Plötuumsögn

ylfa lind 

Flytjandi:  Ylfa Lind

Titill:  Petit Cadeau

Einkunn: **** (af fimm)

  Fyrst verđ ég ađ nefna netta andúđ mína á ţví sem Idol-söngvarakeppni stendur fyrir.  Ég ćtla ekki ađ fara náiđ út í ţađ.  Flest sem ađ lýtur ađ Idol er fjarri flestu sem ég sćkist eftir í músík.  Fyrir nokkrum dögum rćddum viđ Stefán bróđir minn um fordóma.  Svo virđist sem engin manneskja sé saklaus af fordómum.  Stefán vísađi á ađ ég sé međ mikla fordóma gagnvart léttri poppmúsík.  Mér er ljúft ađ gangast viđ ţví.  Ég er öfgakall í andúđ á léttri iđnađarkenndri poppmúsík.

  Ađ óreyndu hefđi ég ekki trúađ upp á mig ađ kaupa plötu međ Idol-söngvara.  Ţađ gerđi ég ţó á dögunum ţegar ég fjárfesti í Petit Cadeau međ Ylfu Lind.

  Ástćđan fyrir ţví ađ ég keypti ţessa plötu er tvíţćtt:  Annars vegar hef ég heyrt á rás 2 lög af ţessari plötu og kunnađ vel ađ meta.  Hinsvegar ađ Ylfa Lind hefur tekiđ ţátt í umrćđu á blogginu mínu og haft ţar margt áhugavert fram ađ fćra.

  Ţegar ég var kominn međ plötuna í hendur uppgötvađi ég ađ ég á öll lögin á plötunni í frumútgáfum höfunda ađ undanskildu Vaki, vaki vinur minn eftir Loft Guđmundsson.  

  Ylfa Lind náđi á sínum tíma inn í einhver af efstu sćtum Idols.  Ég fylgdist ekki náiđ međ framvindu mála.  En giska á ađ hún hafi veriđ í u.ţ.b. 4.  sćti.  En ég man ekki og veit ekki hverjir urđu sigurvegarar í Idol ţađ áriđ.  Enda skiptir ţađ ekki máli.

  Ylfa Lind er góđ söngkona og fínn túlkandi.  Hún er međ hörkufínt band međ sér:  Bigga Baldurs á trommur.  Hann er bara gćđastimpill;  Eđvarđ Lárusson á gítar.  Hann er annar gćđastimpill; Og Jakob Smára Magnússon á bassa.  Enn einn gćđastimpillinn. 

  Ţađ getur fátt fariđ úrskeiđis ţegar ţessir snillingar eru á ferđ.  Mér heyrist sem upptaka sé meira og minna "live" í hljóđveri.

  Upphafslag plötunnar er As Tears Go By eftir Rolling Stones.  Ylfa Lind "raular" ţađ virkilega vel og andi Cowboy Junkies svífur yfir vötnum. 

  Annađ lag plötunnar er Bítlalagiđ Don´t Let Me Down.  Ţađ er eitt af mínum uppáhalds Bítlalögum.  Lágstemmdur en samt áleitinn blús sem John Lennon öskrađi listavel.  Ţarna rćđst Ylfa Lind á háan garđ.  Ég sakna ţess ađ heyra ekki bregđa fyrir öskursöngstílnum sem er svo heillandi í flutningi Bítlanna.  Samt afgreiđir Ylfa Lind ţetta vel.  Fyrir minn smekk hefđi hún mátt gefa betur í,  ţenja sig ennţá betur en hún gerir undir lok lagsins. 

  Ţriđja lagiđ er Glorybox eftir Portishead.  Hljómsveitin gefur vel í og líka Ylfa Lind í söngnum.  Eitt besta lag plötunnar.  Ég hefđi kosiđ ađ heyra meira af svona hávađalátum á plötunni.  Ţađ jađrar jafnvel viđ öskursöng hjá Ylfu Lind.  Endirinn á laginu er flott keyrsla.

  Fjórđa lagiđ er Where The Wild Roses Grow eftir Nick Cave.  Andrea Gylfadóttir hleypur undir bagga.  Bara glćsileg afgreiđsla. 

  Fimmta lagiđ er Pain´t It Black eftir Rolling Stones.  Lágstemmd útfćrsla sem hćfir heildarsvip plötunnar.

  Sjötta lagiđ er Touch Me eftir The Doors.  Stemmning The Doors fćr ađ halda sér.

  Sjöunda lagiđ er White Room eftir The Cream.  Ţarna eru smá lćti, blús og rífandi gítarsóló.  En samt frekar mild afgreiđsla nema í niđurlagi.   Ég held ađ mig misminni ekki ađ á unglingsárum hafi ég sungiđ White Room međ hljómsveitinni Frostmarki.  Ađ minnsta kosti vorum viđ Viđar Júlí Ingólfsson trommusnillingur,  međ einhver Cream-lög á "prógrammi" hljómsveitarinnar.   

  Áttunda lagiđ er Three Little Birds eftir Bob Marley.   Yndislega fallegt lag flutt af einlćgni og fegurđ lagsins fćr ađ njóta sín án ţess ađ gengiđ sé inn í reggí-taktinn af fullum ţunga.  Fyrir minn smekk er ţetta flottasta lag plötunnar.  Ţarna fer Ylfa Lind í soul-gír og lifir sig betur inn í lagiđ en í öđrum lögum.  Nćr algjörlega ađ gera ţetta ađ sínu lagi. Ég stend mig ađ ţví ađ setja ţetta lag á "endurspilun".  Aldeilis mögnuđ útgáfa.  Ég á ţetta lag í flutningi margra.  Ţetta er ein besta útfćrslan.  Jakob Smári fer á kostum í humátt ađ "dub" bassaleik.  Snilld.

   Níunda lagiđ er Hard Rain Is Gonna Fall eftir Bob Dylan.  Ţađ er ekki allra ađ taka ţetta magnađa Bob Dylan lag.  Nýveriđ klúđrađi Brian Ferry ţví međ ţví ađ keyra ţađ áfram í of hröđum takti.  Ylfa Lind nćr hinsvegar réttu "tempói" međ ţví ađ fanga stemmninguna,  galdurinn viđ ađ byggja upp stígandann.  Enn og aftur fer Jakob Smári á kostum.  Hann hefur einstaklega góđa "tímasetningu" (timing) á ţví ađ hlađa undir framvindu lagsins.

  Lokalagiđ er Vaki,  vaki vinur minn eftir Loft Guđmundsson.  Ég ţekki ţetta lag ekki.  Ţađ er fallegt og framkallar söknuđ gagnvart ţví ađ fleiri lög á plötunni séu ekki sungin á íslensku.  Sömuleiđis söknuđ gagnvart ţví ađ platan inniheldur ekkert frumsamiđ lag.  Eftir stendur ađ öll platan er góđ.  Vel sungin og vel flutt lög í alla stađi.

  Ég gef ţessari plötu mín bestu međmćli.  Ţetta er klárlega besta plata sem Idol-söngvari hefur sent frá sér.  Reyndar hvet ég ykkur til ađ sniđganga (nćstum) allar ađrar Idol-plötur.  En ţessi plata er virkilega áheyrileg. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ylfa Lind var einfaldlega í sérflokki. Sú sem virkilega skildi eitthvađ eftir sig. Og svo ég taki nú hanskann upp fyrir Idol ţá er hún minnisstćđ miklu fleira fólki en ella, einmitt vegna ţátttöku í Idol. Viđurkenni ađ flest sem ţar hefur veriđ á ferđ er lítt minnisstćtt, en Hildur Vala er annađ nafn sem vert er ađ nefna, ţótt hún sé á öđrum slóđum í tónlist en Ylfa Lind, hún rokkar!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.2.2008 kl. 01:57

2 Smámynd: Haukur Viđar

Ţađ er nú pínu svipur međ henni og Svavari Knúti, trúbador og Hraun-liđa

Haukur Viđar, 20.2.2008 kl. 02:14

3 identicon

Ekki minn tebolli. Enn einn idol karaóke söngvara ađ gefa út karaóke ábreiđu plötu. Ég hef engan áhuga á ţessari karaóke-vćđingu sem fer yfir allt međ ţátttakendum karaókeţáttanna (Idol/X-faktor/Bandiđ hans Bubba) , geta svo sem veriđ góđir söngvarar sem koma úr ţessu, en ekkert frumlegt.

Snilldarlagaval á ábreiđum, verđ ađ hrósa henni f. ţađ. Verst ađ ég hef engan áhuga ađ kaupa ábreiđuskífur.

Ari (IP-tala skráđ) 20.2.2008 kl. 03:10

4 Smámynd: Markús frá Djúpalćk

Ég verđ ađ nálgast ţessa plötu, úr ţví ţú ert svona hrifinn. Ţessi tónlist gćti líka passađ vel inn á Sögu.

Markús frá Djúpalćk, 20.2.2008 kl. 09:58

5 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Ég ţakka kćrlega fyrir mig Jens minn, ţetta var fallegt af ţér. Ég ber mikla virđingu fyrir ţér sem tónlistarspegúlant og er alveg í skýjonum yfir ţessari umsögn frá ţér

Takk fyrir mig 

Ylfa Lind Gylfadóttir, 20.2.2008 kl. 14:11

6 Smámynd: Markús frá Djúpalćk

Ylfa Lind ćtlar ađ vera í viđtali á Útvarpi SÖgu nćstkomandi mánudagsmorgun kl. 7:30.

Markús frá Djúpalćk, 20.2.2008 kl. 14:43

7 identicon

algjörlega sammála..

ég elska ţennan disk og hún syngur náttlega bara vel :)

Tinna Berg (IP-tala skráđ) 20.2.2008 kl. 17:20

8 Smámynd: Magnús Geir Guđmundsson

Hef svosem engu viđ ađ bćta, hrósađi stúlkunni fyrir löngu. En nú eiga ţeir sem ţetta lesa bara skilyrđislaust ađ verđa sér úti um plötuna, hlýtur ađ leynast í einvherjum verslunum, en ekki ţar ţá bara hafa samband viđ söngkonuna sjálfa, sem sjálfsagt á eintök ennţá hjá sér!

Magnús Geir Guđmundsson, 20.2.2008 kl. 18:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.