeknd’s Newest Record Could Destroy Your Turntable — Or Your Extremities

“Out of Time” available as a vinyl record pressed into an actual, working saw blade.

In a collaboration that could cost the Weeknd’s fans their fingers (and over $1,000), the singer has teamed with art collective MSCHF to release his latest single “Out of Time” as a vinyl record pressed into an actual, working saw blade.

The limited-to-25-copy pressing of the Vinyl Blade — up for blind auction now at the MSCHF site until April 8, with a low bid of $1,000 — allegedly works on both turntables and table saws, although MSCHF doesn’t recommend the latter.

“Attempting to use Vinyl Blade on a saw could result in serious injury or death,” the packaging states, while the Weeknd similarly warns, “Do not operate while heartbroken.”

“Vinyl Blade includes a turntable adaptor. Please note that the Vinyl Blade has sharp edges, is a non-standard diameter, and is significantly heavier than a standard vinyl record,” MSCHF added of the unique record. “All of these factors may affect playback on some turntables. Handle with care and only play at 33 RPM. Vinyl Blade’s grooves are copper-clad steel, which may wear your stylus down faster than a normal record.”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta er of jákvætt til að rata í fréttir hérna.

Sigurður I B Guðmundsson, 9.4.2022 kl. 09:27

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  þú hefur lög að mæla!

Jens Guð, 9.4.2022 kl. 10:22

3 identicon

Reyndar hef ég kynnt mér það að þessi athafnasami meistari og ,, dani ,, til fjórtán ára er fæddur og uppalinn á Akureyri með viðkomu í Svarfaðardal í einhver ár. Þar sem Guðmundur Örn er líka hljóðfæraleikari og bjó þarna rétt við Dalvík, þá má nefna það hvað margir aðrir flottir tónlistarmenn koma úr því umhverfi, s.s. Matti Matt, Friðrik Ómar og Eyþór Ingi. 

Stefán (IP-tala skráð) 9.4.2022 kl. 11:26

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán ,  takk fyrir fróðleikinn.

Jens Guð, 9.4.2022 kl. 11:32

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þvílík vonbrigði. Þegar ég sá fyrirsögnina hugsaði ég, loksins orðinn heimsfrægur.

Guðjón E. Hreinberg, 9.4.2022 kl. 15:03

6 Smámynd: Jens Guð

Guðjón,  góður!

Jens Guð, 9.4.2022 kl. 16:07

7 identicon

Burtséð frá öllu, þá öfunda ég athafnamanninn Guðmund Örn af því að búa og starfa í Danmörku, landi þar sem spilling er tekin alvarlega af stjórnvöldum. Þnnig er það reyndar á öllum Norðurlöndunum nema Íslandi. Ráððherrar segja af sér vegna spillingarmála, en ekki hér á landi - Katrín passar upp á bestu vini sína og brosir sínu breiðasta framan í orðlausa þjóðina.

Stefán (IP-tala skráð) 9.4.2022 kl. 18:58

8 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég vona að vinylhljómplötur eigi eftir að seljast sem allra mest í framtíðinni. Mýkri hljómur, skemmtilegri umslög, alveg fullkomin upplifun áheyrandans, fyrir utan tónleikasali.

Ef ég væri nógu efnaður myndi ég stefna á að endurútgefa mitt efni þarna og gefa út nýtt með svona eðalvinylframleiðslu.

Skemmtileg færsla, en alveg fyrir tíma Jónasar Hallgrímssonar voru margir hæfustu Íslendingarnir sem nýttu starfskrafta sína erlendis. Spekileki, en skiljanlegt að stærri markaðir heilli.

Augljóst er að menn eru að prófa sig áfram með möguleika vinylsins. 

Ingólfur Sigurðsson, 10.4.2022 kl. 00:18

9 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 7),  um daginn mældist færeyskur ráðherra undir stýri með áfengi í blóði.  Hann sagði umsvifalaust af sér.  Það þurfti enga umræðu til. 

Jens Guð, 10.4.2022 kl. 00:41

10 Smámynd: Jens Guð

Ingólfur,  upprisa vinylsins virðist vera komin til að vera.  En merkilegt nokk þá jókst sala á geisladiskum um 40% í fyrra.  Það er óvænt risastökk inn á endurkomu.  Ekki nóg með það heldur er kassettan einnig komin á flug.  Að vísu er hennar markaður svo smár að góð sala á titli er innan við 100 eintök.  Samt.  Markaðurinn er að jafna sig eftir áhlaup spotify,  youtube og annarra netmiðla.     

Jens Guð, 10.4.2022 kl. 00:51

11 identicon

Nú er það ekki ,, Tröllið sem stal Jólunum ,, heldur ,, Tröllið sem stal Páskunum ,, og tröllið kemur úr Garðabæ.

Stefán (IP-tala skráð) 13.4.2022 kl. 18:49

12 identicon

Þetta er glæsilegur árángur hjá stráksa. Það er hlýlegri hljómur í vinly en geislaplötu.

Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 13.4.2022 kl. 21:10

13 identicon

Í tilefni Föstudagsins langa í Jesú nafni: Í dag heyrði ég prest flytja mögnuðustu ræðu sem ég hef heyrt prest flytja. Það var á Austurvelli sem Séra Davíð Þór Jónsson talaði og hrópaði eins og allir prestar ættu að tala. Viðstaddir höfðu á orði að Jésús hefði talað á slíkum nótum í dag. En hvar var fyrrum ástkona prestsins til sjö ára ? Sú sem í dag felur sig fyrir alþýðu og fjölmiðlum. Var hún kannski konan í svörtu hettuúlpunni, með svörtu grímuna og svörtu sólgleraugun ? Sumir eru einfaldlega tilbúnari en aðrir að selja sálir sínar fyrir völd.  

Stefán (IP-tala skráð) 15.4.2022 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband