Aldrei aftur Olís

  Ég átti leið um Mjóddina.  Í hitamollunni langaði mig skyndilega - en ekki óvænt - í ískalt Malt og íspinna.  Til að komast í þær kræsingar renndi ég að bensínstöð Olís,  eins og svo oft áður í svipuðum erindagjörðum.  Um leið og ég sté inn um dyrnar ákvað ég að byrja á því að skjótast á salerni til að pissa - vitandi að Maltið rennur hratt í gegn.  Líka afgreiddur krabbameinssjúklingur í blöðruhálskirtli.  Það kallar á tíð þvaglát. 

  Ég bað afgreiðsludömuna um lykilinn að salerninu.  Hún svaraði með þjósti:  "Salernið er bara fyrir viðskiptavini.  Þú hefur ekki verslað neitt.  Þú ert ekki viðskiptavinur!"

  Hún strunsaði í burtu og fór að sinna einhverju verkefni;  svona eins og til að undirstrika að samskiptum okkar væri lokið.  Sem og var raunin.  Samskiptum mínum við Olís er lokið - til frambúðar. 

 

Uppfært 7.6.

  Fulltrúi Olís hringdi í mig áðan.  Hann baðst ítrekað afsökunar á móttökunum sem ég fékk.  Hann er búinn að funda með starfsfólkinu í Mjódd og útskýrði fyrir mér hvernig á þessum mistökum stóð.  Í stuttu máli var um einskonar misskilning að ræða;  eða réttara sagt þá oftúlkaði afgreiðsludaman fyrirmæli sem henni voru gefin skömmu áður en mig bar að garði.  Ég þáði afsökunarbeiðnina og hef tekið Olís í sátt.  

 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Samkvæmt markaðsfræðunum eru menn viðskiptavinir um leið og þeir opna hurðina og ganga inn í verslunarrýmið svo afgreiðsludaman hefur heldur betur hlaupið á sig.  Fyrir utan það að þessi framkoma er alveg fyrir neðan allar hellur, í það minnsta myndi ég ekki vilja að svona starfsmenn ynnu á mínum snærum og ég skil mætavel þín viðbrögð........

Jóhann Elíasson, 5.6.2022 kl. 06:24

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Nú tókst þér að þagga niður í mér! Alveg orðlaus. 

Sigurður I B Guðmundsson, 5.6.2022 kl. 09:44

3 Smámynd: Jens Guð

Jóhahnn,  þetta er hárrétt hjá þér. 

Jens Guð, 5.6.2022 kl. 10:08

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég varð líka orðlaus.

Jens Guð, 5.6.2022 kl. 10:09

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vá!

Helga Kristjánsdóttir, 5.6.2022 kl. 12:15

6 identicon

Þetta er alveg með ólíkindum dónaleg og ruddaleg framkoma hjá óhæfum  starfsmanni Olís, sem virkilega skuldar þér nú opinbera afsökun. Nú mun ég sniðganga Olísstöðvar líka ef afsökunarbeiðni berst þér ekki.

Stefán (IP-tala skráð) 5.6.2022 kl. 13:13

7 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Án viðskiptavina ertu ekki með fyrirtæki!

Sigurður I B Guðmundsson, 5.6.2022 kl. 13:35

8 Smámynd: Jens Guð

Helga,  ég hugsaði líka:  Vá!

Jens Guð, 5.6.2022 kl. 14:08

9 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  takk fyrir samstöðuna!

Jens Guð, 5.6.2022 kl. 14:10

10 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B (# 7),  nákvæmlega!

Jens Guð, 5.6.2022 kl. 14:11

11 identicon

Þessa kvörtun sendi èg á Olís fyrir ca viku.

"Góđan daginn.

Èg varđ alls ekki vör viđ "Vinin viđ veginn" hjá ykkur á Olís á Selfossi.

Mig langar ađ kvarta yfir dónaskap starfsmanns í afgreiđslu Olís á Selfossi sem èg varđ fyrir um 8 leytiđ í morgun. Þessi stúlka sem um ræđir neitađi ađ gefa mèr nafn sitt hún er dökkhærđ međ sitt hár, þađ eru nú ekki margir starfsmenn þarna á vakt svo ekki er um marga ađ ræđa. Þannig var mál međ vexti ađ èg kem ađ stöđinni og tek olíu fyrir 1.500 kr þegar èg er á leiđinni inn ađ borga lít èg til baka sýnist mèr dælan vera nr. 3 sem èg var viđ. Èg kem ađ afgreiđsluborđinu og segi viđ stúlkuna ađ èg sè međ olíu fyrir 1.500 kr hún setur upphæđ í posann þá sè èg ađ þađ er bensín fyrir ca 7.900 og èg segi þá; "nei èg var ekki međ þetta en bendi á bílinn minn í leiđinni". Þá segir hún; "þú verđur ađ fara út og athuga númeriđ á dælunni", èg segi þá viđ hana og bendi aftur á bílinn mitt veistu ekki númer hvađ dælan er? Stúlka segir viđ mig blákalt NEI og segi èg viđ hana; "vina mín èg held þú ættir ađ kynna þèr númerin â dælunum þar sem þú ert ađ vinna hèr. Èg fer út og sè þá ađ dælan er nr. 8 geng inn til þess ađ borga þá er hún hlaupin inn í eldhús en í hennar stađ komin kurteis ungur drengur sem klárađi að afgreiða mig.

Þađ sem èg er ósátt viđ er framkoma stúlkunnar í minn garđ og sá òþarfa hroki sem frá henni stafađi. Èg verđ ađ segja þađ ađ mèr leiđ afar illa eftir þessar móttökur hennar og er enn miđur mín. Mér finnst skilyrðislaust að þessi dama þarf að taka sig á og sýna viðskiptavinum ykkar virðingu ef slagorðið ykkar á að virka.

Kveđja

Birna Ben"

Birna (IP-tala skráð) 5.6.2022 kl. 14:43

12 identicon

Góđan daginn. Èg varđ alls ekki vör viđ "Vinin viđ veginn" hjá ykkur á Olís á Selfossi. Mig langar ađ kvarta yfir dónaskap starfsmanns í afgreiđslu Olís á Selfossi sem èg varđ fyrir um 8 leytiđ í morgun. Þessi stúlka sem um ræđir neitađi ađ gefa mèr nafn sitt hún er dökkhærđ međ sitt hár, þađ eru nú ekki margir starfsmenn þarna á vakt svo ekki er um marga ađ ræđa. Þannig var mál međ vexti ađ èg kem ađ stöđinni og tek olíu fyrir 1.500 kr þegar èg er á leiđinni inn ađ borga lít èg til baka sýnist mèr dælan vera nr. 3 sem èg var viđ. Èg kem ađ afgreiđsluborđinu og segi viđ stúlkuna ađ èg sè međ olíu fyrir 1.500 kr hún setur upphæđ í posann þá sè èg ađ þađ er bensín fyrir ca 7.900 og èg segi þá; "nei èg var ekki međ þetta en bendi á bílinn minn í leiđinni". Þá segir hún; "þú verđur ađ fara út og athuga númeriđ á dælunni", èg segi þá viđ hana og bendi aftur á bílinn mitt veistu ekki númer hvađ dælan er? Stúlka segir viđ mig blákalt NEI og segi èg viđ hana; "vina mín èg held þú ættir ađ kynna þèr númerin â dælunum þar sem þú ert ađ vinna hèr. Èg fer út og sè þá ađ dælan er nr. 8 geng inn til þess ađ borga þá er hún hlaupin inn í eldhús en í hennar stađ komin kurteis ungur drengur sem klárađi að afgreiða mig. Þađ sem èg er ósátt viđ er framkoma stúlkunnar í minn garđ og sá òþarfa hroki sem frá henni stafađi. Èg verđ ađ segja þađ ađ mèr leiđ afar illa eftir þessar móttökur hennar og er enn miđur mín. Mér finnst skilyrðislaust að þessi dama þarf að taka sig á og sýna viðskiptavinum ykkar virðingu ef slagorðið ykkar á að virka. Kveđja Birna Ben

Birna (IP-tala skráð) 5.6.2022 kl. 14:45

13 identicon

Þessi skrif kalla virkilega á viðbrögð hjá starfsmannahaldi og rekstrarstjóra bensínstöðva Olís.

Stefán (IP-tala skráð) 5.6.2022 kl. 15:31

14 identicon

Léleg þjónusta og fyrirtækinu til skammar.

Gunnar Friðrik (IP-tala skráð) 5.6.2022 kl. 16:09

15 Smámynd: Jens Guð

Birna,  þetta gæti verið sama daman, með sítt svart hár.

Jens Guð, 5.6.2022 kl. 16:21

16 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 13),  það er eitthvað að þarna. 

Jens Guð, 5.6.2022 kl. 18:10

17 Smámynd: Jens Guð

Gunnar Friðrik,  já,  ég verð að taka undir það.

Jens Guð, 5.6.2022 kl. 18:10

18 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég tek undir það að svona ruddaskapur og óliðlegheit hjá henni eru ekki til sóma. Ég vil kenna uppeldinu um þetta, kristin gildi á undan haldi og "valdefling" svo mikilvæg, en það getur farið útí öfgar.

Er sammála þeim ræðumönnum sem hér hafa lagt til málanna. 

Ingólfur Sigurðsson, 5.6.2022 kl. 19:59

19 Smámynd: Jens Guð

Ingólfur,  sennilega er það rétt hjá þér að eitthvað hafi farið úrskeiðis í uppeldi.

Jens Guð, 6.6.2022 kl. 09:24

20 identicon

Alveg burtséð frá þessu leiðindamáli og yfir í jákvæðari mál til rífa sig aðeins frá skítlegri framkomu á bensínstöð. Þann 18 Júní fagnar Sir Paul McCartney 80 ára afmæli. Það verður ekki um það deilt að Paul er mesti og stærsti tónlistarmaður sem lifir á jörðinni í dag. Ég hef verið að hlusta á frábæra þætti Jóns Ólafssonar á Rás 2 um þennan merka listamann og þakka kærlega fyrir mig. Jóni og viðmælendum hans í þáttunum hefur orðið tíðrætt um það hversu hlýr Paul virðist vera og að góðmennska hans skíni í gegn um tónlist hans og texta. Það fer því vel á því að Jón Ólafs sjái um þessa þætti, enda annálað ljófmenni líka með viðurnefnið Jón góði. Jón hitti Paul á skemmtistað í Lækjargötu, en þorði skiljanlega ekki að spila fyrir Paul á píanó. Þann 16 Júní munum við David Bowie aðdáendur svo fagna 50 ára afmæli meistaraverksins The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spiders From Mars. Ég mun allavega hlusta á Beatles, Paul og Bowie sem aldrei fyrr þennan mánuð, en jafnframt sniðganga alveg Olísstöðvar. 

Stefán (IP-tala skráð) 6.6.2022 kl. 12:33

21 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 20),  ég var einmitt að enda við að hlýða á fyrri þáttinn.  Mjög gaman.

Jens Guð, 6.6.2022 kl. 12:48

22 identicon

Seinni þátturinn var í morgun, ekki síðri en sá fyrri. Er í framhaldi af því að hlusta á hina stórgóðu plötu Egypt Station ( reyndar Explore s Edition á Spotify ) með Paul frá 2019.

Stefán (IP-tala skráð) 6.6.2022 kl. 14:27

23 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Jón mun fjalla um John Lennon næstu helgi. Fyrir og eftir The Beatles. 

Sigurður I B Guðmundsson, 6.6.2022 kl. 18:44

24 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B (# 23),  takk fyrir ábendinguna.

Jens Guð, 7.6.2022 kl. 07:53

25 Smámynd: Theódór Norðkvist

Rétt sem snöggvast hafði ég á tilfinningunni að ég væri að lesa handrit að þætti úr Næturvaktinni þegar ég las pistil þinn, Jens. Þó flest okkar hafi haft gaman af þessum þáttum og Georg Bjarnfreðarsyni, er ekki eins skemmtilegt að lenda í raunverulegri útgáfu af honum, þó kvenkyns sé. Þú átt alla mína samúð, óþolandi og niðurbrjótandi að lenda í svona dónalegu afgreiðslufólki.

Theódór Norðkvist, 7.6.2022 kl. 19:11

26 identicon

Eftir þessa auðmjúku afsökunarbeiðni fulltrúa Olís, þá mun ég versla þar glaður á ný, enda persónulega bara fengið góðar móttökur þar, aðallega á stöðvm þeirra við Ánanaust og Sæbraut. Toppþjónusta á báðum stöðum og reyndar í Álfheimastöðinni líka. 

Stefán (IP-tala skráð) 7.6.2022 kl. 19:35

27 Smámynd: Jens Guð

Theódór (# 25),  ég vísa á uppfærða færslu hér fyrir ofan. 

Jens Guð, 7.6.2022 kl. 20:40

28 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 26),  ég er alsáttur við viðbrögð Olís við pistli mínum. 

Jens Guð, 7.6.2022 kl. 20:42

29 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þú hefðir samt átt að fá einhverjar sárabætur. En yfirmaðurinn kann ekki alveg hvernig á að tækla svona mál.

Sigurður I B Guðmundsson, 12.6.2022 kl. 10:39

30 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  í markaðsfræðinámi mínu var kennt að veglegar bætur fyrir mistök væru gulls ígildi.  Þær stimpluðu inn svo öfluga viðskiptavild.  Japanskt fyrirtæki varð fyrir margt löngu uppvíst af því að lauma í sölu gallaðri vöru af og til í þeim tilgangi að skerpa á viðskiptavild með því að bæta rækilega fyrir gölluðu vöruna.

Jens Guð, 12.6.2022 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband