Færeyjar

  Ég var að lesa í Fréttablaðinu í dag að ég hafi lengi verið búsettur í Færeyjum. Þetta þykir mér gott að frétta. Ég hef nefnilega mikið dálæti á Færeyjum. Samt man ég ekki eftir búsetunni þar. En það er ekkert að marka. Ég er kominn á sextugs aldur og minninu farið að hraka.

  Hitt er annað mál að ég man glöggt eftir að hafa skroppið til Færeyja tvisvar til þrisvar á ári síðan 1998. Framan af einkum til að kenna Færeyingum skrautskrift. En síðar einnig til að skemmta mér á Ólafsvöku og hinum ýmsu tónlistarhátíðum. Lengst hef ég samfleytt dvalið í 10 daga í Færeyjum, svo ég muni. Oftast er það þó vikudvöl.

  Þar fyrir utan: Hvenær er maður búsettur einhversstaðar og hvenær er maður ekki búsettur einhversstaðar? Hvað þarf maður að dvelja lengi á einum stað til að teljast búsettur þar? Það sem einn upplifir sem heimsókn upplifir annar sem búsetu. Út frá einhverjum sjónarmiðum hef ég kannski verið búsettur í Færeyjum.

  Hvað lengi þarf maður að hafa verið á einum stað til að teljast hafa verið þar lengi?    

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel með bloggið Jens! Ég blogga líka hér á horninu á slóðinni http://blog.central.is/husidahorninu

Gangi þér vel, kíki á bloggið þitt reglulega!

Hjördís í Skerjaveri

Hjördís (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 06:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband