1.4.2007 | 18:22
Afi
Á gamals aldri ól Stefán afi minn með sér andúð á tiltekinni fjölskyldu í Hjaltadal. Tilefnið var ekki merkilegt. Þannig háttaði til að eitt kvöldið sat heimilisfólkið í eldhúsinu. Einhverra hluta vegna fór afi að herma eftir bónda í sveitinni. Bóndinn reykti pípu. Pípuna tók hann sjaldan út úr sér, hvort sem logaði í tóbaki eða ekki. Fyrir bragðið hafði hann sérkennilegan talanda og hlátur er réðist af samanbitnum tönnum.
Afi var ekki vanur að herma eftir fólki. Enda fjarri því að vera góð eftirherma eða húmoristi. Kannski einmitt þess vegna þótti okkur heimilisfólkinu þetta skoplegt. Við hlógum dátt. Við það fór afi á flug, tvíefldist í eftirhermunni og hækkaði róm til að yfirgnæfa hlátur okkar hinna. Þetta fékk snöggan endi þegar bóndinn, sem afi var að herma eftir, stóð skyndilega í eldhúsdyrunum og bauð gott kvöld.
Afa brá mjög við að sjá hver var kominn. Hann lét sig snögglega hverfa. Kallaði síðan á mig og Stefán bróðir minn inn í herbergi til sín. Hann var alveg miður sín og sagði: "Helvítis kallinn heyrði mig herma eftir sér. Nú verður honum illa við mig. Þetta fyrirgefur hann ekki. En mér er andskotans sama. Ég kunni alltaf illa við foreldra hans..."
Síðan æsti afi sig upp með neikvæðum sögum af bóndanum og ættingjum hans. Á endanum var afi farinn að hrósa happi yfir að þurfa ekki lengur að smjaðra fyrir þessu fólki.
Á næstu mánuðum og árum lagði afi sig í líma við að rifja upp allt það neikvæðasta sem hann gat látið sér detta í hug um þetta fólk og velti sér upp úr því. Hann fór að hallmæla bóndanum, börnum hans, ættingjum, íbúðarhúsi og bíl við öll tækifæri.
Það skal tekið fram að þetta var úrvals fólk í alla staði. Ef foreldrar mínir eða við krakkarnir reyndum að bera í bætifláka fyrir það þá brást afi hinn versti við og kvað ennþá fastar að orði.
Um miðjan vetur í fljúgandi hálku álpaðist afi út á hlað. Þar flaug hann á hausinn og steinrotaðist. Fékk slæman skurð á höfuðið. Fyrir tilviljun kom sonur bóndans - sem afi hafði hermt eftir - að afa þar sem hann lá í blóði sínu. Hafði snögg handtök. Hljóp með afa út í jeppann sinn og brunaði með hann á sjúkrabús á Sauðárkróki. Á þessum árum var um hátt í 40 mínútna leið að fara í vonskufærð. Hugsanlega bjargaði ungi maðurinn lífi afa.
Kominn heim af sjúkrahúsinu hélt afi áfram uppteknum hætti: Að tala illa um þetta sama fólk. Eitt sinn tók hann rispu um unga manninn. Fann honum allt til foráttu. Mamma var orðin þreytt á þessum klisjum og sagði:
- Þú ættir að skammast þín fyrir að tala svona um unga manninn. Þér væri nær að þakka honum fyrir að bjarga lífi þínu þegar þú dast á svellinu.
Afi hnussaði reiðilega og hreytti út úr sér: "Andskotann ætti ég að þakka honum? Hann týndi öðrum vettlingnum mínum!"
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 3.4.2007 kl. 15:06 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 29
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 1051
- Frá upphafi: 4111612
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 882
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Hahhahaha! Frábær afi!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.4.2007 kl. 19:31
Sá gamli klikkar ekki frekar en fyrri daginn.
viðar (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 20:47
Ég sakna þess, Viðar, að hafa tapað segulbandsupptökum af frásögnum afa. Við hlógum mikið að þeim á Laugarvatni. Ennþá verra þykir mér að hafa tapað segulbansupptökum með okkar frábæru hljómsveit Frostmarki.
Jens Guð, 2.4.2007 kl. 01:07
Í sárabætur á ég reynda upptökur með Jörlum.
Jens Guð, 2.4.2007 kl. 01:08
Stórskemmtileg saga hjá þér og skýrir ágætlega ástæður þess að sumir ferðaþjónustubændur (víðar en í Skagafirði) geta ekki starfað saman, þrátt fyrir að ríkar ástæður og ávinningur sé sýnilega til staðar fyrir hlutaðeigandi. Nú komast menn úr Hjaltadalnum yfrá Krók á 20 mínútum og vettlingar ekki eins mikilvæg eign, en samt held ég að menn láti ýmsa smámuni, eins og t.d. pólitískar skoðanir, vinna gegn farsælu samstarfi. Svona er þetta þegar menn bíta eitthvað í sig, það endist sumum ævilangt.
Jón Þór Bjarnason, 2.4.2007 kl. 10:12
Ferlega góð saga
Ester Sveinbjarnardóttir, 2.4.2007 kl. 13:35
Ég hló dátt!!!
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 3.4.2007 kl. 06:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.