Bestu bílar ársins 2010

  59 blaðamenn á bílatímaritum í 23 löndum tóku þátt í vali á "Bíl ársins 2010".  Ég veit lítið um bíla og bílamarkaðinn og ég fatta ekki hvernig menn geta úrskurðað hvaða bílar verða þeir bestu á næsta ári.  Fjölmiðlar leita ætíð álits míns á bestu plötum ársins sem er að líða eða fyrri ára.  En aldrei á bestu plötum komandi árs.  En þetta urðu úrslitin í vali bíladellumanna á bestu bílum ársins 2010:  Opel Astra lenti í 3ja sæti með 221 stig.  Toyota IQ í 2. sæti með 337 stig.  Vinningshafinn reyndist vera VW Polo með 347 stig. 

.   Pólóinn er þá sennilega betri en VW Caddy-inn minn.  Annarri eins druslu hef ég ekki kynnst.  Alltaf að bila.  Og ef hann bilar ekki þá dældast hann við minnsta núning utan í aðra bíla eða ljósastaura. 

Ja,  það segir sig reyndar sjálft að VW hlýtur að vera betri en VW Caddy.  Annars hefðu báðir bílarnir hafnað í 1. sæti með jafn mörg stig.

23 danskir blaðamenn á þarlendum bílatímaritum stóðu einnig fyrir vali á "Bíl ársins 2010".  Sigurvegarinn þar var sá sami.  Opel Astra lenti í 2. sæti og Citroen Picasso nr. 3.  Ekki veit ég hvað danskir blaðamenn hafa út á Toyota IQ að setja.  Kannski hefur það eitthvað að gera með viðhorf til Þyrlu-Manga frá Vestmannaeyjum?

bíll ársins 2009

mbl.is Schumacher gerir samning við Mercedes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Það hvaða bíl er bestur er huglægt mat. Tökum sem dæmi Subaru Legasy og Skoda Octavia. Báðir bílarnir hafa sína kosti og galla og það hvor bílinn er betri fer eftir því hvað fólk vill og hvað henta því best.

Hannes, 22.12.2009 kl. 22:37

2 Smámynd: Jens Guð

  Ég veit ekki hvaða forsendur bíladelluliðið gaf sér.  Varla eitthvað sem tengist bilanatíðni þegar um er að ræða bíla 2010 módel. 

Jens Guð, 22.12.2009 kl. 23:26

3 identicon

VolksWagen Polo,  Póló gosdrykkur og Póló pillur med gati.  Ég sat í mínum VW Polo og át Prince Póló og Póló pillur med gati og drakk med theim Póló gosdrykk og horfdi á hestapóló.

2010 módel er sett á göturnar 2009.  Svipad og tískusýningarnar sýna tísku thá sem verdur eftir...ja..kannski 6 mánudi?

Gjagg (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 23:38

4 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  ég veit ekkert um bíla.  Nema að vegna þess að ég vinn við að keyra út Aloe Vera vörur (Banana Boat) í apótek þá verð ég að eiga bíl.  Samt er gaman að tékka á svona listum til að hafa í bakhönd.  Nema ég verð að eiga sendibíl. 

Jens Guð, 23.12.2009 kl. 00:14

5 Smámynd: Hannes

Ætli þetta lið hafi ekki litið á aksturs eiginleika þeirra og rými miðaða við flokk númer eitt tvö og þrjú.

Hannes, 23.12.2009 kl. 00:34

6 identicon

 Alveg rétt, Hannes.  Öryggi farthega skiptir líka miklu máli.  VW Polo hefur líklega fengid 5 stjörnur í crashprófinu.  Einnig skiptir eldsneytiseydsla ae meira máli. 

Gjagg (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 01:12

7 Smámynd: Hannes

Gjagg WW Polo fékk 5 störnur í árekstraprófi.  Það er staðreynd að því öruggari sem bílar eru því hraðar keyra bílstjóranir og því meiri áhættu taka þeir. Gott dæmi um þetta er lengd á huddi á bílum eru jeppa ökumenn sem hikka margir hverjir ekki við að svína í veg fyrir fólksbíla enda á stórum bílum. Ef bíll er með stöðuleikakerfi og ABS þá keyra ökumenn mun hraðar í hálku og treysta á að SRS og ABS kerfin bjargi þeim frá að keyra á.

Hannes, 23.12.2009 kl. 01:21

8 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Val á bíl ársins byggir á prófunum blaðamannanna á viðkomandi bílum. Þeir fá að reynsluaka þeim mörgum mánuðum áður en þeir koma á markað. Ég prófaði t.d. nýjan bíl í Aþenu í síðustu viku sem kemur ekki á markað fyrr en næsta vor og sumar í Evrópu og víðar. Svo þetta er alls ekki huglægt mat.

Það eru líka gerðar kannanir á ágæti notaðra bíla og þannig hefur Ford Focus verið valinn notaði bíll fyrsta áratugarins í Bretlandi.

Ágúst Ásgeirsson, 23.12.2009 kl. 07:16

9 Smámynd: Jens Guð

  Hannes (#5),  áreiðanlega ásamt einhverju fleiru.

Jens Guð, 23.12.2009 kl. 13:58

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stundum heppnast þetta val vel og stundum ekki. Dæmi um mislukkað val voru Porsche 928 og Rover 3500.

Dæmi um vel heppnað val voru Fiat 127 1972 og Toyota Yaris 2000.

Hér á Íslandi hefði valið oft verið allt annað en í nokkru öðru landi ef það hefði verið viðhaft.

Dæmi: Range Rover, Subaru Leone 4x4 og Lada Sport, - bílar sem mörkuðu spor í akstur Íslendinga á vondum vegum og vegleysum.

Ómar Ragnarsson, 23.12.2009 kl. 14:18

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jens, árgerðirnar 2010 komu fram á þessu ári og þess vegna er ártalið 2010.

Það hefði verið skrýtið ef svona val hefði verið í Bandaríkjunum á sjötta áratugnum ef haustið 1956 bílablaðamenn hefðu valið Plymouth árgerð 1957 sem bíl ársins 1956.

Haustið 1956 stóð fólk framm fyrir því að velja úr ágerðum 1957 og þess vegna var gott fyrir það að vita hvernig sérfræðingar litu á 57-árgerðirnar.

Ómar Ragnarsson, 23.12.2009 kl. 14:22

12 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Þú getur snúið þessari pælingu yfir í þitt áhugamál:

Hvaða dauðarokkspönkhljómsveit finnst þér líklegust til að gera góða hluti á nýju ári?

Hvaða dauðarokkspönksöngvari er líklegastur til að drepa sig á of stórum skammti á næsta ári?

Hvaða dauðarokkspönkhljómborðsleikari er líklegastur til að hoppa út úm glugga á hótelherberginu sínu?

Hvaða dauðarokkspönkhljómsveit á eftir að leggja upp laupana  sökum blankheita á næsta ári?

Hver verður næsta pönkstelpusöngvari til að nota mikrafónsstadiíð til að fróa sér á næstu tónleikum?

S. Lúther Gestsson, 23.12.2009 kl. 15:21

13 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  það er rétt hjá þér að öryggi bílstjóra og farþega skiptir miklu máli og eldneytiseyðsla skiptir stöðugt meira máli.

Jens Guð, 23.12.2009 kl. 21:55

14 Smámynd: Jens Guð

  Hannes (#7),  þetta er merkilegt sem þú segir.  Og áreiðanlega rétt.

Jens Guð, 23.12.2009 kl. 23:01

15 Smámynd: Jens Guð

  Ágúst,  hvaða bíll var þetta sem þú prófaðir í Aþenu?

Jens Guð, 23.12.2009 kl. 23:03

16 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  takk fyrir þessa fróðleiksmola.

Jens Guð, 23.12.2009 kl. 23:03

17 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður Lúther,  ég spái aldrei fyrir um framvindu mála í dauðarokki komandi ára.  Vegir dauðarokks eru órannsakanlegir fram í tímann.

Jens Guð, 23.12.2009 kl. 23:09

18 identicon

Er bíll ekki fyrst og fremst verkfæri til að koma fólki frá A stað til Ö?

thor (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 00:02

19 Smámynd: Jens Guð

  Þór,  það er misjafnt hvernig fólk skilgreinir bíl.  Í gamla daga var Volvo auglýstur sem fasteign á hjólum.  Ég held að fáir skilgreini bíl þannig í dag.

Jens Guð, 24.12.2009 kl. 00:04

20 Smámynd: Hannes

Jens því miður þá er nokkuð til í þessu hjá mér.

Hannes, 24.12.2009 kl. 01:01

21 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  alveg heilmikið til í þessu. 

Jens Guð, 24.12.2009 kl. 13:08

22 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Jens, afsakaðu hversu seint ég svara, frátafir vegna jólanna útskýra það. Bíllinn heitir Chevrolet Spark. Hér er ekki um neinn dreka að ræða, heldur einn smæsta bíl sem Chevroleg lætur frá sér fara. Lítill og ágætur bæja- og borgabíll.

Ágúst Ásgeirsson, 27.12.2009 kl. 19:05

23 Smámynd: Jens Guð

  Ágúst,  takk fyrir þessar upplýsingar.

Jens Guð, 27.12.2009 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband