Klaufaleg mistök

  Í skoskum fjölmiðlum var sagt frá náunga sem erfði 3ja hæða hús er var í niðurníðslu.  Það er með 36 gluggum af afbrigðilegri stærð.  Það er að segja ekki í staðlaðri stærð.  Erfinginn er víst nokkuð laghentur.  Hann teiknaði upp fyrir gluggaframleiðslufyrirtæki sérhannaða glugga í réttri stærð.  Fyrirtækið sá síðan um að koma nýju gluggunum fyrir í húsinu.  Þegar kauði flutti með fjölskyldu sinni í húsið kom í ljós að allir gluggarnir voru einungis opnanlegir utanfrá. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það vantar endinn á þessa sögu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2007 kl. 09:12

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Er þetta ekki hinn útópíski draumur allra innbrotsþjófa? ;c)

Jón Þór Bjarnason, 12.4.2007 kl. 10:35

3 Smámynd: Jens Guð

  Sagan var ekki lengri eins og hún birtist í skosku dagblaði.  Vissulega er forvitnilegt að vita hvernig málið var leyst.  Varla hefur fólkið sætt sig við að þurfa að klifra upp stiga utan við húsið til að opna glugga á 3ju hæð. 

Jens Guð, 12.4.2007 kl. 11:28

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

            Þú ert alveg meyriháttar.

Sigfús Sigurþórsson., 12.4.2007 kl. 11:38

5 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Til hvers þarf að opna gluggana? Nægir ekki að ganga um dyrnar?

Hlynur Þór Magnússon, 12.4.2007 kl. 12:45

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er þetta dæmi um hina annáluðu Skosku "sparsemi"?

Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2007 kl. 14:45

7 Smámynd: Jens Guð

Ég veit ekki af hverju Skotar nota glugga.  En Í Færeyjum er algengt að sjá fólk hengja sængina sína út um glugga í þá fáu daga ársins sem ekki rignir.  Það er þoka eða úði í Færeyjum 282 daga á ári að meðaltali.  Þegar gjólar í þurru veðri eru sængurnar viðraðar út um gluggana.  Rykmaurarnir verða þá hissa þegar þeir fjúka út í buskann.

Jens Guð, 13.4.2007 kl. 01:38

8 identicon

Ætli gluggasmðjan hafi haft starfsmenn úr næsta fangelsi í vinnu?

Júlla Jóns (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 16:11

9 Smámynd: Jens Guð

  Mér skilst að hönnunarvinnu húseigandans hafi verið um að kenna hvernig til tókst.  Enda hans fyrsta verk á þessu sviði. 

Jens Guð, 16.4.2007 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband