Anna á Hesteyri - örfá minningarorð

anna á hesteyri

  Hér fyrir neðan eru nokkrar skemmtilegar sögur af Önnu Mörtu Guðmundsdóttur frænku minni frá Hesteyri í Mjóafirði.  Hún lést aðfaranótt gærdags áttræð að aldri.  Faðir Önnu og faðir mömmu minnar voru bræður.  Anna var einkabarn aldraðra foreldra sinna.  Hún var að ofvernduð af foreldrum sínum og batt sína bagga ekki sömu böndum og aðrir.

  Anna var með góða eðlisgreind en vegna einangrunar kom hún sér upp sérkennilegum skoðunum.  Hún var náttúrubarn fram í fingurgóma og tók ung einarða afstöðu með trúarviðhorfum aðventista. 

  Æskuminningar mínar af Önnu einkennast af bréfum sem voru ítarlegar lýsingar á húsdýrum hennar og foreldra hennar.  Við,  sex systkini,  fengum reglulega frá Önnu löng bréf,  hvert um sig.  Þar tíundaði hún það sem helst hafði á daga húsdýra hennar drifið.  Hún endurtók ekkert frá einu bréfi til annars.  Hún skrifaði um dýrin sín eins og um nána ættingja/vini væri að ræða. 

  Eftir að ég flutti til Reykjavíkur á unglingsárum kynntist ég Önnu í persónu.  Hún heimsótti mig og mína fjölskyldu og samskipti urðu meiri.  Þegar hún heimsótti mig á auglýsingastofuna sem ég vann á lagðist vinna niður og vinnufélagarnir grétu úr hlátri undir frásögnum Önnu af sér og sínum.  Þó var það ekki ætlun Önnu að koma fólki til að hlægja.  Það var bara ekki annað hægt. 

  Eftir að símataxti á Íslandi varð eitt markaðssvæði var Anna dugleg að hringja í mig.  Þau símtöl skildu mig oftar en ekki í hláturkrampa yfir vangaveltum Önnu um lífið og tilveruna.  Hún hafði sterkar skoðanir á öllu og öllum.  Þær skoðanir voru oft frumlegar og hún velti upp flötum sem ég hafði aldrei hugsað út í.

  Eitt sinn barst mér bréf frá Önnu sem innihélt einnig fjölda ljósmynda af mömmu og fleiri ættingjum. Utan á umslaginu stóð:  "Heimilisfólkið á Grettisgötu".  Póstburðarmanneskjan hafði greinilega fært þetta umslag hús frá húsi við Grettisgötu dögum saman.  Á umslaginu var gamall dagstimpill og það hafði verið rifið upp. 

  Anna velti sér aldrei upp úr smáatriðum varðandi póstáritun.  Fyrir síðustu jól hringdi í mig kona.  Henni hafði borist jólakort frá Önnu Mörtu.  Konan þekkti Önnu ekki persónulega og vissi að kortið var ekki til sín.  Á umslaginu stóð aðeins:  "Kristín Jónsdóttir,  Reykjavík".  Sem betur fer vissi ég hver átti að vera viðtakandi kortsins.  Sú býr í Kópavogi,  sem,  jú, er stutt frá Reykjavík.

  Mér þykir líklegt að Anna verði jörðuð í fjölskyldugrafreitnum á Hesteyri.  Þar hvíla foreldrar hennar og afi minn og amma.  Anna var áður búin að gefa út yfirlýsingu þess efnis að vilja verða síðasta manneskja greftruð þar.  Hinsvegar tók hún fram að ef hún félli frá í öðrum landshluta mætti ekki eyða peningum í að flytja kistu hennar til Mjóafjarðar.  Þeim kostnaði ætti frekar að verja til þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu. 

  Á seinni árum tók Anna að sér róna frá Reykjavík.  Þar á meðal ýmsa landfræga.  Þegar Anna ámálgaði fyrst við mig að hún vildi fá að taka að sér róna frá Reykjavík sagði hún að rónar væru svo skemmtilegir.  Bogi og Örvar í Spaugstofunni væru hennar uppáhald.  "Rónarnir í Spaugstofunni eru lang skemmtilegastir,"  sagði Anna.

  Hér eru nokkrar sögur af Önnu á Hesteyri:

 

- í heyskap
- fór í bakarí
- gestir
- slóst við mömmu
- Farandssali
- Sendi lögguna
- Leikið við aðra bílstjóra
- Hleypti Villa ekki frammúr
- Konfektkassi
- Ósátt við umbúðir Nupo létt
- Hringtorg 
.
  Í fyrra kom út ævisaga Önnu í bók:
annaáhesteyri - bókarkápa
  Þessi bók hefur einnig verið gefin út á geisladisk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég votta þér samúð mína.

Ég las allar þessar sögur og skellihló - hún hefur verið dásamlegur karakter þessi kona og það er alltaf eftirsjá að þeim. Gott að sögunum um hana hefur verið safnað á bók, ég ætla að muna eftir henni næst þegar ég fer á safnið.

Kveðja

Angantýr Ófeigsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 00:09

2 Smámynd: Hannes

Leiðinlegt að hún sé dáinn. Hún var mjög sérstök samkvæmt því sem ég hef lesið á blogginu hjá þér.

Hannes, 16.9.2009 kl. 00:09

3 Smámynd: Kama Sutra

Mér eru mjög minnisstæð viðtöl sem ég heyrði stundum við Önnu fyrir einhverjum árum í útvarpinu (RÚV minnir mig).  Það vakti sérstaka athygli mína hvað hún var mikill dýravinur - og hvað hún bar mikla virðingu fyrir dýrunum sem lifandi verum.  Fólk mætti almennt taka hana sér til fyrirmyndar í þeim efnum.  Þá væri heimurinn mun betri.

Kama Sutra, 16.9.2009 kl. 01:08

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég votta þér samúð mína, sögurnar þínar af henni Önnu voru samt með því skemmtilegasta sem ég hef lesið á blogginu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.9.2009 kl. 01:24

5 identicon

Mínar innilegustu samúðarkveðjur; til þín og fjölskyldu þinnar, vegna fráfalls frænku þinnar - hver; átti sér fáa líka, Jens minn.

Man fyrst; þátttöku hennar, í ýmissi umræðu Þjóðarsálarinnar, á RÚV, um og eftir 1990, og; hversu henni var einkar lagið, að létta af manni hversdags drunganum, í amstri daganna.

                                    Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 01:31

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Zamúða yfir þig Jenzi minn með frænku þína.  Mikil mannezkja.

Steingrímur Helgason, 16.9.2009 kl. 01:47

7 identicon

"Eitt sinn verða allir menn að deyja. / Eftir bjartan daginn kemur nótt." Samhryggist, um leið og ég þakka þetta tenglasafn og frábæru sögur.

Skorrdal (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 04:54

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég votta þér samúð mína Jens.

Óskar Þorkelsson, 16.9.2009 kl. 07:41

9 identicon

Sæll Jens og þakka þér falleg orð um Önnu,- hún var yndisleg kona og ég verð ætíð þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni.  Ég var einnig nokkuð skyld henni og þekkti hana vel, á yndislegar minningar af heimsóknum til hennar á Hesteyri og heimsókn hennar suður til okkar, jólakortin hennar toppuðu alltaf öll önnur kort og beðið var eftir þeim með miklum spenningi á mínu heimili, .... og símtölin!    Við skrifuðumst mikið á þegar ég var yngri, þá var hún að skrifa fréttir fyrir pabba sinn til afa míns og við frænkurnar skiptumst á fréttum hvor af annari.  Ég tel mig afar lánsama að hafa átt hana að sem frænku.   Enn og aftur þakka þér fallegu orðin þín!

Margrét (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 07:54

10 identicon

Kær heilsan Jens. Ég votta þér mína dýpstu samúð við fráfall þessarar stórfrænku þinnar.

Kæra þökk enfremur fyrir að deila með okkur hinum sögum og minningum um þessa merkis kellu, oft uppspretta gleðistunda og mikilla hlátra

Kveðja frá Frans

Hörður Þór Karlsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 08:38

11 identicon

Blessuð sé minning þessarar mætu og góðu manneskju,sem hún Anna Marta Guðmundsdóttir var.Jens ég votta þér mína innilegustu samúð. Önnu mun ég ætíð sakna,ég ætla að hengja mynd af henni uppá vegg hjá mér,hún var kærleiksrík manneskja og hreinskilin.Anna frá Hesteyri ei mun gleymast.

Númi (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 10:34

12 identicon

RIP

Hér er sjónvarpsfréttin um hana frá því í sjónvarpinu í gær

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4497751/2009/09/15/11

Ari (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 12:44

13 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Blessuð sé minning hennar.

Jens Sigurjónsson, 16.9.2009 kl. 15:32

14 Smámynd: Ragnheiður

Innilegar samúðarkveðjur Jens, hún var merkileg persóna Anna á Hesteyri

Ragnheiður , 16.9.2009 kl. 18:13

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég samhryggist þér, Jensinn minn!

Skemmtileg minningarorð, eins og þín var von og vísa.

Þorsteinn Briem, 16.9.2009 kl. 18:23

16 Smámynd: Jens Guð

  Þið öll,  bestu þakkir fyrir samúðarkveðjur og falleg orð.  Þó Anna hefði orðið áttræð síðar í þessum mánuði er manni brugðið við tíðindin.  Það er skrítin tilhugsun og tómleg að eiga ekki eftir að spjalla oftar við hana í síma.  Á móti vegur að hún sendi mér áritað eintak af bók sinni síðasta vetur.  Mér þótti og þykir vænt um það og fagna því mjög að ævisaga hennar hafi verið skráð og gefin út í fyrra. 

Jens Guð, 16.9.2009 kl. 20:51

17 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Ég votta þér samúð mína.

En að sama skapi þakka ég fyrir allar frásagnirnar af henni. Hún hefur greinilega verið mikil kjarnakona. Það er alveg á hreinu að ég þarf að finna eintak af bókinni um hana.

Aðalsteinn Baldursson, 16.9.2009 kl. 21:50

18 Smámynd: Ómar Ingi

Votta þér samúð Jens

R.I.P

Ómar Ingi, 16.9.2009 kl. 21:53

19 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Samúðarkveðja til þín Jens

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 16.9.2009 kl. 22:20

20 identicon

Þvílík djöfulsins hræsni í fólki. Hver ykkar þekkti hanna Önnu að ráði. Gegnum sögur frá einum versta bloggara landsins sem virðist vera með bloggræpu, til þess eins að vinna sér vinsældir.

Held að Jóna sé einna verst í anal sleikingunum. Hafið skömm fyrir hræsni ykkar.

Jón á merareyri (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 01:53

21 identicon

Er það "hræsni" að sýna samúð?

Skorrdal (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 02:05

22 identicon

Þið þekkið ekkert bloggaran og vitið ekkert um Önnu.  Vitið ekki einu sinni hvort hún var til í alvörunni.  Þetta er eins og að mæta óboðin í erfðadrykkju hjá ókunnugum. 

Jón á merareyri (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 08:08

23 identicon

Það væri nú sérkennilegt að mæta boðin/n í erfðadrykkju hjá ókunnugum.

Gestur (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 09:30

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erfðadrykkja er nú tæpast til fyrirmyndar.

Hins vegar fengu menn aldrei boðskort í erfidrykkju í minni sveit.

Þorsteinn Briem, 17.9.2009 kl. 09:57

25 identicon

Vildi bara votta þér samúð mína, veit hve vænt þér þótti um hana.

Heppilegt að bókin sé til, kem mér kannski núna að því að lesa hana, hef ætlað það síðan hún kom út .

Og þó ég hafi ekki þekkt hana persónulega, þá heyrði maður alltaf eitthvað af henni, bæði þessi fáu skipti sem ég kom að Hrafnhóli sem barn og frá Króknum . Og af blogginu.

Villi Kristjáns (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 10:37

26 identicon

Hvað veist þú hverjir hérna inni þekkja Jens, Herra Jón á Merareyri? 

Erfidrykkja er nokkuöð sem öllum er frjálst að mæta í, en fólk kann sig þó almennt og veit sín mörk hvort það á erindi í drykkjuna eða ekki.

Nei ég þekkti ekki Önnu en mér fannst ég kynnast henni örlítið í gegnum ágæta pistla Jens sem þú kallar hluta af versta bloggi sem um getur - það er skrýtið hvernig þú verðleggur vinkonu þína Önnu.

Það hefur greinilega fleirum en Jens þót eitthvað varið í að segja frá henni fyrst gefin var út heil bók um konuna. Bók sem ég ætla að lesa við fyrsta tækifæri. Sama er að segja um ríkissjónvarpið sem sá ástæðu til þess að geta dauða hennar og greinilega hafði heimsótt hana áður. Ertu viss um að það séu bara þeir sem þekktu hana sem minnast hennar?

Það er aldrei undir nokkrum kringumstæðum hræsni að votta samúð sína. Fólk sem á í erjum einmitt leggur oft niður vopnin a.m.k. um stund með því að skiptast á samúðarkveðjum ef þannig stendur á.

Ég get sagt þér það hái herra Jón að ef mig grunaði ekki að þú sért syrgjandi í þessu máli þá myndi ég fara um þig mun óblíðari höndum hér en ég hef þegar gert, ergo ég myndi hakka þig í mig fyrir yfirgengilegan dónaskap og skort á mannasiðum!

Hafðu það!

Angantýr Ófeigsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 14:36

27 Smámynd: Jens Guð

  Þið öll,  ég þakka aftur fyrir samúðarkveðjur og hlý orð og biðst um leið velvirðingar á að svara ekki öllum kveðjum.

Jens Guð, 17.9.2009 kl. 23:12

28 Smámynd: Jens Guð

  Aðalsteinn,  Anna var eiginlega merkilegri en kjarnakona.  Hún var fágætt eintak af virkilega góðri manneskju.  Mig langar til að vitna til orða hennar í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkrum árum.  Þar sagðist hún vilja vera jörðuð í fjölskyldugrafreitinn á Hesteyri.  En tók jafnframt fram að ef hún félli frá stödd í öðrum landshluta vildi hún ekki að peningum væri eytt í kostnað við flutning líksins til Hesteyrar.  Þeim peningum væri betur varið í að hjálpa þeim sem minna mega sín.

Jens Guð, 17.9.2009 kl. 23:21

29 identicon

Svar nr. 22 á ég ekkert í, enda kann ég stafsetningu. Einhver annar hefur ákveðið að nota það. Nr. 20 er mitt og stend við það. Að votta einhverjum samúð vegna manneskju sem maður þekkir ekkert til, er ekkert annað en hræsni og sleikjuskapur. Þið sem ekkert þekktuð til Önnu ættuð að venja ykkur af falsi, því það er nokkuð víst að fráfall Önnu hefur ekki snert ykkur á nokkurn hátt.

Jón á merareyri (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 23:22

30 Smámynd: Jens Guð

  Jón á merareyri,  ólund þín fer yfir mörkin.  Ég dreg í efa að þú sért aðstandandi Önnu.  Bullið í þér er ekki í anda Önnu.  Ég sé ekki að nein Jóna hafi blandað sér í umræðu um fráfall Önnu.  Að öllu jöfnu tek ég blogg mitt ekki hátíðlega.  Það er oftast bull á léttum nótum.  Ég get alveg sætt mig við ókurteisi og gusur vegna annarra bloggfærslna en um Önnu. Hef bara gaman af.  En þegar ég skrifa þessi örfáu minningarorð um mér kæra frænku gegnir öðru máli.  Hafðu skömm fyrir að ryðjast hér fram undir asnalegu dulnefni og vanvirða syrgjandi ættingja Önnu með ókurteisi og ruddaskap.  Þú ert dapurlegt eintak af fífli. 

Jens Guð, 17.9.2009 kl. 23:37

31 Smámynd: Jens Guð

  Skorrdal,  því fer fjarri að hræsni felist í að votta okkur aðstandendum Önnu samúð.  Þvert á móti þykir mér virkilega vænt um samúðarkveðjur ykkar.  Við erum að fást við sorg og mér hlýnar um hjartarætur við hlutdeild ykkar í því ferli. 

Jens Guð, 17.9.2009 kl. 23:43

32 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  takk fyrir þessi orð.

Jens Guð, 17.9.2009 kl. 23:45

33 Smámynd: Jens Guð

  Villi,  takk fyrir það.  Gaman að þú skulir muna eftir Önnu.  Bókin er virkilega merkilegur vitnisburður um þessa frábæru manneskju.

Jens Guð, 17.9.2009 kl. 23:47

34 Smámynd: Jens Guð

  Angantýr,  ég er næstum viss um að fíflið Jón á merareyri er ekki aðstandandi Önnu.  Hann er bara fífl.  En hafi hann hugrekki til - sem ég er viss um að hann hefur ekki - mætti hann gera grein fyrir sér.  En það er vísast borin von.   

Jens Guð, 17.9.2009 kl. 23:53

35 Smámynd: Jens Guð

  Jón á merareyrifífl,  Anna á Hesteyri var þjóðþekkt.  Um hana var skráð bók,  sjónvarpsstöðvar gerðu þætti um hana,  hún var um tíma vikulegur álitsgjafi um málefni líðandi stundar á rás 2;  Mannlíf,  DV og fleiri fjölmiðlar birtu löng viðtöl við hana; Fréttablaðið birti um tíma vikulega álit hennar á því sem hæst bar í þjóðfélagsumræðu. 

  Þeir sem hér hafa sent inn samúðarkveðjur þekkja til Önnu.  Einnig í gegnum blogg mín um hana.  Mér þykir verulega vænt um þær samúðarkveðjur sem hér hafa verið sendar inn.  Það sama á við um aðra ættingja Önnu sem hafa fylgst með þessari umræðu. 

  Að þú setjir þig á háan hest í þessari umræðu og vænir fólk um fals og hræsni er þér til minnkunar.  Þú ert fífl.  Nafnlaust fífl og hugleysingi.  Þú ert minningu Önnu á Hesteyri til skammar.

Jens Guð, 18.9.2009 kl. 00:07

36 identicon

heyr heyr.

Ari (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 01:35

37 identicon

Eitt sem ég vil benda á - að votta einhverjum samúð er að sýna hluttekningu í líðan þess sem maður beinir orðum sínum til  og hefur ekkert að gera með hvort sá sem vottar samúðina þekkti þann sem dó eða ekki, heldur þekkir hann þann sem talað er til.

Samúðinni er ekki beint til dáins fólk henni er beint til þeirra sem eftir sitja og syrgja, það er með því fólki em maður hefur samúð. Fólk vill sýna þeim sem á um sárt að binda að hugurinn er hjá þeim. 

Angantýr Ófeigsson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 09:47

38 identicon

Sumir skilja bara ekki mannleg samskipti, Angantýr.

Skorrdal (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband