Herferð gegn píkum

  Þegar ég kom fyrst til Færeyja,  fyrir 10 - 12 árum,  vakti athygli mína límmiði í afturglugga margra bíla.  Á miðanum stóð "Herferð gegn píkum".  Þetta þótti mér sérkennileg herferð - þangað til ég komst að því að þarna var verið að berjast gegn notkun nagladekkja (eða píkudekkja eins og Færeyingar segja).  Herferðin skilaði góðum árangri.  Nagladekk sjást ekki undir bílum í Færeyjum í dag.  Og eyjarnar eru algjörlega lausar við svifryksmengun. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Klámtúrista hysterían var nú það sem mér kom í hug við lestur þessa upplýsandi pistils.  Tillar eru jú inklúderaðir í okkar herferð, enda getum við varla verið eftirbátar Færeyinga.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2007 kl. 15:03

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ætli netlöggan komi ekki núna að skoða þetta  ertu ekki annars gildur limur í ríðingafélaginu?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2007 kl. 16:29

3 Smámynd: Jens Guð

Ég er ekki gildur limur í neinu ríðingafélagi.  En það er alveg satt að þannig er textinn á félagsskírteinum færeyskra hestamanna:  Að viðkomandi sé gildur limur í Ríðingafélagi Klaksvíkur (eða annarra staða).  

Jens Guð, 2.3.2007 kl. 19:32

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er margt ólíkt og skondið í málum okkar frændþjóðanna.  Eins og ein auglýsing á hóteli þar sem stóð "Kamrinum lokað kl. hálf tólf"

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2007 kl. 19:54

5 Smámynd: Jens Guð

  Fyrir þá sem kunna ekki færeysku er rétt að upplýsa að færeyska orðið kamar þýðir herbergi.

Jens Guð, 2.3.2007 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband