Hrakfarir konu

  Í dag hringdi Þóra í útvarpsþátt Arnþrúðar Karlsdóttur í Útvarpi Sögu

  Þóra sagði farir sínar ekki sléttar.  Seinni eiginkona föður hennar,  Guðbjörg Magnúsdóttir frá Hvammi í Dölum,  hefur stolið frá henni fjölskylduljósmyndum.  Einungis vegna þess að þeirri gömlu þykir rammarnir utan um myndirnar svo flottir.  Þar fyrir utan var "þetta fólk" (sennileg sú gamla og einhverjir henni nákomnir) að bera út sögur til 2ja ættingja um að 26 ára sonur Þóru sé í dópi.  Hún vildi leiðrétta það.  Strákurinn er ekki í dópi.  Hann er vinnuþjarkur sem tekur sér ekki helgarfrí.     

  Bandaríkjamenn fundu bróðir Þóru þar sem hann vann í fiski.  Þeir "dubbuðu" hann upp í að kenna geimvísindi.  Hann hefur líka kennt flugmönnum.  Konan hans hefur sömuleiðis kennt í háskóla - þó að hún sé tælensk.  Þetta er svo fínt fólk að þegar ættarmót var haldið þá fékk Þóra ekki að mæta.  Hún er ekki nógu fín að mati ættingjanna.

  Svo þurfti Þóra að fara í bakaðgerð.  Eftir langa bið komst hún loks að.  Þá var bara fúskað í bakinu á henni,  af því að hún er ekki ráðherra.  Löngu eftir aðgerðina var Þóra í rólegheitum að ryksuga heima hjá sér.  Þá hryggbrotnaði hún upp úr þurru.   Allt út af fúskinu í læknunum. 

  Á milli þess sem Þóra hóstaði hressilega kvartaði hún undan því að talað sé um að undirmálsfólk reyki meira en fína fólkið.  Það er sjálfsagt að taka undir umkvörtun hennar.   

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Má maður alveg hlægja? Man eftir öðru svona viðtali á Aðalstöðinni í den..kona hringdi inn og barmaði sér mikið yfir öllu á milli himins og jarðar og sérstaklega heilsunni. Sagðist reykja 3 pakka á dag og það væri bara alveg að drepa hana. Var spurð hvers vegna hún hætti ekki bara...hún svaraði því til  hún gæti það ekkert því að helvítis kellingin á efri hæðinni léti sig reykja svona mikið með því að vera alltaf að röfla yfir að hún þrifi aldrei stigaganginn.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 21:30

2 Smámynd: Jens Guð

Hehehe!  Pottþétt rök hjá kellu!

Jens Guð, 26.3.2007 kl. 21:43

3 identicon

Dem ég hlusta aldrei á  'Utvarp Sögu nú verður breyting á.

ps hefur þú einhvað frétt frá MC færeyjar? kveðja.

Rannveig (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 21:46

4 Smámynd: Jens Guð

Ég hef ekkert heyrt frá MC færeyjar.  En núna í vikunni kemur bunki af Færeyingum til að spila á AME á Nasa.  Og allskonar ráðherrar,  menningarmálafulltrúar og þess háttar.  Ég set þá inn í málið.

Jens Guð, 26.3.2007 kl. 22:46

5 identicon

Hvenær verður AME verður spilað mörg kvöld? emailið mitt er rannva@hi.is

kveðja

Rannveig (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 22:57

6 Smámynd: Jens Guð

AME er bara þetta eina kvöld,  31. mars.  Einhverjir af færeysku skemmtikröftunum troða samt upp á fleiri stöðum um þá helgi. 

Jens Guð, 27.3.2007 kl. 00:06

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já, svona er fásinnið. Ef maður situr með eigin þönkum of lengi, þá kokkast ýmsar furðulegar ranghugmyndir upp.  Besta leiðin til að komast fyrir þetta er að láta ræpuna ganga á blogginu, nú eða hringja í þjóðarsálina.  Fín þerapía hjá minni.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.3.2007 kl. 01:37

8 Smámynd: Jens Guð

  Innhringingar á Útvarpi Sögu geta verið þvílík snilld.  Einn sem nú er dáinn,  man ekki hvað hann heitir,  hringdi oft og tjáði sig um svörtu loft.  Gamall maður sem var í geimverupælingum.  Eitt sinn sagðist hann hafa séð geimskip með milljónum geimvera innanborðs.  Svo bætti hann við:  "Ég heyrði grát og gnístran tanna.  Óp og meira að segja skothvelli."

  Í annað sinn var viðkomandi með einhverja kenningu um að geislasverð ætti eftir að kljúfa jörðina.  Ég man ekki hvort að það var Sigurður G. eða einhver annar sem spurði:  "Hvernig dettur þér það í hug?"  Viðkomandi svaraði:  "Guðirnir sjálfir sögðu mér það."

  Á dögunum hringdi inn Hafnfirðingur.  hann varaði við hálkublettum og fleiru.  Svo fór hann allt í einu að tala um kött sem hafði komið inn um gluggann hjá honum.  Sagði að mikið væri um ketti í miðbæ Hafnarfjarðar.  Arnþrúður spurði:  "Eru þetta merktir heimiliskettir eða villikettir?"  Viðkomandi svaraði:  "Þeir eru bæði bröndóttir,  svartir og ljósari."

  Hvað er hægt að segja við svona snilld?  

Jens Guð, 27.3.2007 kl. 01:57

9 identicon

Ég hlusta nú nánast aldrei á Útvarp Sögu, en miðað við lýsingarnar hér að ofan, þá bendir þær til þess að þangað inn hringi reglulega  margir geðsjúklingar, sem hafa þá ekkert annað við tímann að gera.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband