Krúttlegar ljósmyndir

bónusgrís7  Þessar sætu og hugljúfu ljósmyndir rifja upp þegar íslenska þjóðin tók bónusgrísinn í fóstur.  Hann var munaðarlaus.  Var hvorki úr ranni Kolkrabbans né SÍS.  Íslenska þjóðin fóstraði bónusgrísinn frá fyrsta degi og nærði hann við brjóst sér.  Hann var alltaf hreinn og strokinn.  Fóstran sá um að sleikja hann daglega hátt og lágt. 

  Nú er bónusgrísinn orðinn fullveðja og sér um sig sjálfur.  Eða þannig.  Það eru engar myndir af því.

bónusgrís1bónusgrís2Abónusgrís6bónusgrís5bónusgrís4bónusgrís3bónusgrís2


mbl.is Kalla á heildarendurskoðun á samkeppnisumhverfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Þörf söguleg áminning fyrir okkur öll

Björgvin R. Leifsson, 21.12.2008 kl. 18:47

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Feikna í rassinum flís,
fannst nú í Bónusgrís,
ógnar var heppni,
engin samkeppni,
hugur mér ferlega hrís.

Þorsteinn Briem, 21.12.2008 kl. 19:04

3 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Tvímælalaust. Fjár-hundar.

Björgvin R. Leifsson, 21.12.2008 kl. 19:11

4 Smámynd: Jens Guð

  Björgvin,  það er líka gott að rifja upp orð Jóhannesar í árdaga Bónus um að einn aðili megi aldrei ráða yfir 10% markaðshlutdeild á matvörumarkaði.

  Steini,  takk fyrir limruna.

  Dúa,  ég hélt að þjóðin væri tík (bitch) en sé að skilgreining Björgvins er miklu betri.

Jens Guð, 21.12.2008 kl. 19:45

5 identicon

Litli sæti grísinn varð stór og ljótur græðgisgrís

gunna (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 20:48

6 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Nú skilur maður af hverju grísinn getur gelt urrað og bitið frá sér.

Þorvaldur Guðmundsson, 21.12.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband