Kossaráð

  Kærustupör lenda iðulega í hremmingum þegar kossaárátta blossar upp hjá þeim.  Vandamálið er nefið.  Það er illa staðsett á miðju andlitinu.  Þar skagar það út í loftið eins og Snæfellsnes.  Við kossaflangsið rekast nefin venjulega harkalega saman.  Oft svo illa að á eftir liggur parið afvelta á bakinu með fossandi blóðnasir. Við það hverfur öll rómantík eins og dögg fyrir sólu.

  Þetta þarf ekki að vera svona.  Til er pottþétt kossaaðferð sem setur nefin ekki í neina hættu.  Hún er svona (smella á mynd til að stækka):

koss 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kossar eru margskonar og sumir kossar geta verið afdrifaríkir. Júdas kyssti Jesú, en litlar sem engar heimildir eru til um það hvernig koss það var. Í annari samtíma sögu segir ,, Hún kraup við fætur Jesú og fór að gráta, þurrkaði fætur hans með hári sínu og kyssti fætur hans ,,. Tvöþúsund árum síðar fór stúlka hamförum hjá hljómsveitinni Todmobile ,, Stúlkan kyssti á stein og hún kyssti einn bíl, stúlkan kyssti á rúðu og svo kyssti hún jörðina ,,. Þarna er sungið um mikla kossagleði og Bubbi söng ,, Ég er að vakna eftir þúsund kossa nótt ,,. Þar er vel í lagt, en á móti orti Davíð Stefánsson um ,, varir, sem aldrei geta kysst ,, á meðan Hljómar sungu ,, Fyrsta kossinn, ég kyssti rjóða vanga, þennan koss ég vil muna daga langa ,,. 

Stefán (IP-tala skráð) 19.2.2023 kl. 13:08

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Besta ráðið gegn því að lenda í einhverjum "hasar" vegna kossaflens, er að sleppa því alveg að vera að standa í þessu......wink

Jóhann Elíasson, 19.2.2023 kl. 13:48

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Í gamla daga var kossinn endirinn á góðu kvöldi en í dag er kossinn byrjuninni á góðu kvöldi.

Sigurður I B Guðmundsson, 19.2.2023 kl. 14:07

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þetta eru fróðlegar vangaveltur.

Jens Guð, 19.2.2023 kl. 14:24

5 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  mikið rétt!

Jens Guð, 19.2.2023 kl. 14:25

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  nákvæmlega!

Jens Guð, 19.2.2023 kl. 14:25

7 identicon

Einn af mínum eftirlætis rithöfundum er Jón Kalmann Stefánsson. Fyrsta bókin sem ég las eftir hann heitir Sumarljós og svo kemur nóttin. Alveg mögnuð bók og ég var að enda við að horfa á kvimyndina sem var gerð eftir bókinni. Sú er ekki síður mögnuð en bókin, stútfull af frábærum leikurum, t.d. heimsfrægri íslenskri leikkonu, Heiðu Rún ( Heida Reed ). Svo er tónlistin mjög áheyrileg og vel valin. Í myndinni kemur fyrir mikill og afdrifaríkur koss. Þegar ég horfi á kossinn og þær afleiðingar sem hann hefur, þá dettur mér í hug gamla film noir myndin Kiss Of Death. 

Stefán (IP-tala skráð) 19.2.2023 kl. 16:05

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#7), ég hef ekki lesið bókina og vissi ekki af myndinni.  Hinsvegar hef ég séð Heiðu Rún fara á kostum í bandarískri sjónvarpssakamálasyrpu,  CSI. 

Jens Guð, 19.2.2023 kl. 16:12

9 Smámynd: Hörður Þór Karlsson

Hvur asskotinn Jens, mér þykir þetta þjóðráð koma doltið seint hjá þér. Ég og mín ektakvinna erum komin á þann aldur að kossaflens með þeim aðferðum sem myndin lýsir myndi líklega enda með einhverjum lemstrum.

Þess utan hefir þetta sosum ekkert verið neitt stórvandamál í gegn um tíðina, en við förum ekkert nákvæmar út í þá sálma.

Kveðja á gamla Frón sunnan úr álfum

Hörður Þór Karlsson, 19.2.2023 kl. 16:25

10 Smámynd: Jens Guð

Hörður Þór,  ég biðst velvirðingar á því að hafa ekki komið þessu á framfæri fyrr en nú.  Það er í mörg horn að líta. 

Jens Guð, 19.2.2023 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband