Útvarp

  Eftirfarandi samtal heyrði ég í símatíma á útvarpsstöð í gær (ég stytti það dáldið).  Það var opin lína og hlustendur tjáðu sig um bílprófsaldur, umferðarlagabrot, sektir og þess háttar. 

  Kona, greinilega komin á efri ár, segir:  - Fólk virðist ekki vita að það má ekki ganga yfir umferðargötu nema á merktri gangbraut.  Það þyrfti að beita sektum gegn fólki sem gengur yfir götu utan gangbrautar.

Útvarpsmaðurinn:  -  Það er gert til dæmis í Bandaríkjunum.

Konan:  -  Mér er sagt að í Frakklandi sé keyrt á fólk sem fer út á götu utan gangbrauta.

Útvarpsmaðurinn: - Ha?  Keyra þeir yfir fólkið?

Konan:  - Já, og mega það eftir því sem mér hefur verið sagt.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband