Lóan stal senunni

  Fyrsta frétt í ljósvakamiðlunum í allan gær var um lóu.  Hún er komin.  Stórfrétt dagsins.  Þó að færeyski herinn hefði gert innrás í landið þá hefði það ekki orðið stærri frétt. 

  2 lóur sáust við Höfn og sitthver við Borgarfjörð eystriKópavogi og Eyrarbakka í Reykjavík.  Aðspurður í útvarpinu í gær hvort lóur sem sást til í Kópavogi og Reykjavík gæti verið ein og sama lóan svaraði fuglaáhugamaður:  "Nei.  Önnur var glaðlegri og röddin skærari.  Þannig að það er útilokað."

  Ég var fljótur að gíra mig inn í stemmninguna og fór líka að leita að lóum.  Náði í símaskrána og fann þar hátt í 30 Lóur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: IGG

Voru það heiðlóur eða heiðar lóur eða snemma lóan litla .... sem þú fannst? Nú lengdist líf mitt aðeins enn einu sinni!

IGG , 29.3.2007 kl. 00:21

2 Smámynd: Jens Guð

Hehehe!    Hún er ótrúleg þessi einhæfa fréttamennska fjölmiðlanna.  Allir með sömu fréttina í 2 daga.  Svo er lóan bara gleymd það sem eftir er ársins. 

Jens Guð, 29.3.2007 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband