Góð uppástunga hjá Sigurði Kára

  Margir strákar alast upp við að lesa ævintýrabækur um spennandi leynifélög.  Sumir fullorðnast aldrei upp úr þessum ævintýraheimi bernskunnar.  Þeir ríghalda í ævintýraljóma þess að allt sem er leyndó sé skemmtilegast af öllu.  Því meiri leynd þeim mun meira gaman.

  Það sem fram fer á bakvið tjöldin í reykfylltum herbergjum er toppurinn á tilverunni.  Menn ganga í leynireglur eða í stjórnmálaflokka þar sem leynd hvílir yfir fjármálum og öllu sem hægt er halda leynd yfir.  Skjöl merkt TRÚNAÐARMÁL eru sérlega spennandi.  Launaleynd,  leyniskjöl,  leyniþjónusta og allt sem er leyni-eitthvað kitlar og fullnægir ævintýraheimi leyniáráttunnar.

  Svo eru aðrir sem reyna að skemma þennan leik með því að vilja hafa lýðræðið gegnsætt og frjálst.  Allt uppi á borðum.

  Sigurður Kári,  alþingismaður og baráttumaður fyrir leynd,  kom með ansi skemmtilegan vinkil á baráttu sína fyrir launaleynd í útvarpsviðtali í dag.  Hann lagði til að fólk myndi nota opinn aðgang að álagningaskrá skattsins með því að finna út hverjir í hverfinu eru tekjulægstir.  Síðan yrðu börn þeirra lögð í einelti vegna lágra tekna foreldranna.  Aldeilis ljómandi áhugavert dæmi. 

  Þetta er ekki aðeins skemmtilegur leikur heldur veitir hann vesalingunum aðhald.  Þeir myndu reyna að hífa upp tekjur sínar með aukavinnu eða koma sér í þokkalega launaða vinnu.  Besta ráðið er að skipta um vinnu með því að ná starfslokasamningi í gömlu vinnunni upp á 1600 milljónir.  Og málið er dautt.    


mbl.is Er álagning einkamál?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Afarsnjall pistill félagi Jens og sniðugur af þínum góða hætti eins og svo oft áður!

Adios!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.8.2007 kl. 01:04

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og bloggflokkurinn auðvitað kímnisnilld, einn út af fyrir sig!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.8.2007 kl. 01:06

3 identicon

Þetta er ljótt af þér Jens. Menn eins og Sigurður Kári sem eru hertir við misjafnt atvinnulíf eins og við, vilja að sjálfsögðu halda öllu undir borðum. Hans "missjón" er að vernda þá sem fá lítið útborgað - svo þeir séu ekki hrekktir á vinnustað. Hann er að koma í veg fyrir einelti drengurinn. Þegar ég vann í þeirri mestu drullu og skíta vinnu sem ég hef nokkurntíma komist í ásamt með félögum mínum datt engum okkar í hug launaleynd. Hví skyldi það hafa verið?

GuðmundurB (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 01:19

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Verðugt baráttumál ekki satt ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2007 kl. 07:33

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þakka fyrir góða grein..

sjallakrakkarnir eru samir við sig, berjast fyrir mikilvægum málefnum oftast nær eins og bjórsölu í almennum verslunum.. og aukinni leynd í þjóðfélaginu.

Bjórsala og vínsala mun bara veikja það góða framboð sem "ríkið" hefur upp á að bjóða því kaupmaðurinn mun bara selja það sem er seljanlegt og hafa gæði þar oftast nær lítil áhrif.  en þetta er efni í annan pistil..

Launaleynd og skattaleynd hefur ekki neinn tilgang annan en að fela tekjur.. hverjir græða á launaleynd ? jú þeir sem mest mega sín og hafa mest að fela. Ég hef aldrei unnið á stað þar sem er launaleynd fyrr en í ár þegar ég gerðist sölumaður.. þessi launaleynd gerir mig óöruggan um hversu mikils virði ég er í raun í minni vinnu.. en samt eru launin mín bara ósköp venjuleg laun sem flestir hafa á mínum aldri.. svo tilhvers er launaleyndin ?

sjallakrakkarnir eru bara aulalegir með þessum apaleik niðri á skattstofu og hafa sett talsvert niður í mínum huga.

Óskar Þorkelsson, 1.8.2007 kl. 08:08

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það má líka íhuga hver borgar þessi laun sem ekki má sjá.

Skattgreiðandi greiðir laun starfsmanna ríkis og bæjar.

Lífeyrisjóðsgreiðandi borgar laun lífeyrisstarfsmanna.

Starfsmenn félagasamtaka fá laun sín frá félagsmönnum.

Laun bankamann koma frá viðskiptamönnum bankans osv.

Grímur Kjartansson, 1.8.2007 kl. 08:24

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Segir mikið um innræti Sigurðar Kára að ætla að börn verði lögð í einelti fyrir bága fjárhagstöðu foreldra. Hann hefur væntanlega gerst sekur um slíkt í æsku. Hann hefur kannski í sér þennan sjúklega ótta um skort, sem gerir menn tillitslausa og miskynnarlausa gagnvart meðbræðrum sínum og er máske rót allrar þeirrar illsku, sem skekur þennan heim.  Einhver sagði: Evil is just an ego, bumping its head in the darkness.

Það er kvíðavænleg framtíð ef hugsunarháttur jakkafatafóstranna er ekki þroskaðri en þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.8.2007 kl. 09:12

8 Smámynd: Róbert Tómasson

Þar sladdar í hjá Erlendi sagði bóndakona nokkur forðum þegar hún hlustaði á vinnuhjú sín í ástarleik en lá sjálf andvaka og fékk ekki neitt.

Það hefur löngum viljað loða við okkur Íslendinga að þurfa sínkt og heilagt að vera með nefið í hvers manns koppi svo mjög að það er með ólíkindum að þeir eru ekki upp til hópa hlandbrunnir á trýninu.

Launin mín eru ekkert leyndarmál þau eru ofan lágtekju, neðan hátekju og innan velsæmismarka sem sagt "Þau mættu gjarnan vera hærri ".

Takk fyrir enn eitt "hittið" Jens.

Róbert Tómasson, 1.8.2007 kl. 09:26

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég fór að hugsa aðeins meira um þetta því ég  hef aldrei skoðað þessar skattaskýrslur og finnst þær almennt frekar ómerkilegur pappír.. það sem ég fór að hugsa er : Ef þetta er opið þá nennir enginn að spá í þetta.. ef við lokum þessu "a la sjallakrakkar", þá munu vakna milljón spurningar og allskonar kreddusögur fara á kreik þar sem enginn getur komist að hinu sanna... sem er kannski það sem sjallakrakkarnir vilja.

Óskar Þorkelsson, 1.8.2007 kl. 10:23

10 Smámynd: AK-72

Sagði mðaurinn virkilega þetta? Og á hvaða útvarpsstöð?

AK-72, 1.8.2007 kl. 12:40

11 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Kári var í viðtali á Bylgjunni.  Þar sagði hann frá því að í Noregi væru dæmi þess að börn hafi verið lögð í einelti vegna lágra tekja foreldra.  Hann klykkti út með því að segja að þetta sé kannski eitthvað sem Íslendingar geti að gera:  Flett upp í álagningarskránni og kanna hvaða nágrannar eru á lægstum launum. 

Jens Guð, 1.8.2007 kl. 13:58

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég fylgis mjög vel með umræðu í noregi þar sem ég átti heima þar í 7 ár.. þetta er týpísk www.vg.no umræða og er ekkert hæft í henni.. skattakerfi nojarana er götótt eins og svissneskur ostur og að lesa uppgefnar tekjur þar er tilgangslaust í raun.. tveir menn með sömu tekjur geta verið á mismunandi skattastigi.. flestir eru á 36 % sem er sá skattur sem er lagður á alla.. en svo eru undantekningarnar.. 32 %, 28 % sem ég var á.. 22 % og 5 % ef þú átt í greiðsluerfiðleikum sem skattstofan samþykkir.


Óskar Þorkelsson, 1.8.2007 kl. 17:12

13 Smámynd: halkatla

ótrúlega fyndinn og góður pistill

halkatla, 1.8.2007 kl. 20:27

14 Smámynd: Ár & síð

Hver sem er getur farið inn á t.d. www.adressa.no , fundið skattesök í vinstri dálki og slegið upp nöfnum manna í Noregi til að kanna tekjur þeirra, opinber gjöld og hreina eign fyrir þrjú ár aftur í tímann.

Þessu var ekki breytt í Noregi þrátt fyrir margra ára stjórn hægrimanna. Hvers vegna skyldi það vera? Selst lítið af stuttbuxum þar?

Ár & síð, 2.8.2007 kl. 08:19

15 Smámynd: Jens Guð

  Fróðlegt þetta með Noreg. 

Jens Guð, 2.8.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband