Heiðar flugfreyja

  Í DV núna um helgina stendur:  "Helga (Möller) á það sameiginlegt með Heiðari Jónssyni að hafa verið flugfreyja." 

  Orðið freyja er komið úr ásatrú.  Þar er Freyja ástar-  og frjósemisgyðja.  Orðið er notað yfir ýmsar kvenkenningar.  Þjónustustúlkur sem annast farþega í flugvélum eru kallaðar flugfreyjur.  Samkynhneigðu drengirnir sem vinna sama starf kallast flugþjónar. 

Hvers vegna er Heiðar "snyrtir" kallaður flugfreyja í DV?  Kannski vill hann sjálfur láta kalla sig flugfreyju?

  Rifjast þá upp þegar Sniglabandið eitt sinn ók á rútu norður yfir Holtavörðuheiði að vetri til.  Skafrenningur var og skóf sumstaðar í skafla.  Snjóhefill ók fram og til baka yfir heiðina og snyrti veginn.  Þegar Sniglabandið mætti heflinum gáfu þeir honum umsvifalaust nafnið "Heiðar snyrtir" af augljósum ástæðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband