Lennon eđa McCartney

  Ég hef aldrei hlustađ á Bítlana eđa sólóplötur Lennons og McCartneys međ ţví hugarfari hvor sé betri lagahöfundur,  söngvari eđa tónlistarmađur.  Hef nett dálćti á ţeim báđum.  Án ţess ađ vera gagnrýnislaus á ţađ sem miđur hefur fariđ á ferli ţeirra.

  Paul er raddsterkari og ađ sumu leyti fagurfrćđilega betri söngvari.  "Töffaralegur" söngstíll Johns vegur fyrir minn smekk alveg jafn ţungt.  Ég man ennţá ţegar ég,  barn ađ aldri,  heyrđi fyrst "Twist & Shout" međ Bítlunum.  Ég var alveg sleginn af hrifningu yfir ţessum hömlulausa öskursöngstíl.  Enn í dag get ég hlustađ á ţetta lag og dáđst ađ söngnum.

  Mitt uppáhaldslag međ Bítlunum er "Helter Skelter".  Ţađ er eftir Paul og hann öskrar ţađ dásamlega.  Reyndar á ég erfitt međ ađ gera upp á milli fjölda annarra Bítlalaga, sem nćstum ţví standa jafnfćtis "Helter Skelter".  Ţađ skiptir mig ekki máli hvor eđa hver ţeirra Bítla samdi hin ýmsu Bítlalög.  Ég hlusta ekki á ţau út frá ţví hver er höfundurinn eđa söngvarinn.  Öll lög eftir Harrison á Bítlaplötunum eru líka virkilega góđ.  Ringó var/er skemmtilegur trommari en síđri lagahöfundur og söngvari.

  Eitt af fáum lögum sem hafa framkallađ gćsahúđ á mér af vellíđan er "Happiness is a Warm Gun".  Ţađ var í kaflanum ţegar John öskrar yfir samsönginn í lok lagsins. 

  Paul er frábćr bassaleikari.  Einn sá besti í rokkinu.  Tćknilega flinkur og flottur.  John var ekki tćknilega snjall gítarleikari (og ömurlegur bassaleikari,  sbr. "Long and Winding Road").  Ađ vísu lunkinn kassagítarpikkari,  eins og heyrist í "Julia".  En hafđi flottan stíl,  bćđi sem rythmagítarleikari og sum gítarsóló hans eru "töff". 

  Fyrsta sólóplata Lennons,  "Plastic Ono Band",  hefur elst einstaklega vel og er í hópi bestu platna rokksögunnar (en fékk vonda dóma ţegar hún kom út.  Ţótti óţćgilega hrá og einföld á "progressive" árum hipparokksins.  Hljómađi á ţeim árum eins og "demo".  En fékk uppreist ćru eftir endurmat pönk- og nýbylgjunnar nokkrum árum síđar).  Nćsta sólóplata,  "Imagine",  er líka mjög góđ.  Eftir ţađ urđu honum mislagđari hendur.  M.a. vegna hraustlegrar áfengisdrykkju og dópneyslu.  Sólóferill Pauls er jafnari.    

  Um líkt leyti gerđu John og Paul sitthvora rokk & ról plötuna.  Ţar "coveruđu" ţeir gamla rokkslagara.  Ţrátt fyrir ađ John vćri blindfullur og ruglađur ţá hafđi hann vinninginn í ţeim samanburđi.  Síđar trompađi Paul báđar plöturnar á "Run Devel Run".

  Ţó ađ ég geri ekki upp á milli Pauls og Johns ţá leikur mér forvitni á ađ vita afstöđu bloggverja til ţeirra tveggja.  Ţess vegna hef ég sett hér á síđuna,  neđst til vinstri, skođanakönnun.  Hvet ég sem flesta til ađ taka ţátt til ađ fá marktćka niđurstöđu.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Gat nú skeđ ađ höfundur Poppbókarinnar hefđi sérkennilega smekk á bítlalögunum. Ţú nefnir sérstaklega lög sem ég ţoli bara alls ekki. Helter Skelter og Happiness is a warm gun eru međ ţeim allra leiđinlegustu. Á móti skal ég játa ađ mitt uppáhaldslag ţeirra er Here there and everywhere, já svolítiđ vćmiđ en međ skemmtilega sérstökum hljómagangi. Ţetta er perla.

Paul var ađ öllu leyti betri hljóđfćraleikari en John. Hann gat auđveldlega spilađ á öll hljóđfćrin og gerđi ţađ stundum á upptökum. John hafđi sinn sjarma í söng og réttilega sína spretti í gítarleik. George varđ einhvern veginn undir í ţessu en átti ţau ótrúlega fallegu lög While my guitar gently weeps og Something. Ringo var einhvern veginn eins og teppiđ undir ţessu gengi.

Sem krakki var ég Bítlaađdáandi og ţá á sjálfsögđu á móti Stónsurum sem voru sóđalegir. Ţegar mađur fór hins vegar sjálfur ađ spila breyttist ţetta og mađur spilar frekar Rollingana heldur en Bítlana. Mađur lendir í ţeirri einkennilegu stöđu ađ lög sem manni hefur ţótt gaman ađ hlusta á er ekkert endilega gaman ađ flytja sjálfur, svo virkar ţetta líka alveg öfugt. Lög sem mađur ţoldi ekki ađ hlusta á er gaman ađ spila!

Eftir ađ sólóferillinn tók viđ tókst John best upp međ Imagine, Woman og Jealous guy. Paul fékk lengir tíma og hefur náttúrulega rađađ inn lögum en ţau eru ekki einhvern veginn jafn eftirminnileg.

Hér lćt ég stađar numiđ, ţađ tjóir nefnilega lítt ađ fjasa um smekksatriđi manna. Takk fyrir greinina og uppvakningu á Bítlaáhuganum svona síđla á helgarnótt. 

Haukur Nikulásson, 11.3.2007 kl. 01:33

2 Smámynd: Jens Guđ

Ţakka innleggiđ.  Vegna ólćknandi áhuga á Bítlunum ţykir mér gaman ađ heyra álit fólks á ţeim.  Burt séđ frá ţví hvort smekkur liggur saman eđa ekki.

Ţú ert ekki einn um ađ ţola illa "Helter Skelter".  Árni Matt,  vinur minn og einn af ţeim músíkpćlurum sem ég ber mesta virđingu fyrir,  skilgreinir "Helter Skelter" sem versta lag Bítlanna.  Rök hans og fleiri međ sömu afstöđu eru fullkomlega réttmćt.

En ţetta snýst líka um smekk burt séđ frá rökum.  Ég stend mig ítrekađ af ţví ađ draga fram "Hvíta albúmiđ" í ţeim eina tilgangi ađ hlusta mér til ánćgju á "Helter Skelter".  Set ţađ á "síspilun" og fć ekki leiđa á ţví. 

Ţegar eldri sonur minn,  Davíđ Frank,  var unglingur heyrđi hann mig dáđst ađ Bítlunum í símaspjalli viđ Viđar J. Ingólfsson.  Ţegar símtalinu lauk spurđi Davíđ:  "Hvernig getur ţú haft gaman af ţessum ömurlegu Bítlum?  "Ob-La-Di" og "Yellow Submarine" og öll ţessi Bítlalög eru ţvílíkt drasl."

Daginn eftir gerđi ég smá sprell.  Setti "Helter Skelter" á fóninn og bađ hann um ađ giska á hvađa hljómsveit ég vćri ađ spila.  Davíđ var á ţeim tíma áhugasamur um Nirvana,  Pearl Jam og ađrar álíka.  Hann var strax viss um ađ ţetta vćri Seattle "gröns" hljómsveit en gekk eđlilega illa ađ átta sig hvađa hljómsveit ţetta var.  Heldur betur varđ hann hissa ţegar ég upplýsti ađ ţetta voru Bítlarnir.

Eitt sinn tók ég viđtal viđ Lars Ulrich,  trommara Metallica.  Hann sagđi mér frá ţví ţegar hljómsveitin var á ferđ um Bandaríkin og rútan ţeirra bilađi.  Í bráđabirgđarútu ţeirra var ekki plötuspilari ţannig ađ ţeir hlustuđu á útvarpiđ.  Ţar var spilađ "I want you (She´s so Heavy)" međ Bítlunum.  Enginn í rútunni náđi hver var flytjandinn og rótari var settur í ađ kaupa ţetta frábćra blúslag.  Liđsmenn Metallica urđu heldur betur undrandi ţegar í ljós kom ađ flytjendur voru Bítlarnir.  Fram ađ ţeim tíma Metallica-liđsmenn ađ Bítlarnir vćru léttpopp hljómsveit.  Ţađ kollsteypti ţeirra viđhorfum ađ uppgötva ađ Bítlarnir spiluđu fleiri músíkstíla en léttpopp.         

Jens Guđ, 11.3.2007 kl. 02:05

3 Smámynd: Jens Guđ

  Fyrir nokkrum vikum hitti ég einu sinni sem oftar músíkpćlara sem er harđur Stóns-ađdáandi.  Sem er hiđ besta mál.  Sjálfur er ég Stóns-ađdáandi.  Nema ađ viđkomandi sagđist ekki skilja hvers vegna Bítlum og Stóns vćri stillt upp sem keppinautum.  Stóns séu alvöru blús-rokkarar en Bítlarnir bara popparar.

  Ég smalađi saman á skrifađan disk helstu rokklögum Bítlanna handa viđkomandi.  Nćst ţegar ég hitti náungann sagđi hann:  "Ég skil ekki hvernig ég fékk ţessa ranghugmynd um Bítlana ađ ţeir vćru bara popphljómsveit.   Ég var búinn ađ vera međ rótgróna andúđ á ţeim sem léttpoppurum.  Svo bara á gamals aldri uppgötva ég ţá sem frábćra rokkara."

  Um daginn hitti ég viđkomandi.  Hann var ţá búinn ađ kaupa "Sgt. Peppers...",  "Hvíta albúmiđ"  og "Abbey Road".  Hann sagđi:  "Ţó ađ ég sé ennţá Stóns-ađdáandi númer 2 á eftir syslumanninum á Selfossi ţá held ég ađ hćgt sé ađ skilgreina mig líka sem forfallinn Bítlaađdáanda."

Jens Guđ, 11.3.2007 kl. 02:26

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Bítlarnir voru sannarlega fjölhćfir og skapandi. Ţađ verđur ekki af ţeim skafiđ. Ţeir voru líka ţađ afkastamiklir ađ óhjákvćmilega finnst manni ađ óţarfi hafi veriđ ađ gefa út. Eftirspurnin eftir lögunum ţeirra var hins vegar svo mikil ađ ónýta dótiđ ţeirra varđ allt meira og minna heimsfrćgt. 

Sonur ţinn deilir međ mér skođun á Obla-di-Obla-da og Yellow submarine. Hvorttveggja óeđlilega leiđinleg lög.

Ţér til gamans ćtla ég (án ţess ađ hafa lista fyrir framan mig) ađ nefna ţér fyrstu 10 Bítlalögin sem koma upp i hugann: Here, there and everywhere (áđur nefnt), I wanna hold your hand, Get back, Yesterday, While my guitar gently weeps, In my life, Let it be, Blackbird, All my loving. Eftir á ađ hyggja hefđi ég eflaust skipt út lögum hefđi ég lista fyrir framan mig.

Bítlarnir gátu gert ţađ sem ţeir vildu, aldrei var ţađ spurning. 

Haukur Nikulásson, 11.3.2007 kl. 08:56

5 identicon

Helsti kostur Bítlana var ţessi mikla fjölbreytni og framţróun, ţađ geta allir fundiđ eitthvađ viđ sitt hćfa - en um leiđ helsti veikleiki, ţví mikil fjölbreytni merkir ađ ţađ er líka alltaf eitthvađ sem mönnum líkar ţá ekki.

Helter Skelter hefur löngum veriđ uppáhaldslag mitt međ Bítlunum en aldrei hef ég náđ snilldinni viđ Yesterday - svona erum viđ mennirnir misjafnir.

Auđjón (IP-tala skráđ) 11.3.2007 kl. 10:22

6 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég kaus John Lennon hér til hliđar.

Ég var eins og strákurinn ţinn. Hafđi aldrei pćlt neitt sérstaklega í Bítlunum. Ţeir voru bara gamlir popparar í mínum eyrum. Ob-la-di og I wanna hold your hand.

Síđar heyrđi ég Imagine plötuna međ John Lennon og kolféll fyrir henni. Ég fékk mér Plastic Ono Band og sú plata er ein af mínum uppáhaldsplötum. Ţá fór ég ađ pćla í Bítlunum og komst ađ seinnitíma plöturnar ţeirra voru frábćrar, sérstaklega White album og Abbey Road. Ég keypti svo allt sem ţeir gáfu út frá Abbey Road. Lennon&McCartney eru án efa međ betri lagasmiđum síđustu aldar og ađ sjálfsögđu međ stćđstu straumvöldum rokksins.

Ég hef ekki veriđ eins mikill Paul McCartney ađdáandi en mér fannt Band on the run og Venus and mars stórgóđar plötur. En John Lennon er einn af straumvöldum míns tónlistarsmekks og ađ sjálfsögđu man ég hvar ég var ţegar ég fékk fregnir ađ hann hefđi veriđ skotinn.

Kristján Kristjánsson, 11.3.2007 kl. 11:33

7 Smámynd: Jens Guđ

  Sennilega hefur John haft djúpstćđari áhrif á ađdáendur sína en Paul.  Ţegar pönkhreifingin gaf frat í eldri rokkara var Lennon undanskilinn.  Ekki nóg međ ţađ heldur varđ strax svalt hjá pönkurum ađ "covera" Lennon-lög á borđ viđ "Tell Me Some Truth" (Generation X), "Help" (The Damned) og "Dear Prudence" (Siouxie & The Banshees.

  Á móti kemur ađ á seinni árum hafa ýmsir fágađri rokkarar hafa veriđ duglegir viđ ađ "covera" "Helter Skelter" (U2,  Aerosmith,  Mötley Crue,  Bon Jovi,  Ian Gillan,  Oasis...).  

  Ţó ađ mér hafi aldrei ţótt "Yesterday" skemmtilegt lag ţá átta ég mig alveg á snilldinni viđ ţađ lag.  Í einfaldleika sínum er jafnframt mikilfengleiki í laginu af ţví tagi sem mađur heyrir fremur í klassískri músík en poppi.  Ég skil vel hvers vegna um ţađ bil 4000 mismunandi útsetningar eru skráđar yfir "Yesterday".  Ţetta er ekki ađeins mest "coverađa" lag sögunnar heldur hefur ţađ meira en tvöfaldan vinning umfram nćstu lög ţar á eftir.

  Ég heyrđi af morđinu á Lennon ţegar ég mćtti til vinnu á auglýsingastofunni Gylmi.  Ţar sat fólk međ sorg í auga,  fölt á vanga og ţegjandi.  Enskur mađur,  Miles Parnel (gerđi umslag "Plágunnar" međ Bubba),  hringdi sig inn veikan.  Hann treysti sér ekki til ađ vinna ţennan dag.  Síđar frétti ég af fleirum sem treystu sér heldur ekki í vinnuna. 

  Ţetta hafđi eitthvađ ađ gera međ hvađ Bítlarnir áttu stóran ţátt í ćsku-  og unglingsárum margra.  Sumir sem voru á aldur viđ Lennon segja ađ morđiđ hafi kippt ţeim inn í ţann veruleika ađ sakeysi ćskunnar var ađ baki og ţeir voru komnir ađ miđjum aldri. 

Jens Guđ, 11.3.2007 kl. 12:09

8 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ábyggilega rétt athugađ Jens. Ég ţarf samt ađ leiđrétta ađ ég keypti allt međ Bítlunum frá Rubber Soul plötunni ekki Abbey Road :-)

Kristján Kristjánsson, 11.3.2007 kl. 12:46

9 identicon

Blessađur Jenni, ţađ er algerlega vonlaust dćmi ađ ćtla ađ taka út nokkur best of Bítlalög. Ósammála ţér í ţví ađ Paul sé tćknilegur spilari en hann er frábćr bassaleikari og sérlega flynkur bassalínu höfundur. Ţađ má fćra fyrir ţví rök ađ George hafi veriđ besti hlóđfćraleikarinn, en ég nenni ţví ekki. Ţannig ađ Lennon er sjálfsagt slappasti hljóđfćraleikarinn í bandinu, enda var hlutverk hanns annađ. Ringo var góđur trommari,takmarkađur ađ vísu en ţađ sem hann gerđi var smekklega og óađfinnanlega gert. ţađ má alls ekki gleyma ţví ađ 5 Bítilinn var ţeim drenjum innan handar alla tíđ og sérstaklega á fyrstu plötunum og sá um ađ allt fúnkerađi rétt, enda kunnáttan í upptökufrćđum kanski ekki uppá 10 á ţeim árum.En ţrátt fyrir allt eru upptökurnar á Hey Joe og öđrum slögurum er ţeir snarrugglađir voru ađ jamma í Abbey Road studio í den, ţćr merkilegustu í minni eigu. Man ekki hvort ţú fékst ţćr kóperađr, enda kanski eins gott ađ ţú eigir ţćr ekki. Man ekki betur en ađ RLR. hafi veriđ međ vesen hér um áriđ ásamt Begga bróđur ţegar Egó bútleggiđ ratađi í Stuđbúđina. Hvar ég var er Lennon var drepinn, ţá var ég staddur í Grimsby ađ selja Tjöllunum fisk á ţessum tíma. Og sjaldan hef ég dottiđ eins hressilega í ţađ og einmitt ţarna og er ţó af nógu ađ taka. Kanski ţegar Zapppa dó ađ ég hafi jafnađ ţađ. Auđvitađ eru Bítlarnir áhrifa mesta band sögunnar og er í sífellu veriđ ađ vitna í ţá í hinum og ţessum geirum popp og rokkbransans og er jazzinn ekki undanskilinn.

Viđar.

viđar (IP-tala skráđ) 11.3.2007 kl. 17:51

10 Smámynd: Jens Guđ

Sćll Viđar.  Ţú kóperađir aldrei fyrir mig fyllerísdjammiđ en spilađir ţađ fyrir mig eitt sinn ţegar ég kom til Reyđarfjarđar.  Já,  ţađ voru meiri lćtin út af Egó bútlegginu á sínum tíma.  Hehehe! 

Um daginn fékk tímarit nokkurt 6 manns,  m.a. Heiđu og Dr. Gunna,  til ađ gera Topp 10 bestu Bítlalögin.  Alls nefndi ţetta fólk um 37 lög.  Sem segir sína sögu um hvađ valiđ er erfitt.  5 lög voru ţó á 3 listum:  "Strawberry Fields",  "A Day in the Life",  "While My Guitar Gentle Weeps",  "Come Together" og "You´ve Got to Hide Your Love Away".

4 lög voru á tveimur listum:  "Happiness is a Warm Gun",  "Because,  "Baby You´re a Rich Man" og "Helter Skelter",   

Jens Guđ, 11.3.2007 kl. 22:58

11 identicon

Væri nú ekki rétt fyrir okkur hin sem þekkjum ekki Egó-söguna að rifja hana upp.

Auđjón (IP-tala skráđ) 12.3.2007 kl. 09:32

12 identicon

Það vantar alveg möguleikann Lennon OG McCartney hér til hliðar, þannig að ég get ekki kosið. Get ekki gert upp á milli þessara miklu meistara frekar en ef að spurt væri um Mozart - Beethoven. Hef líka alltaf átt erfitt með að gera upp á milli laga Bítlanna, því að tónsmíðar þeirra almennt eru í allra hæsta gæðaflokki. The Beatles voru og eru bæði besta og mesta pop/rokk hljómsveit sem uppi hefur verið og það er raunar mjög auðvelt að rökstyðja það. Rolling Stones áttu alveg frábært tímabil fram að 1973 og tæknilega séð eru Led Zeppelin sennilega toppurinn í rokkinu, en í mínum huga eru Beatles alltaf númer 1, þökk sé þeim félögum öllum fyrir það, en auðvitað voru Lennon og McCartney þar fremstir og leiddu framþróun rokksins ásamt meistara Bob Dylan.    

Stefán (IP-tala skráđ) 12.3.2007 kl. 10:09

13 Smámynd: Jens Guđ

Ţetta er góđ ábending.  En of seint ađ virkja hana.  Ţarf bara ađ muna eftir ţessu seinna.

Jens Guđ, 12.3.2007 kl. 10:23

14 Smámynd: Jens Guđ

Varđandi Egó ţá átti Viđar upptökugrćjur sem voru beintengdar viđ hljóđkerfi félagsheimilisins á Reyđarfirđi.  Ţegar Egó hélt ţar hljómleika hrukku upptökugrćjurnar í gang.  Viđar sendi mér kópíu í Stuđ-búđina.  Ég var međ öfluga hátalara út á Laugaveg.  Ţegar ég hlustađi á upptökurnar ţá glumdu óútgefin Egó-lög um hverfiđ.  Sögusagnir fóru af stađ um bútleggja-sölu í Stuđ-búđinni.  Liđsmenn Egós komu frođufellandi međ hótanir.  Sem eđlilegt var.  Rannsóknarlögreglan blandađi sér í máliđ.  Sem var mjög óeđlilegt.  Ţađ var enginn ađ bögga lögguna. 

Jens Guđ, 12.3.2007 kl. 10:27

15 identicon

Ég vel Lennon langt fram yfir Paul. Ef að maður lítur á lögin sem að þeir skiptust á að semja kafla eins og A day in a life og We can work it out, þá sér maður hver er mun merkilegri. Paul alltaf með hressu - leiðinlegu kaflana en svo er John með snilldar þunglyndið. Alveg dagur og nótt á milli þeirra. Ég spóla alltaf yfir Paul kaflann á A day in a life. "I wake up, comb my hair..." fær mig alveg til að fá aulahroll, en ég fyrirgef honum að hafa skemmt nánast eitt besta Beatles lagið, bara út af Helter Skelter.

Daníel (IP-tala skráđ) 12.3.2007 kl. 12:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband