30.4.2007 | 00:20
Draugagangur á Hólum í Hjaltadal
Um miðjan sjöunda áratuginn heimsóttu útlendar kaþólskar nunnur Hóla í Hjaltadal. Ein var dönsk. Önnur bandarísk. Það er eins og mig rámi í að sú 3ja hafi verið með í för. Þori þó ekki að fara með það.
Erindi nunnanna var heimsókn í kirkjuturninn. Kaþólska kirkjan gaf Hóladómkirkju turninn snemma á síðustu öld. Kirkjan hafði þá verið turnlaus frá því að hún var byggð tveimur öldum áður.*
Turninn er ekki áfastur kirkjunni. Hann stendur hálf kjánalegur einn og stakur úti á túni. Ástæðan er sú að hann er reistur á leiði Jóns Arasonar, síðasta kaþólska biskupsins yfir Íslandi.
Nunnurnar röltu efst upp í turninn og lögðust á bæn. Ég var 9 eða 10 ára. Ég vissi ekki af nunnunum uppi í turninum. Þetta var á virkum degi og fáir á ferli nema presturinn sem væflaðist um kirkjugarðinn.
Turninn er hár og mjór. Bara járn og steypa. Hljómburðurinn er bergmálandi og flottur. Ég hugði gott til glóðarinnar. Laumaðist inn í turninn og klifraði upp í hann miðjan. Þar er bergmálið kröftugast.
Ég fór að leika mér að bergmálinu. Sönglaði: "Vavavaaaaa. Vóvóvóóóóó. Vúvúvúúúúú." Ekki hafði ég lengi sönglað þegar ég heyri öskur og gól í nunnunum. Mér brá við það. Tók á sprett út úr turninum. Gekk nokkru síðar til prestsins og lét eins og ég væri nýkominn á svæðið. Spurði af hverju turninn væri opinn. Hann var varla fyrr búinn að segja mér frá nunnunum er þær komu út grenjandi af geðshræringu. Ég skildi fátt af því sem þær sögðu. Náði þó því að þær töluðu um munkasöng.
Löngu síðar barst frá bandarísku nunnunni til Hóla eintak af kaþólsku dagblaði. Þar var sagt frá pílagrímsferð nunnanna til Íslands. Í fréttinni kom fram að nunnurnar hefðu lagst á bæn og þá hafi upphafist hávær munkasöngur í turninum. Samt hafi enginn verið í turninum nema þær. Síðan var eitthvað lagt út frá því að munkasöngurinn hafi verið svar við bænum þeirra. Fólki á Hólum þótti þetta merkilegt. Ég þorði ekki að leiðrétta söguna. Hélt að ég yrði skammaður fyrir hrekkinn. Jafnframt því sem mér þótti þetta pínulítið fyndið.
----------------------------------------------------------------------------------------------------
*Kirkjan var byggð í þegnskylduvinnu. Bændur voru teknir úr háannatíma frá heyskap til að byggja kirkjuna. Ferja grjót ofan úr Hólabyrðu. Verkstjórinn var Bauni. Skapillur skratti sem varð hálfu verri eftir að barnungur sonur hans hrapaði í kirkjubyggingunni og dó. Bændurnir tóku sig saman og fóru í verkfall. Klömbruðu kirkjunni saman án turns. Kirkjan var því turnlaus í tvær aldir.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:25 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
Nýjustu athugasemdir
- Niðurlægður: Wilhelm, góður! jensgud 29.3.2025
- Niðurlægður: Ég ætlaði að koma með IKEA brandara en ég get ekki sett hann sa... emilssonw 29.3.2025
- Niðurlægður: Guðjón, takk fyrir góða ábendingu. jensgud 27.3.2025
- Niðurlægður: Maður á aldrei að láta sjást að maður eigi monning, og úlpan og... gudjonelias 27.3.2025
- Niðurlægður: Stefán (#7), ég tek alltaf stóran sveig framhjá Mjóddinni. jensgud 26.3.2025
- Niðurlægður: Farðu bara varlega ef þú átt leið í Mjóddina Jens, krakkaskríll... Stefán 26.3.2025
- Niðurlægður: Sigurður, þarna kemur þú með skýringuna! jensgud 26.3.2025
- Niðurlægður: Þarftu ekki bara að fara í klippingu og að raka þig!!! sigurdurig 26.3.2025
- Niðurlægður: Jóhann, heldur betur! jensgud 26.3.2025
- Niðurlægður: "Það margt skrýtið í kýrhausnum"......... johanneliasson 26.3.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 78
- Sl. sólarhring: 98
- Sl. viku: 2120
- Frá upphafi: 4133009
Annað
- Innlit í dag: 71
- Innlit sl. viku: 1764
- Gestir í dag: 71
- IP-tölur í dag: 69
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Flottur turn - góð saga.....
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 30.4.2007 kl. 06:55
Hér opinberast hvert leyndarmálið á fætur öðru, Jens Guð Jón Steinar og Pálmi Gunnarsson hafa ýmislegt á samviskunni.
En þetta er rosalega fyndin saga og maður sér fyrir sér strákinn sem ætlaði bara að baula í turninum og var svo komin í heimsfréttirnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2007 kl. 08:53
Góð lygasaga!
Benedikt Halldórsson, 30.4.2007 kl. 12:03
Hahaha... góð saga hjá þér Jens. Svona gerist þetta nú örugglega oft hjá andans fólki, allt fyrir tóman misskilning :) Og ég er alveg sammála þér að turninn við hlið kirkjunnar virkar sérkennilega.
Jón Þór Bjarnason, 1.5.2007 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.