21.4.2007 | 17:24
Afi III
Það er ofmælt að afi hafi verið nyrfill. Það var hann ekki. En hann var eins fjarri því að bruðla með hluti og hægt er upp að því marki.
Eftir dvöl á sjúkrahúsi á Sauðárkróki er afi datt á svelli (sjá eldri færslur) uppgötvaði hann heimkominn að nærbuxur höfðu ekki skilað sér. Honum var sárt um að skilja þær eftir á sjúkrahúsinu. Taldi víst að starfsfólk sjúkrahússins hafi með vilja og slóttugheitum haft af sér nærbuxurnar. Hann átti varla til orð til að lýsa ósvífninni. Þótti þetta vera hámark lágkúrunnar; að stöndug stofnun sæti lagi við að ná nærbuxum af öldruðum afdalabónda.
Áður en æsingurinn rénaði ákvað afi að setja frænda okkar á Sauðárkróki umsvifalaust í það verkefni að bjarga nærbuxunum af sjúkrahúsinu og koma þeim í réttar hendur. Skrifaði frænda bréf. Útskýrði fyrir honum vandamálið og óskaði eftir aðstoð við að leysa það.
Við áttum heima á Hrafnhóli, beint á ská gegnt Hólum í Hjaltadal. Á Hólum var á þeim tíma póstþjónusta. Afi neytti allra leiða til að komast hjá því að borga undir póst. Í þessu tilfelli samdi hann við mjólkurbílstjórann um að koma bréfinu til frænda á Króknum.
Verra var að nokkru eftir að afi hafði lokað umslaginu og skrifað utan á það þá uppgötvaði hann að gleymst hafði að setja bréfið ofan í umslagið. Kom þá nokkuð fát á afa. Hann vildi ekki bruðla með fleiri umslög. Hann brá því á það ráð að endurskrifa erindið aftan á umslagið. Lýsti þar fyrir frænda öllum sérkennum nærbuxanna til að örugglega yrðu réttar buxur innheimtar.
Mjólkurbílstjóranum þótti þetta spaugilegt og sýndi umslagið á öllum bæjum. Vakti það kátínu og umtal í sveitinni. En umslagið þjónaði sínum tilgangi. Frændi fann nærbuxurnar á sjúkrahúsinu og afi varð kátastur allra þegar hann fékk þær aftur í hendur. Hældi sér oft af því síðar að hafa með harðfylgi náð að afstýra því að nærbuxurnar yrðu eign sjúkrahússins. Frásögn hans lauk ætíð á þessum orðum, sem voru sögð með þykkju í röddinni, um leið og hann lamdi hnefanum í borðið: "Enda kom aldrei til greina að gefa sjúkrahúsinu uppáhalds nærbuxurnar mínar."
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:32 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
Nýjustu athugasemdir
- Niðurlægður: Wilhelm, góður! jensgud 29.3.2025
- Niðurlægður: Ég ætlaði að koma með IKEA brandara en ég get ekki sett hann sa... emilssonw 29.3.2025
- Niðurlægður: Guðjón, takk fyrir góða ábendingu. jensgud 27.3.2025
- Niðurlægður: Maður á aldrei að láta sjást að maður eigi monning, og úlpan og... gudjonelias 27.3.2025
- Niðurlægður: Stefán (#7), ég tek alltaf stóran sveig framhjá Mjóddinni. jensgud 26.3.2025
- Niðurlægður: Farðu bara varlega ef þú átt leið í Mjóddina Jens, krakkaskríll... Stefán 26.3.2025
- Niðurlægður: Sigurður, þarna kemur þú með skýringuna! jensgud 26.3.2025
- Niðurlægður: Þarftu ekki bara að fara í klippingu og að raka þig!!! sigurdurig 26.3.2025
- Niðurlægður: Jóhann, heldur betur! jensgud 26.3.2025
- Niðurlægður: "Það margt skrýtið í kýrhausnum"......... johanneliasson 26.3.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 78
- Sl. sólarhring: 98
- Sl. viku: 2120
- Frá upphafi: 4133009
Annað
- Innlit í dag: 71
- Innlit sl. viku: 1764
- Gestir í dag: 71
- IP-tölur í dag: 69
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Menn sem standa fast á sínu sko. Nóg er nú ríkið að hafa af manni þó maður færi nú ekki að gefa eftir brúklegar naríur. <það væri nú annað hvort.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.4.2007 kl. 17:28
Hehehehe nákvæmlega
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2007 kl. 17:37
Þessi sparsemi og nýtni þekkist nú varla í dag. Skemmtileg frásögn
Margrét St Hafsteinsdóttir, 21.4.2007 kl. 17:52
Jóna Á. Gísladóttir, 21.4.2007 kl. 18:04
Afasögur ... eru sögur að mínu skapi.
Ágúst Hjörtur , 21.4.2007 kl. 18:15
Dásamleg saga!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.4.2007 kl. 18:20
Hahhaahaha... ég elska þennan afa þinn! Týpan kemst vel í gegn í sögunum þínum. En nú heitir Sjúkrahúsið á Krók: Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki og þar er líka ellideild...fyrirgefðu, öldrunarstofnun. Þar er stór gluggi niðrundir gólf í enda gangs. Hann snýr til vesturs, upp á túnin fyrir ofan. Þar standa stundum gömlu karlarnir og hverfa í huganum afturábak, út á engi inn í afdal. Sól skín í heiði og það skrjáfar í puntinum. Þar standa þeir eins og í gamla daga og pissa úti á túni. Og svo þurfa stelpurnar að þurrka þetta af upp af gólfi og glugga. Svona gengur það nú fyrir sig á Krók :)
Jón Þór Bjarnason, 21.4.2007 kl. 22:09
Endilega meira af slíkum húmorsögum af afa þínum ef til eru.
Hefi fylgst með þeim sem áður voru sagðar af þér og eru þær algjört afbragð allar saman.
hafðu þökk fyrir.
Þorkell Sigurjónsson, 21.4.2007 kl. 22:28
Ég hóta því að koma með fleiri sögur af afa. Við afkomendur hans og fleiri sem þekktu kallinn höfum gaman af að rifja upp frásagnir af honum. Og þó að ókunnugir hafi ekki réttu myndina af þessum sérstæða skapofsamanni þá skila frásagnirnar einhverju af því skondna í fari hans. Oft hefur fólk hvatt hvert annað til að taka sögurnar af afa saman og gefa út í bók til að þær glatist ekki. Mér vitanlega er enginn í slíku verkefni. Enda er þessi vettvangur, bloggið, kannski alveg eins gott í þeim tilgangi.
Jón Þór, takk fyrir nýjustu upplýsingar af Króknum
Jens Guð, 21.4.2007 kl. 22:42
Aldeilis veisla að fá þessa sögu af honum afa þínum. Ég man nokkuð vel eftir honum en mér kemur á óvart að þú gerir það, held að þú sért svo ungur. Þessir gömlu karlar voru ekki að bruðla með peninga og engar sérlegar mætur höfðu þeir á opinberum stofnunum sem ævinlega tóku okurgjald fyrir hvert viðvik. Árna mínum í Hólkoti sárnaði stundum við mig ef ég skrapp til Reykjavíkur án þess að láta hann vita áður. Hann hélt að það hefði nú verið útlátalaust að segja honum að þetta stæði til, hann hefði nefnilega notað ferðina og beðið mig fyrir bréf. Árni var dálítið eftirminnilegur og svo var um flest það sem honum tilheyrði. Kaffiketillinn var netakúla sem féll niður í hringina á kola kyntu eldavélinni, kollurinn hafði verið sagaður af og myndaði lokið sem á var hald úr sverum koparvír fest með hnoðnöglum. Þessa netakúlu fann hann rekna í fjörunni og bjó henni sjálfur þetta hlutverk því hann var hagleiksmaður. Aldrei finnst mér ég fá almennilegt kaffi síðan nafni minn hætti að hella uppá úr þessari netakúlu. En fjandi finnst mér nú að það hafi verið ljótt af honum Fedda frá Efra-Ási að sýna þetta bréf á bæjunum.
Árni Gunnarsson, 22.4.2007 kl. 00:09
Aldeilis gaman að þú skulir muna eftir afa. Afi féll frá líkast til 1975. Ég er fæddur ´56. Þannig að ég kynntist honum vel. Hann var hinsvegar kominn í keng með 2 stafi þegar ég man eftir honum. Það dró þó ekki úr honum að hóta mönnum barsmíðum þegar fauk í hann. Sem var ekki sjaldan.
Hjálmar á Hólkoti er frændi minn. Ég þekki hann þó ekki en þeim mun betur sum börn hans. Ætli Árni á Hólkoti sé þá faðir Hjálmars? Snilld þessi saga af kaffikatli hans.
Mjólkurbílstjórinn sem sýndi bréfið hans afa var Bjössi frá Garðakoti. Afskaplega skemmtilegur maður og hafði góðan húmor fyrir afa - og reyndar fyrir mörgu því að hann var og er mikill húmorísti. Varð síðar svili Þórðar föðurbróður míns á Hofi (og síðar á Marbæli). Fléttaðist þannig inn í fjölskylduna.
Þú hefur kannski gaman af að fletta upp á tveimur aðeins eldri færslum mínum um afa. Það er ekki mikið flett því að það er stutt síðan ég byrjaði að blogga. Annarsvegar þegar við fórum í stórafmæli Ella á Narfastöðum og hinsvegar þegar afa sinnaðist einhliða við hið ágæta fólk á Kjarvalsstöðum. Mér finnst sem ég muni aðeins eftir þér. Ert þú ekki á Sauðárkróki? Ég held að þið faðir minn, Guðmundur frá Hrafnhóli, hafið þekkst.
Jens Guð, 22.4.2007 kl. 00:33
Frábær ´týpa´hann afi þinn. Mæli með að þið ættmennin drífi í að koma þessu í bók. Verð fyrst til að kaupa hana. Gaman að sérvitringum og finnst afskaplega leiðinlegt þegar er reynt að steypa alla í sama mót, sem er reyndar mikið um hér í BNA.
camilla (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 03:15
Þessa sögu má eflaust heimfæra að einhverju leyti uppá flesta af þeirri kynslóð fólks sem afi þinn og líklega afi minn tilheyrðu. (afi var fæddur 1920 ef ég man rétt)
Þetta fólk ólst upp við það að þurfa að hugsa um hvern eyri einfaldlega til að komast af og þeirra lífsviðhorf mótaðist af því.
Betur að mín kynslóð hefði lært meira af þessu góða fólki, þá væri engin hér á skerinu sem barmaði sér yfir auraleysi, því að líklega er ég núna búinn að þéna meira en helmingi meira en afi þegar hann var á sama aldri og ég er nú (ég er fæddur 1972 ef ég man rétt)
Eiður Ragnarsson, 22.4.2007 kl. 05:54
Hvað verður um okkur afsprengin þegar þessi fríði flokkur er genginn. Æðisleg saga, hlakka til að heyra meira af honum afa þínum. Þetta hvetur mig til að segja frá henni móður minni sem kom varla nema öðru hvoru orði frá sér fyrir hlátri, svo spaugilegt fannst henni lífið.
Pálmi Gunnarsson, 22.4.2007 kl. 15:42
Ágæti gerfigrasafræðingur. Jú ég er brottfluttur Skagfirðingur búsettur nú rétt fyrir ofan Hlemm. Við pabbi þinn þekktumst vel. Árni bjó í Hólkoti á Reykjaströnd og hann var ekki skyldur Hólkotsfólkinu í Unadal. Hann á þekkta dótturdóttur sem heitir Sólveig Pétursdóttir og er núna í kósíferð erlendis með karli sínum sem er fyrrum bensíntittur. Auðvitað þurfti ég að hafa hausaskipti á mjólkurbílstjóranum.
Verðum í sambandi, og skiptumst á sögum af görpum og heljarmennum.
Árni Gunnarsson, 22.4.2007 kl. 15:56
Snilldarsaga af skaffóskríl, meira af dona löguðu.
S.
Steingrímur Helgason, 23.4.2007 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.