Bloggverkfalli aflýst

  Í síðustu viku hóf ég bloggverkfall til að mótmæla því að kona sem heitir Jóhanna Vilhjálmsdóttir hætti í Kastljósi sjónvarpsins.  Ég hét því að blogga ekki á ný fyrr en Jóhanna kæmi aftur á skjáinn.  Nú hef ég unnið fullnaðarsigur í málinu.  Ekki einungis hefur verið frá því gengið að Jóhanna kemur aftur til starfa hjá sjónvarpinu heldur fer ég líka í Kastljós.  Sennilega strax á morgun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Jens, markmiðinu er ekki enn náð.

Meira verkfall !

Steingrímur Helgason, 18.2.2008 kl. 21:42

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottur ertu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2008 kl. 22:22

3 identicon

Gætirðu nokkuð hótað öðru svona verkfalli ef "einhver" ríkur "leggur" ekki "ákveðna upphæð" inn á "ákveðinn reikning" á "mínu" nafni?

Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 22:32

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góður Jens, þér bregs ekki bogalistin frekar en fyrri daginn  

Ía Jóhannsdóttir, 18.2.2008 kl. 22:41

5 identicon

Hvað ætli þurfi margar púðurdósir til að sminka þig Jens í kastLJÓSINU.?Stór og mikill maður einsog þú.

Númi (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 22:47

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Flott hjá þér. En ég mundi vilja vita hvers vegna ég og þú þurfum að búa við þessa ömurlegu NOVA auglýsingu á meðan td. skak.is er með miklu huggulegri auglýsingu frá Kaupþingi !

Baldur Fjölnisson, 18.2.2008 kl. 23:32

7 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Jens. Þá er sú von fyrir bí ...Eða þannig...Velkominn til baka og hættu allri ...Verkfallvörslu á Jóhönnu og hennar kollegum.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 18.2.2008 kl. 23:42

8 identicon

Engar auglýsingar enn á bloggi Ómars Ragnarssonar, hvorki frá Sjóvá né Nóvá.

Steini Briem (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 23:58

9 Smámynd: Fríða Eyland

Merkilegt, ætli hann hafi borgað fyrir að fá hana fjarlægða, þakka þér herra Steini fyrir árveknina

Fríða Eyland, 19.2.2008 kl. 00:24

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Næmur, nafni ...

Steingrímur Helgason, 19.2.2008 kl. 00:36

11 identicon

Framsóknarmaðurinn Pétur Gunnarsson (Hux) fékk greitt fyrir auglýsingar frá sparisjóðnum Byr, sem settar voru á hans bloggsíðu hér á Moggablogginu í fyrravor, um 50 þúsund kall á mánuði minnir mig. Nú bloggar Pétur hins vegar á Eyjunni og rekstrarkostnaður hennar, til dæmis laun Péturs, er greiddur af auglýsendum, en hann byrjaði að vinna þar í fullu starfi. Þeir ætluðu að sjá til fram að síðustu áramótum hvort þetta gengi upp hjá þeim fjárhagslega og þetta rúllar hjá þeim ennþá.

En það er náttúrlega hugsanlegt að Ómar Ragnarsson greiði núna Moggablogginu fyrir að setja ekki auglýsingar inn á bloggið hans. Aftur á móti ræður sá sem fær birta grein eftir sig í Mogganum ekki því hvaða auglýsingar birtast á sömu síðu og greinin, nema viðkomandi birti þá greinina sem auglýsingu og kaupi alla blaðsíðuna fyrir nokkur hundruð þúsund krónur, fröken Fríða.

Steini Briem (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 01:09

12 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en hvað með Dodda gðöfukall!!?

Brjánn Guðjónsson, 19.2.2008 kl. 02:15

13 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Legg til að þú mótmælir veru NOVA auglýsignarinnar á blogginu (eða hvaða annarri auglýsingu á bloggsíðum Moggabloggara)

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 19.2.2008 kl. 09:23

14 identicon

Hvað er Doddi gröfukall að vilja upp á dekk, Brjánn minn góður?! Vilji hann ekki grafa undan þjóðfélaginu, litli maðurinn,  getur hann náttúrlega farið upp í Nóvá og sagt si svona: "Ef ég fæ ekki góðan afslátt hjá ykkur Nóvá-mönnum hætti ég bara að blogga!" Barið síðan í afgreiðsluborðið orðum sínum til frekari áherslu og bætt við snjallt og ákveðið: "Og hananú!"

Auglýsingar á Moggablogginu sýna að það er einhvers virði og á það hefur verið lagt ákveðið verðmat af þeim sem kunna með peninga að fara, bankamönnum sem eru ríkastir allra í þjóðfélaginu vegna vitrænna hæfileika og lána pöpulnum pening, því hann á engan aur. Og nú eru skoðanir Moggabloggara loksins einhvers virði, allra nema Ómars Ragnarssonar. Þær eru tóm vitleysa og einskis virði.

Steini Briem (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 10:55

15 identicon

Skil ekki alltaf þetta helvítis væl í fólki yfir auglýsingum á einhverjum stöðum, má fólk sem sagt ekki græða í dag.. Held að mbl.is sé ekki að fá mikið af gróða morgunblaðsins af áskrifendagjöldum.

Arnar (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband