Sparnaðarráð fyrir eldri borgara í kreppunni

 

   Ógift par um sjötugt fór til læknis.  Læknirinn spurði hvað hann gæti gert fyrir parið.  Maðurinn svaraði:  "Ég þarf að biðja þig um að fylgjast með okkur hafa kynmök og segja hvað þarf að lagfæra."

Lækninum brá í brún en samykkti. Þegar parið hafði lokið sér af sagði læknirinn:  "Það er ekkert að kynlífinu hjá ykkur,  en ég verð að rukka ykkur um 4000 krónur fyrir skoðunina."

Þetta endurtók sig margar vikur í röð. Parið pantaði tíma, stundaði kynlíf , borgaði lækninum og fór.  Lækninum var nokkuð sama um þetta sérkennilega athæfi því parið borgaði honum skilvíslega 4000 krónur í hvert skipti.  Að lokum náði forvitnin þó yfirhöndinni og læknirinn spurð:  "Hverju eruð þið eiginlega að reyna að komast að?": 

  Gamli maðurinn svaraði:  "Konan er gift og við getum ekki farið heim til hennar.  Ég er kvæntur og við getum ekki farið heim til mín.  Það kostar 8000 kall að taka hótelherbergi á leigu.  Hér þurfum við á hinn bóginn aðeins að borga 4000 krónur og fáum 3500 króna endurgreiðslu frá Tryggingastofnun."


mbl.is Áfram rætt við Rússa um lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

snilld

Brjánn Guðjónsson, 24.10.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 Magnaður!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2008 kl. 22:25

3 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

hahahaha

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 24.10.2008 kl. 22:35

4 Smámynd: Gulli litli

svalur....

Gulli litli, 24.10.2008 kl. 22:40

5 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Besta sparnaðarráð sem ég hef heyrt hingað til

Ylfa Lind Gylfadóttir, 24.10.2008 kl. 22:57

6 Smámynd: Halla Rut

Halla Rut , 24.10.2008 kl. 23:22

7 Smámynd: Arnþór Ragnarsson

:):) góður!

Arnþór Ragnarsson, 25.10.2008 kl. 00:01

8 Smámynd: Sævar Einarsson

Hérna eru sparnaðarráð fyrir Íslenska ríkið og það grínlaust:

Niðurskurður á sendiráðum !

Á Íslandi rekum við hvorki meira né minna en 17 sendiráð ... skoðum þetta aðeins betur miðað við okkar frægu höfðatölu.

USA er með 166 sendiráð og samkvæmt íbúafjölda þar þá eru þeir 305,429,000 og það þýðir að það er eitt sendiráð á hverja 1.839.933 einstaklinga í USA.

Finnland er með 77 sendiráð og samkvæmt íbúafjölda þar þá eru þeir 5,322,588 og það þýðir að það er eitt sendiráð á hverja 69.124 einstaklinga.

Danmörk er með 80 sendiráð og samkvæmt íbúafjölda þar þá eru þeir 5,475,791 og það þýðir að það er eitt sendiráð á hverja 68.447 einstaklinga.

Bretland er með 146 sendiráð og samkvæmt íbúafjölda þar þá eru þeir 60,975,000 og það þýðir að það er eitt sendiráð á hverja 417.636 einstaklinga.

Ísland er með 17 sendiráð og samkvæmt íbúafjölda okkar þá erum við 313,376 og það þýðir að það er eitt sendiráð á hverja 18.433 einstaklinga.

Mér detta orð forsetafrúarinnar strax í hug "Ísland, stórasta land í heimi"

Sævar Einarsson, 25.10.2008 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.