Barn

  Ég átti leið um Selfoss.  Kíkti þar á héraðsblað sem heitir Dagskráin.  Þar sagði ónefndur frá því að eldra barn sitt upplýsti yngra barn um að bankinn ætti hús fjölskyldunnar á móti heimilisfólkinu.  Yngra barnið spurði þá:  "Hvar á bankastjórinn að sofa hjá okkur?"  Taldi sjálfsagt að bankastjórinn sem eignaraðili að húsinu ætti rétt á að fá herbergi í húsinu.

  Þetta rifjar upp skemmtilega sögu frá því er ég kenndi skrautskrift Höfn í Hornafirði fyrir nokkrum árum.  Kona á námskeiðinu var ólétt.  Barnung dóttir hennar spurði ömmu sína:  "Ert þú líka með barn í maganum eins og mamma?"

Amman svaraði:  "Nei,  ég er búin að eignast öll mín börn."

Barnið varð hissa og sagði:  "Átt þú börn?  Ég hef aldrei séð þau."

Amman: "Jú,  Siggi frændi þinn er barnið mitt.  Líka Jóna frænka þín og pabbi þinn.  Hann er barnið mitt."

Krakkinn varð eitt spurningarmerki en sagði loks:  "Ha?  Er pabbi barnið þitt?"

Amman:  "Já, hann er barnið mitt."

Krakkinn - eftir langa umhugsun:  "En ef að pabbi er barnið þitt,  hvað er hann þá alltaf að gera heima hjá mér og mömmu?"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahaha, hvað erpabbi að gera hjá mér og mömmu.

Kv. SigfúsSig. 

Sigfús Sigurþórsson., 5.3.2007 kl. 03:21

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega rökrænt svar frá sjónarhóli barnsins hehehe..... Góður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2007 kl. 09:36

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samkvæmt þessu gæti bankastjórinn verið með allan sinn frændgarð hjá mér og leyft mér að gista í skápnum undir stiganum eins og Harry greyið Potter.

Krúttleg saga. 

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2007 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband