Stórkostlegur jarðskjálfti - meira svona!

  Fátt er betra en góður jarðskjálfti.  Það er að segja ef fólk kann gott að meta.  Ég myndi glaður vilja fá daglega svona jarðskjálfta eins og kom í dag.  Um leið og ég heyrði að jarðskjálftinn var að skella á þá henti ég mér snarlega á bakið á gólfið og teygði lítillega úr mér.  Gólfið hristist og víbraði hressilega þannig að ég fékk virkilega gott baknudd.  Það besta sem ég man eftir að hafa fengið.

  Þegar skjálftanum lauk stóð ég upp,  hristi mig smá og hélt síðan áfram að vinna eins og ekkert hafi í skorist,  sprækur og allur endurnærður.  Síðan hef ég ekki fundið fyrir þreytu í bakinu frekar en fyrir skjálftann.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrea

Ekki viss um að fólkið sem missti allt innbúið sitt sé sammála

Andrea, 29.5.2008 kl. 23:45

2 Smámynd: Jens Guð

  Andrea,  þetta er alltaf einstaklingsbundin upplifun.  Svo framarlega sem fólk slasast ekki er ástæða til að taka jákvæða pólinn í hæðina.  Innbú er forgengilegt fyrirbæri.  Kannski var kominn tími til að endurnýja innbúið og breyta aðeins um stíl. 

Jens Guð, 29.5.2008 kl. 23:56

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Vinna ?

Ert þú ekki bara bananabátakremari ?

Steingrímur Helgason, 29.5.2008 kl. 23:57

4 Smámynd: Halla Rut

Gott að þú fékkst ekki bók í hausinn Jens.

Andrea, láttu ekki Jens stríða þér. 

Halla Rut , 29.5.2008 kl. 23:57

5 Smámynd: Ómar Ingi

Jens er bara búin að finna það út að það einstaklega gott að drekka bjór á bakinu í Jarðskjálfta og þaðán kvennamanns ( sem reyndar soldið Corny)

Ómar Ingi, 30.5.2008 kl. 00:15

6 Smámynd: Jens Guð

  Steingrímur,  vinnan göfgar.  Jafnvel þó hún snúi bara að því að hjálpa fólki á sólríkum degi að nálgast góða Banana Boat sólvörn.  Reyndar er næstum ofsagt að ég vinni.  Ég er aðallega að leika mér og hrekkja náungann.  Í dag sá ég til að mynda vöruflutningabílstjóra leggja við vörumóttökudyr og þamba hluta úr kókflösku áður en hann afgreiddi vörusendingu.  Ég brá við skjótt,  keypti appelsínflösku,  hellti helmingnum niður og skipti um flösku við kauða á meðan hann afgreiddi vörusendinguna.  Síðan fylgdist ég með því úr fjarlægð þegar hann vippaði sér aftur upp í vörubílinn og ætlað að halda áfram að þamba kókið.  En greip appelsínflöskuna,  horfði á hana í forundran og skildi ekki upp né niður í smástund.  Svo smakkaði hann tortrygginn og varlega á appelsíninu áður en hann lét sig hafa það að þamba afganginn.  Þetta var mjög kjánalegur einkahúmor hjá mér sem skemmti engum öðrum.  En ég hló í leyni.

  Halla Rut,  á meðan maður fær ekkert verra en bók í hausinn er ég sáttur.  Ég á eftir að stríða Andreu miklu meira.  Hún tekur hlutina svo alvarlega.

  Ómar,  það er alltaf gott að drekka bjór,  hvort sem maður liggur á bakinu,  situr eða stendur.  Ég hef ekki prófað jarðskjálfta með kvenmanni svo ég hef engan samanburð.  Þessi jarðskjálfti var fínn eins og hann var og ég sakna einskis.  Þó að þetta sé "corny". 

Jens Guð, 30.5.2008 kl. 00:40

7 Smámynd: Skattborgari

Haha alltaf jafn góður húmor hjá þér.

Skattborgari, 30.5.2008 kl. 00:54

8 Smámynd: Jens Guð

  Skattborgari,  takk fyrir innlitið.

  Benóný,  ég var ekki búin að heyra af lömbum sem dóu í Ölfusinu.  Hefðu þau ekki orðið kryddlegnar lambasneiðar í haust hvort sem er?  Ég skal svo sem ekki segja hvort að metnaður þeirra lá frekar í það hlutverk.  En eru sunnlenskir bændur ennþá að leggja inn ull?  Er ullin ekki verðlaus í dag? 

  Ég hef ekki sagt að mér þyki gott að lömb dóu í Ölfusi.  Ég er fæddur innan um lömb, ólst upp á Sláturhúsi Skagfirðinga við að slátra lömbum,  búta þau niður í lambalæri,  hrygg og kótelettur og ganga frá í frystinum.  Sem krakka þótti mér einstaklega gaman að drekka brennivín í frystinum og láta snögg-svífa á mig þegar gengið var út úr honum.

  Bændur sem gráta yfir föllnum lömbum herðast af því og verða hæfari til að takast á annað mótlæti.  Þeir standa sterkari á eftir.  Þar fyrir utan ætla ég að þeir hafi gætt að tryggingum.  Ef ekki,  þá hafa þeir lært af reynslu.  Reynsla er góð þegar upp er staðið. 

Jens Guð, 30.5.2008 kl. 01:15

9 Smámynd: Halla Rut

Sjaldan liggur á svörunum hjá Jens. Þú hefðir átt að vita betur Benóný Jónsson, áður en þú reyndir að króa hann af og spæla hann.

Halla Rut , 30.5.2008 kl. 01:29

10 Smámynd: Jens Guð

  Benóný,  ég gleymdi að játa að þú negldir mig.  Hinsvegar var ég ekki nakinn þegar ég lagðist á gólfið heldur íklæddur peysu (sem ég fékk í afmælisgjöf),  kuldaúlpu og með prjónahúfu á höfði.  Sem var í fljótu bragði kjánalegt miðað við 20 stiga hita.  En dugði til að klæða af mér hitann. 

Jens Guð, 30.5.2008 kl. 01:31

11 Smámynd: Jens Guð

  Halla Rut,  ég kann vel við spælingar.  Þær krydda umræðuna betur en kryddlegin lambalæri.

  Benóný,  konur ljúga og ýkja þegar þannig liggur á þeim.  Við gerum það líka. Það fer allt eftir því hvernig liggur á þeim og okkur. 

Jens Guð, 30.5.2008 kl. 02:08

12 Smámynd: Jens Guð

  Benóný,  þú þarft ekki að biðjast afsökunar á neinu.  Það er bara gaman að taka tilveruna ekki of hátíðlega.  Ég geri það ekki og það er gott að þú gerir það ekki heldur.

Jens Guð, 30.5.2008 kl. 02:13

13 Smámynd: Skattborgari

það þarf að vera smá djók öðru hvoru annars verður maður þunglyndur.

Skattborgari, 30.5.2008 kl. 02:15

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Svona í tilefni þess að ég get ekki sofið eðlilega sem er bara 30 ára timabilavani eða vanræði sem ég er fyrir löngu hættur að fárast yfir. Ég svaf nú bara af mér jarskálftann stóra. Var nefnilega nýbúin að fá gamla vin í heimsókn sem er reglulegur "jarðskjálftamaður" og tröll að vexti. Hann tæk mig svoleiðis í bakaríð að éf steinsofnaði á eftir og missti af þessum landsskjálfta. Verð að viðurkenna að svona útreið hef ég ekki fengið í mörg ár. Hægt að kalla það "tilfinningalegt nudd" af harðari sortinni og líður mér bæði vel og illa. Sagðist ætla að fylgjat með mér af því að ég væri argasti dóni á blogginu og bréfaskriftum til ýmissa embætta. Bréfin fóru löngu áður enn ég lærði að blogga. Hann hafði svo skelfilega rétt fyrir sér að ég sit uppi og gapi enn og líður eins og mesta fífli á Íslandi. þannig er tilfinninginn virkilega. Svo faðmaði hann mig, lét mig hafa símanúmerið sitt og sagði að ég gæti treyst því að hann myndi aldrei rota mig nema ef ég þyrfti nauðsynlega á því að halda! Fékk svo skipun um að afsökun til allra sem ég hefði móðgað eða sært...svo fór hann bara eftir einn kaffibolla..hann trúir ekki á sálfræði enn er sá besti sem ég hef hitt. hann vinnur við að klippa runna og skreyta garða..besta heimsókn eiginlega sem ég hef fengið síðan ég kom til Íslands nú að verða 3 ár...

Óskar Arnórsson, 30.5.2008 kl. 03:39

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jens, ef ég vissi ekki að þú værir að grínast þá mundi ég skamma þig,  þetta var ekki gaman. 

Ásdís Sigurðardóttir, 30.5.2008 kl. 07:20

16 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Njóttu helgarinnar Jensinn minn og vertu fljótur á gólfi ef sá stóri kemur aftur fyrst hann er svona góður fyrir bakið þitt.  Hehehehe...

Ía Jóhannsdóttir, 30.5.2008 kl. 07:24

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég frétti af einum stóð við klósettskálina þegar sá stóri reið yfir og var að pissa. Hann er að bíða eftir almenninlegum eftirskjálfta svo hann geti klárað

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.5.2008 kl. 10:38

18 identicon

Þetta var í eina skiptið sem mér leið eins og eðlilegum manni.  Ég er nefnilega með parkisons

Gunnar (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 12:12

19 Smámynd: Haraldur Davíðsson

ætlar enginn að rukka túristana aukalega fyrir skjálftann ?

Haraldur Davíðsson, 30.5.2008 kl. 15:44

20 Smámynd: Heidi Strand

Jeg merket ingen ting til jordskjelvet og visste ikke noe. Da jeg satte på TV var det bilder fra en rasert stue i Hveragerði. Det så ut som om Innlit /útlit var på besøk hjemme  hos min manns kamerat som bor i Reykjavik.
Kjøkkenet som ble vist lignet på mitt etter at en venn av oss hadde laget mat til min 40 årsdag.

Heidi Strand, 30.5.2008 kl. 18:27

21 identicon

http://www.edrumenn.blogspot.com/

Kalli (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 20:45

22 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.5.2008 kl. 22:46

23 identicon

Skil ekki húmorinn. Á maður að hlæja að Jens Guð. Minnist ekki þess að viðkomandi hafi nokkurn tíman verið fyndinn. Það eru margir merkilegir og skemmtilegir Selfyssingar sem komið hafa hingað á Hellu til að ná sér í vatn. Furðuleg komment hjá fullorðnum blaðamanni !,

Gunnar (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 09:08

24 identicon

Jens kallar sig blaðamann....stjórnaði eiginlegaga bara algerum sorpritum í den. Það geta allir gert svoleiðis. Hef aldrei lesið djúpa og ígrundaða grein eftir ofanritaðan.

Gunnar (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 09:17

25 identicon

...og þið sem hlæjið...það er ykkar skömm. Bíðið bara þar til jarðskjálfi "nuddar" eigið bak.

Gunnar (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 09:21

26 identicon

Hef aldrei lesið annað eins fíflablogg....Þið ættuð að skammast ykkar !!

Gunnar (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 09:29

27 identicon

Ég hlæ mig yfirleitt máttlausan yfir bloggskrifum Jens:-) Þetta er stórskemmtileg síða sem ég kíki yfirleitt alltaf á, svona þegar maður er að rúnta um netheima. Skil ekki svona komment eins og frá Gunnari, auðvitað hafa allir rétt á sínum skoðunum, en að nenna að eyða tíma í að lesa e-ð sem að manni leiðist og hvað þá að hafa fyrir því að kommenta og vera með skítkast. Það ert þú Gunnar sem að ættir að skammast þín!

Tommi (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 10:35

28 identicon

Kannski eruð þið bloggfífl orðin vinir að eilífu. Méir er skítsama. Finnst þið drulluslöpp.

Gunnar (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband